Öskudagurinn í Salaskóla

Öskudagur verður með hefðbundnum hætti í Salaskóla. Nemendur mæta á bilinu 8:10 – 9:00 í skólann, en kl. 9:00 eiga allir að vera komnir til umsjónarkennara.

Við gefum þetta svigrúm svo allir geti klætt sig í sinn búning án þess að vera í miklu stressi. Hér verður boðið upp á andlitsmálningu ef þarf. Það verður ýmislegt í gangi og vonandi skemmta allir sér vel. 

Kl. 1130 – 1200 verður pizza í matinn og þeir sem ekki eru í mat geta keypt mat þennan dag. Það þarf að panta það í síðasta lagi á þriðjudagsmorgun og koma með pening fyrir pizzunni, 420 kr. og láta umsjónarkennara fá. Nóg að panta mat hjá umsjónarkennara. 

Skólinn er sem sagt til 12 þennan dag. Dægradvölin opin eftir það. Við viljum taka skýrt fram að nemendur mega ekki yfirgefa skólann fyrr nema fá leyfi áður. 

 

Stjórn foreldrafélagsins ákvað að gefa ekki sælgæti þetta árið, heldur frekar að hvetja íbúa Salahverfis að taka vel á móti börnunum sem munu ganga í merkt hús á milli klukkan 17 og 19 og syngja í von um eitthvað góðgæti.
Þau banka bara á þær dyr sem eru merktar með miðanum Gleðilegan öskudag eða eitthvað álíka. Einnig væri sniðugt að auðkenna húsin og stigagangana með t.d. blöðrum. Börnin eru að sjálfsögðu á ábyrgð foreldra á meðan þessu fer fram og alls ekki úr vegi að taka göngutúrinn með þeim.Ef einhverjir hafa ekki áhuga á að vera með, þá bara einfaldlega gera þau ekki neitt.

Síðan er um að gera að láta þá vita sem ekki eru með börn í Salaskóla af þessu.

Birt í flokknum Fréttir.