Helstu niðurstöður úr viðhorfakönnun 2011
Salaskóli kannar á hverju vori viðhorf foreldra til starfsins í skólanum. Þessi könnun er mikilvægur liður í að bæta skólastarfið en auk hennar fáum við mikilvægar upplýsingar á morgufundum með foreldrum, könnunum skólapúlsins en þar tjá nemendur viðhorf sín, eineltiskönnunum o.s.frv. Skýrsla um helstu niðurstöður vorkönnunar vorið 2011 er að finna hér. Ný vorkönnun […]
Lesa meiraVorskóli 3. og 4. maí
Salaskóli býður væntanlegum 1. bekkingum í vorskóla fimmtudaginn 3. maí og föstudaginn 4. maí frá kl. 14:00 – 15:30. Krakkarnir vinna ýmis verkefni þessa tvo daga og kynnast væntanlegum bekkjarfélögum. Foreldrar fá kynningu á skólastarfinu fyrri daginn á meðan krakkarnir eru hjá kennurunum. Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Lesa meiraOpinn dagur 11. maí
Föstudaginn 11. maí verður opinn dagur í Salaskóla. Þá er foreldrum boðið í heimsókn í skólann þar sem ýmsar uppákomur verða víðsvegar um skólann. Opnað verður kaffihús, Salaskóli fær Grænfánann í 4. sinn og margt, margt fleira. Nánar auglýst síðar.
Lesa meiraTölvupóstur í samskiptum heimila og skóla
Tölvupóstur í samskiptum heimila og skóla Leiðbeiningar fyrir foreldra Hvenær á að nota tölvupóst? Tilkynna veikindi – ef skólinn tekur við tilkynningum í tölvupósti Leita upplýsinga Hrósa kennara/skóla fyrir það sem vel er gert Gera athugasemdir um það sem þér finnst miður fara Hvenær á ekki að nota tölvupóst? Ekki ræða viðkvæm, persónuleg mál […]
Lesa meiraKópavogsmóti í skólaskák lokið
Kópavogsmótið í skólaskák var haldið í Salaskóla þann 17. apríl síðastliðinn. Birkir Karl Sigurðsson er Kópavogsmeistari í skólaskák í unglingadeild og Þormar Leví tók silfrið. Hilmir er í toppbaráttu á miðstigi og Daníel Snær Eyþórsson smellti sér í annað sætið í flokki 1.-4. bekkjar. Birkir Karl og Þormar verða fulltúrar Kópavogs á kjördæmismótinu sem er framundan. Aldrei hafa jafn margir keppendur verið á kaupstaðamóti í Kópavogi. Sett var í gang sérstakt mót fyrir yngstu krakkana eða fyrir nemendur í 1.- 4. bekk. Mæltist það vel fyrir og mættu 68 krakkar til leiks í þeim aldursflokki. Í flokki 1.-7. bekkjar voru 49 keppendur og í flokki unglinga mættu 10 keppendur. Alls: 127 keppendur sem er nýtt met í Kópavogi.
Vorhátíðin verður 19. maí
Stjórn foreldrafélagsins fundaði með skólastjórnendum sl. mánudag og þar var rætt um hina árlegu vorhátíð sem hingað til hefur verið skólaslitadaginn. Ákveðið var að breyta til að þessu sinni og nú verður hátíðin laugardaginn 19. maí frá kl. 11:00 – 14:00. Það gefur fleiri foreldrum tækifæri til að taka þátt í þessari skemmtilegu samveru. […]
Lesa meiraGrænn dagur
Í dag, 18. apríl, er grænn dagur í Salaskóla. Þá klæðast flestir einhverju grænu og allir hjálpast að við að taka til á skólalóðinni. Hver árgangur fær úthlutað svæði sem hann á að hugsa um. Á morgun, Sumardaginn fyrsta, ætlum við að eiga hreinustu skólalóð í öllum heiminum.
Skólakórinn í söngbúðum
Eldri skólakór Salaskóla fór í söngbúðir í Kaldársel síðastliðna helgi. Þar sungu krakkarnir á sig gat frá föstudegi fram á laugardag og áttu góða stund saman. Til að fjármagna söngferðalagið var búin að vera fjáröflun í gangi um tíma.
Lesa meiraGóðar niðurstöður fyrir Salaskóla
Salaskóli er þátttakandi í Skólapúlsinum sem mælir ýmis viðhorf nemenda í grunnskólum til skólans síns og skólastarfsins. Nokkrum sinnum á vetri tekur úrtak nemenda í 6. – 10. bekk þátt í könnun og yfir veturinn hafa allir nemendur í þessum bekkjum tekið þátt. Niðurstöður eru birtar jafnóðum og þannig getur skólinn séð hvaða breytingar […]
Lesa meira5. – 7. bekkur fer á skíði í dag
Frábært veður og góður dagur framundan í Bláfjöllum. Mæting 845 í Salaskóla
Lesa meiraVið förum í Bláfjöll
Veðrið prýðilegt í Bláfjöllum og verður betra þegar líður á morguninn. Við förum í skíðaferðina. Muna eftir hlýjum fötum og drykkjum.
Lesa meiraSkíðaferð unglingadeildar
12. apríl ætlum við að fara í skíðaferð í Bláfjöll með unglingadeild skólans. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 9:00 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Lagt af stað úr Bláfjöllum kl. 14:00. Við sjáum um samloku í hádeginu en annað nesti og alla drykki þurfa nemendur að koma […]
Lesa meira