Óvissuferð 10. bekkja Salaskóla verður farin þriðjudaginn 2. júní.
Óvissuferð 10. bekkja Salaskóla verður farin þriðjudaginn 2. júní.
Í vikunni komu góðir gestir færandi hendi og færðu nemendum í 1. bekk reiðhjólahjálma að gjöf. Gefendur voru Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi og Eimskip. Þeim eru færðar þakkir fyrir.
Fyrstubekkingarnir voru að vonum afskaplega glaðir með þessa góðu gjöf. Hjúkrunarfæðingur skólans kom svo í bekkina og fræddi nemendur um hvers vegna reiðhjólahjálmar væru nauðsynlegir þegar reiðhjólin færu í notkun. Nemendur fóru með þá góðu fræðslu í farteskinu þegar þeir hjóluðu út í vorið.
Mávarnir voru í tónmennt í dag úti í góða veðrinu. Þau sungu vorlögin af mikilli innlifun við undirleik Ragnheiðar tónmenntakennara og nokkur vel valin Eurovisionlög fengu að fljóta með. Gott að láta sólina verma sig í söngnum. Skoðið fleiri myndir.
Þegar sólin skín úti er eins og allt verði svo miklu auðveldara í skólastarfinu okkar. Bros leikur á vör nemendanna og þráin eftir að fá að hoppa og skoppa verður svo sterk. Allir vilja komast út í góða veðrið. Kennararnir grípa gjarnan tækifærið og færa kennsluna út undir bert loft þar sem sólin vermir allt og alla. Léttleikinn birtist jafnt í lund sem klæðaburði – stelpur og strákar í litríkum bolum og stuttbuxum – sjást skjótast
hjá til að höndla vorið. Já, vorið er víst komið til okkar hér í Salaskóla. Myndin sýnir mávana "hoppa" inn í vorið.
Krummar og kjóar áttu skemmtilegan dag á ylströndinni í Nauthólsvík í dag en þangað fóru þau með kennurunum sínum í strætisvagni í morgun. Góða veðrið lék við krakkana og þau undu sér m.a. við að vaða, sóla sig, sulla í flæðarmálinu og heiti potturinn var vinsæll. Myndirnar segja sína sögu.
Á hverju vori er væntanlegum fyrstubekkingum boðið að koma í skólann og setjast á skólabekk hluta úr degi. Vorskóli þessi fór fram í gær fyrir nemendur sem fæddir eru 2003. Krakkarnir báru sig vel þegar þeir hittu kennarana meðan foreldrarnir skutust á fund með skólastjórnendum. Þau fengu verkefni til að vinna og enduðu á að setja mynd af sér upp á heljarstórt tré á vegg skólans svo allir gætu séð hvað þetta eru flottir krakkar. Við hlökkum afar mikið til að fá þau í skólann næsta haust.
Smellið á lesa meira til þess að sjá fleiri myndir.
Nú er próftafla tilbúin fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Hún verður send í tölvupósti til foreldra en einnig er hægt að opna hana hér til hliðar undir tilkynningum.
Patrekur Maron Magnússon í 10. bekk endurheimti Íslandsmeistartitil í skólaskák með yfirburðum. Íslandsmótið var haldið á Akureyri dagana 30. apríl – 3. maí 2009 og tóku fimm krakkar úr Salaskóla þátt í mótinu, þau Patrekur Maron Magnússon, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Páll Andrasons, Eiríkur Örn Brynjarsson og Birkir Karl Sigurðsson.
Þetta er algjört met, aldrei fyrr hafa jafnmargir krakkar úr sama skólanum náð inn á landsmót einstaklinga í skák. Mesti fjöldi frá sama skóla er 4 keppendur og var það met sett í fyrra af okkar skóla. Krakkarnir okkar stóðu sig vel – það var ekki ein einasta skák auðveld því hér var saman komið úrval þeirra bestu í landinu. Nánari úrslit hér:
Eldri flokkur: 8. til 10 bekkur |
|||
Nr: |
Nafn |
Skóli / landshluti |
vinn |
1 |
Patrekur Maron Magnússon |
Salaskóla |
10,5 |
2 |
Dagur Andri Fridgeirsson |
Reykjavík |
7 |
3 |
Nokkvi Sverrisson |
Vestmannaeyjar |
7 |
4. -7 |
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir |
Salaskóla |
6,5 |
4. -7 |
Hordur Aron Hauksson |
Rimaskóla |
6,5 |
4. -7 |
Svanberg Mar Palsson |
Hafnarfirði |
6,5 |
4. -7 |
Mikael Johann Karlsson |
Akureyri |
6,5 |
8 |
Páll Andrasons |
Salaskóla |
6 |
9 |
Eriíkur Örn Brynjarsson |
Salaskóla |
5 |
10 |
Benedikt Jóhannson |
|
2,5 |
11 |
Hjortur Thor Magnusson |
Norðurland |
1,5 |
12 |
Jakub Szudrawski |
Bolungavík |
0,5 |
Yngri flokkur: 1. til 10 bekkur |
|||
Nr: |
Nafn |
Skóli / landshluti |
vinn |
1 |
Fridrik Thjalfi Stefansson |
Reykjaneskjördæmi |
9 |
2 |
Emil Sigurdarson |
Laugarvatni – Suðurl. |
8,5 |
3 |
Jon Kristinn Thorgeirsson |
Akureyri |
8,5 |
4 |
Dagur Kjartansson |
Reykjavík |
7 |
5 |
Hrund Hauksdottir |
Rimaskóla |
7 |
6 |
Birkir Karl Sigurdsson |
Salaskóla |
6 |
7 |
Dadi Steinn Jonsson |
Vestmannaeyjar |
6 |
8 |
Brynjar Steingrimsson |
Reykjavík |
4,5 |
9 |
Hersteinn Heidarsson |
Akureyri |
4 |
10 |
Hulda Run Finnbogadottir |
Vesturland |
3 |
11 |
Andri Freyr Bjorgvinsson |
Akureyri |
2,5 |
12 |
Hermann Andri Smelt |
Bolungarvík |
0 |
Í myndasafn skólans var að koma safn mynda frá úrslitakeppninni í Skólahreysti sem fram fór 30. apríl síðastliðinn í Laugardalshöll. Eins og menn vita á Salaskóli eitt af bestu liðum landsins í skólahreysti, var í 1. sæti í undanúrslitum í Kópavogi og tók 5. sætið í úrslitakeppninni. Skólahreystiliðið okkar í ár var skipað þeim Valdimar, Tómasi, Glódísi og Tinnu sem eru nemendur í 9. og 10. bekk. Við óskum þeim til hamingju með frækilegan árangur.