sklahreysti_016.jpg

Skólahreysti

sklahreysti_016.jpgÍ myndasafn skólans var að koma safn mynda frá úrslitakeppninni í Skólahreysti sem fram fór 30. apríl síðastliðinn í Laugardalshöll. Eins og menn vita á Salaskóli eitt af bestu liðum landsins í skólahreysti, var í 1. sæti í undanúrslitum í Kópavogi og tók 5. sætið í úrslitakeppninni. Skólahreystiliðið okkar í ár var skipað þeim Valdimar, Tómasi, Glódísi og Tinnu sem eru nemendur í 9. og 10. bekk. Við óskum þeim til hamingju með frækilegan árangur.

Skólaráð

Skólaráð starfar skv. grunnskólalögum. Það er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.

Skólaráð fundar að jafnaði mánaðarlega og eru fundargerðir þess birtar hér á heimasíðu Salaskóla. Í skólaráði Salaskóla sitja eftirtaldir einstaklingar:

Aðalmenn

Hafsteinn Karlsson, skólastjóri

Jóhanna Björk Daðadóttir, kennari

Ásgerður Helga Guðmundsdóttir, kennari,

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra

Lovísa Björk Skaftadóttir McClure, fulltrúi foreldra

Lilja Björk Hjálmarsdóttir, skólaliði

Varamenn

Hrefna Björk Karlsdóttir, aðstoðarskólastjóri

Hrafnhildur Georgsdóttir, kennari

 

 

Fundargerðir

21. september 2009

24. mars 2011

4. október 2010

22. nóv. 2010

17. jan. 2011

15. feb. 2011

28. mars 2011

12. des. 2011

16. jan. 2012
5. mars 2012
16. okt. 2012

26. nóv. 2012

28. jan. 2013

11. mars 2013 

13. maí 2013

15. október 2013

13. janúar 2014

24. mars 2014

26. maí 2014

22. september 2014

3. nóvember 2014

27. janúar 2015

3. mars 2015

27. apríl 2015

30. september 2015

14. október 2015

2. desember 2015

 

Fundargerðir foreldraráðs

9. júní 2011

 

 

Frí í skólanum á morgun

Á morgun er frí í skólanum, 1. maí, eins og hefð er fyrir á baráttudegi verkalýðsins. Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá mánudaginn 4. maí. 

skoalrad.jpg

Fyrsti skólaráðsfundurinn haldinn

skoalrad.jpgNýstofnað skólaráð Salaskóla kom saman í fyrsta skipti miðvikudaginn 22. apríl. En skv. nýjum grunnskólalögum skal nú starfa skólaráð við hvern grunnskóla. Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald.

Hlutverk skólaráð er m.a. að fjalla um skólanámskrá, starfsáætlun, stefnu skólans, skólareglur og fylgjast með aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.  Auk skólastjóra sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndar­samfélags. Á fundinum var fulltrúi grenndarsamfélagsins kosinn, farið yfir drög að skóladagatali næsta skólaráðs, rætt um fjárveitingar til skólans auk þess sem farið var yfir hlutverk skólaráðs.

slandsmeistarar_002web.jpg

Klappað lof í lófa

slandsmeistarar_002web.jpgÍ gær voru skáksveitirnar okkar kallaðar fram í anddyri skólans þar sem starfsfólk og allir nemendur skólans heiðruðu þau með lófaklappi. Eins og kunnugt er skiluðu skáksveitirnar sem voru alls 8 að tölu glæsilegum árangri á Íslandsmóti grunnskóla í skák. Hörkuduglegir krakkar.  Sjá nánar um úrslit á annarri frétt hér á síðunni. 

slandsmeistarar_005web.jpgslandsmeistarar_001web.jpg

web_small_havellur.jpg

Sumarlegar hávellur

web_small_havellur.jpg

Hávellur skelltu sér út í snú- snú, parís, hollí – hú og aðra leiki í góða veðrinu í dag. Þeir sem voru inni léku arkitekta og hönnuðu sín eigin hús. Skoðið fleiri myndir.

slandsmeistarar_006small.jpg

Skáksveit Salaskóla Íslandsmeistari

slandsmeistarar_006small.jpgSkáksveit Salaskóla gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari grunnskólasveita um helgina.

Liðið skipuðu þau Patrekur Maron, Jóhanna, Páll og Eiríkur Örn. Mótið var haldið hér í skólanum og sendi skólinn 8 lið til keppninnar. Lesið meira um Íslandsmeistarana og aðrar sveitir Salaskóla á http://www.skak.blog.is/blog/skak/entry/864852/. Við óskum skákmönnunum okkar, yngri sem eldri, innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

hrossagaukur.jpg

Gleðilegt sumar

hrossagaukur.jpgNemendum og foreldrum eru færðar bestu óskir um gleðilegt sumar með kærri þökk fyrir gott samstarf á skólaárinu sem senn er á enda. Megi sumarkoman verða ykkur öllum til blesssunar. Sumar og vetur frusu saman að þessu sinni og samkvæmt gamalli hjátrú er það góðs viti – er veður snertir.

Starfsfólk Salaskóla

muffins.jpg

Þemadagar

muffins.jpgÞemadagar voru í skólanum þessa vikuna sem senn er á enda, 20.-24. apríl. Þemu eru þess eðlis að reynt er að brjóta upp hefðbundna kennslu og leitast við að nálgast viðgangsefnin á annan hátt. Þemadagarnir hjá yngri nemendum fóru að miklu leyti fram utandyra s.s. með mælingum, útileikjum og náttúruskoðun. En þau eldri voru í óhefbundnum verkefnum svo sem bakstri, leiklist, hlutverkaleikjum og ýmsum verkefnum er tengdist fyrirtækjarekstri. Eitt af verkefnum þemadaga var að tína rusl og fegra í kringum skólann okkar.  Allir stóðu sig með mikilli prýði í sínum verkefnum.
  mlingar13.jpg