Valgreinar á vorönn
Nú eiga nemendur í 8. – 10. bekk að velja valgreinar fyrir vorönnina. Námskeiðslýsingar eru í þessu skjali: Val á vorönn 2015. Þurfið sennilega að smella á download til að fá skjalið. Farið svo á þennan tengil og veljið; https://www.surveymonkey.com/s/8HS3YJL Athugið að þetta þarf að klára í síðasta lagi á hádegi fimmtudagsins 18. desember.
Lesa meiraHátíðleg stund
Á morgun er svokölluð Lúsíumessa. Í Salaskóla er hefð að farin sé Lúsíuganga í tengslum við þennan dag sem einmitt fór fram í morgun, föstudaginn 12. desember. Þetta er hátíðleg stund þar sem við njótum fallegs söngs og kertaljósa á göngum skólans.
Lesa meiraGaman að forrita
Músarrindlarnir komu í tölvuver í dag til að taka þátt í verkefninu "The Hour of Code" eða Klukkustund kóðunar eins og það útleggst á íslensku. Um er að ræða viðburð á heimsvísu sem stendur í eina viku frá 8. til 14. desember.
Lestrarkeppni á miðstigi lokið
Spurningakeppninni Lesum meira lauk í vikunni með því að súlur og svölur kepptu til úrslita. Súlurnar mörðu sigur með einu stigi á svölurnar og fá því bikar keppninnar til varðveislu í eitt ár. Veitt voru bókaverðlaun fyrir fyrsta og annað sætið. Allir bekkir fengu viðurkenningarskjal þar sem þeim var þökkuð þátttaka í keppninni. Stuðningslið […]
Lesa meiraMorgunkaffi – þökkum fyrir okkur
Í morgun mættu foreldrar 9. og 10. bekkinga í morgunkaffi það var síðasta kaffiboðið á þessu ári. Það hafa 546 foreldrar komið í morgunkaffi með stjórnendum Salaskóla. Þessir foreldrar eiga 422 börn í 1. – 10. bekk en þar eru alls 550 nemendur. Það hafa því foreldrar 76% barna komið og líklega er prósentutalann […]
Lesa meiraViðurkenningar fyrir fjölgreindaleika og hlaup
Verðlaunaafhending fjölgreindaleikanna fór fram í vikunni. Þá voru allir nemendur skólans kallaðir á sal sem var þétt setinn. Þrjú efstu liðin fengu viðurkenningu og valdir voru tveir bestu liðsstjórarnir sem eru þau Bjarmar og Karitas. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir norræna skólahlaupið en þar stóðu bekkirnir krummar, súlur og sólskríkjur upp úr. Sjá nánari […]
Lesa meira„Vinir úr Salaskóla“
Í tilefni af Degi gegn einelti fóru nemendur úr 9. og 10. bekk í heimsókn í leikskólana föst. 7.11. og unnu með börnunum að ýmsum verkefnum í tengslum við þemað Vinir úr Salaskóla sem er samstarfsverkefni við leiksskólana Fífusali og Rjúpnahæð. Meðfylgjandi eru myndir frá þessum degi úr leikskólanum í Fífuseli.
Lesa meiraGóðir gestir í heimsókn
Við höfum fengið góða gesti til okkar í nóvember. Rithöfundurinn Gunnar Helgason kom til okkar og las upp úr nýju bókinni sinni „Gula spjaldið í Gautaborg“. Krakkarnir tóku honum vel og margir gáfu sig á tal við hann eftir upplesturinn. Töframaðurinn Einar og aðstoðarkona hans kíktu á krakkana í 1. – 4. bekk og […]
Lesa meiraVegna mögulegs verkfalls 10. nóvember
Starfsmannafélag Kópavogs hefur boðað verkfall frá og með mánudeginum 10. nóvember nk. semjist ekki fyrir þann tíma. Ef af verkfalli verður mun það hafa veruleg áhrif á starfsemi grunnskóla í Kópavogi og þar með Salaskóla. Afleiðingarnar hér verða svohljóðandi: – dægradvöl skólans lokar alveg meðan á verkfalli stendur, á líka við um klúbbastarf í […]
Lesa meiraDagur gegn einelti
Föstudagurinn 7. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti hér í Salahverfi. Þetta er samstarfsverkefni milli leikskólanna í hverfinu og Salaskóla. Nemendurnir 9. og 10. bekkjar fara í heimsókn í leikskólana og vinna með börnunum að ýmsum verkefnum sem tengjast verkefninu Vinir úr Salaskóla sem er samstarfsverkefni við leiksskólana Fífusali og Rjúpnahæð. Nemendur í 7. […]
Lesa meiraKrakkarnir inni í fyrri útivist
Við höldum krökkunum inni í fyrri útivist í dag vegna mengunar. Loftgæði eru slæm fyrir viðkvæma en í sjálfu sér í lagi fyrir krakka að vera úti reyni þau ekki á sig. Til að vera örugg höldum við þeim inni núna. Sjáum til í hádeginu.
Lesa meiraMorgunkaffi – byrjum 5. nóvember
Þá er komið að morgunfundum skólastjórnenda í Salaskóla með foreldrum. Miðvikudaginn 5. nóvember bjóðum við foreldrum barna í 1. bekk til okkar, 6. nóvember foreldrum barna í 2. bekk og 7. nóvemeber foreldrum barna í 3. bekk. Fundirnir hefjast kl. 8:10 og standa til kl. 9.00 og eru í sal skólans. Á fundunum ræðum við […]
Lesa meira