P2140017

Fiskifræðingar framtíðarinnar?

P2140017
Krakkarnir í 8. bekk stóðu sig vel í náttúrufræðinni nú á dögunum þegar þau tóku sér krufningshníf í hönd og rannsökuðu fiskitegundina ýsu gaumgæfilega – að innan sem utan. Á myndum sem teknar voru má sjá að þau voru hvergi bangin í krufningunum. Í ljós kom meira að segja að ein ýsan var með eitthvað í kjaftinum sem reyndist vera kolkrabbi (sjá mynd). Kannski leynist í þessum hópi fiskifræðingar framtíðarinnar, hver veit.

Birt í flokknum Fréttir.