Námsskipulag í 6. og 7. bekk skólaárið 2009-2010

Í vetur hefur verið gerð tilraun til að vera með árgangahreinar bekkjardeildir í Salaskóla. Í ljósi reynslu okkar í vetur höfum við í hyggju að breyta svolítið kennsluskipulagi hjá okkur í því skyni að bæta enn frekar námsumhverfið til að nemendur ná góðum árangri í námi.

Breytingarnar ná til elstu bekkjanna, þ.e. frá 6. bekk og upp úr. Á unglingastiginu verða t.d. gerðar breytingar á valgreinum nemenda auk þess sem meira verður kennt í árgangablönduðum námshópum en áður hefur verið gert og þá með það að markmiði að nemendur fái í frekara mæli nám við hæfi en hægt er að gera í árgangabundnum bekkjum. Reynsla okkar af aldursblöndun á miðstigi er góð og í ljósi tilraunar okkar í vetur teljum við að hægt sé að ná betri árangri, bæði námslegum og félagslegum með aldurblönduðum bekkjum á því stigi.

Nemendur sem verða í 6. og 7. bekk næsta vetur eru um 65. Við ætlum að skipta þeim í þrjá námshópa og verða því um 22 nemendur í hverjum þeirra. Hugmyndin er að þróa áfram það kraftmikla og lifandi námssamfélag sem hefur verið á þessu aldursstigi og leggja áfram áherslu á nám við hæfi hvers og eins, metnað, kröfur og góð samskipti og félagatengsl.  

Kennslustofur 6. og 7. bekkja verða á efri hæð í miðhúsi en aðstaðan þar gefur mikla möguleika á fjölbreyttum kennsluháttum.

 

Við óskum eftir góðu samstarfi við foreldra í þessari vinnu okkar. Við erum fús að svara spurningum ykkar varðandi þetta skipulag ef einhverjar eru og biðjum ykkur um að hika ekki við að hafa samband.

Óvissuferð 10. bekkja

Óvissuferð 10. bekkja Salaskóla verður farin þriðjudaginn 2. júní.  Verð fyrir ferðina er 11.500 kr. Greiðslu fyrir ferðina þarf að leggja inn eigi síðar en 1. Júní.  Reikn. 1135 – 05 – 750775, kt:  6706013070. Gott væri að fá að vita sem fyrst ef það eru einhverjir sem komast ekki með.  Foreldrar hafa fengið nánari upplýsingar í tölvupósti, ásamt leyfisbréfi sem þeir þurfa að fylla út og senda í skólann fyrir föstudag. Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi ferðina getið þið haft samband við Hafstein eða Karen s. 824 7076 (karen@vistor.is)

 

Frí á uppstigningardag

Frí er í skólanum á morgun, uppstigningardag, eins og fram kemur á skóladagatali. Skóli verður svo skv. stundaskrá á föstudaginn.  

hjlmar_004web.jpg

Hjálmar á höfuðið

hjlmar_004web.jpgÍ vikunni komu góðir gestir færandi hendi og færðu nemendum í 1. bekk reiðhjólahjálma að gjöf. Gefendur voru Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi og Eimskip. Þeim eru færðar þakkir fyrir. 

Fyrstubekkingarnir voru að vonum afskaplega glaðir með þessa góðu gjöf. Hjúkrunarfæðingur skólans kom svo í bekkina og fræddi nemendur um hvers vegna reiðhjólahjálmar væru nauðsynlegir þegar reiðhjólin færu í notkun. Nemendur fóru með þá góðu fræðslu í farteskinu þegar þeir hjóluðu út í vorið.

tnmennt_004web.jpg

Sungið úti í blíðunni

tnmennt_004web.jpgtnmennt_003web.jpgMávarnir voru í tónmennt í dag úti í góða veðrinu. Þau sungu vorlögin af mikilli innlifun við undirleik Ragnheiðar tónmenntakennara og nokkur vel valin Eurovisionlög fengu að fljóta með. Gott að láta sólina verma sig í söngnum. Skoðið fleiri myndir.  

sl_002web.jpg

Sól og vor í Salaskóla

sl_002web.jpgÞegar sólin skín úti er eins og allt verði svo miklu auðveldara í skólastarfinu okkar. Bros leikur á vör nemendanna og þráin eftir að fá að hoppa og skoppa verður svo sterk.  Allir vilja komast út í góða veðrið. Kennararnir grípa gjarnan tækifærið og færa kennsluna út undir bert loft þar sem sólin vermir allt og alla. Léttleikinn birtist jafnt í lund sem klæðaburði – stelpur og strákar í  litríkum bolum og stuttbuxum – sjást skjótast
hjá til að höndla vorið. Já, vorið er víst komið til okkar hér í Salaskóla.  Myndin sýnir mávana "hoppa" inn í vorið. 

18.05.09_019.jpg

Böðuðu sig í Nauthólsvík

18.05.09_019.jpgKrummar og kjóar áttu skemmtilegan dag á ylströndinni í Nauthólsvík í dag en þangað fóru þau með kennurunum sínum í strætisvagni í morgun. Góða veðrið lék við krakkana og þau undu sér m.a. við að vaða, sóla sig, sulla í flæðarmálinu og heiti potturinn var vinsæll.  Myndirnar segja sína sögu. 

solin.jpg
vorsklinn_001.jpg

Duglegir nemendur í vorskólanum

vorsklinn_001.jpgÁ hverju vori er væntanlegum fyrstubekkingum boðið að koma í skólann og setjast á skólabekk hluta úr degi. Vorskóli þessi fór fram í gær fyrir nemendur sem fæddir eru 2003. Krakkarnir báru sig vel þegar þeir hittu kennarana meðan foreldrarnir skutust á fund með skólastjórnendum. Þau fengu verkefni til að vinna og enduðu á að setja mynd af sér upp á heljarstórt tré á vegg skólans svo allir gætu séð hvað þetta eru flottir krakkar. Við hlökkum afar mikið til að fá þau í skólann næsta haust.

Smellið á lesa meira til þess að sjá fleiri myndir.

vorsklinn_002.jpgvorsklinn_003.jpgvorsklinn_006.jpgvorsklinn_008.jpgvorsklinn_007.jpgvorsklinn_005.jpg

patrekur.jpg

Íslandsmótið í skólaskák 2009

patrekur.jpgPatrekur Maron Magnússon í 10. bekk endurheimti Íslandsmeistartitil í skólaskák með yfirburðum. Íslandsmótið var haldið á Akureyri dagana 30. apríl – 3. maí 2009 og tóku fimm krakkar úr Salaskóla þátt í mótinu, þau Patrekur Maron Magnússon, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Páll Andrasons, Eiríkur Örn Brynjarsson og Birkir Karl Sigurðsson.

 


 

Þetta er algjört met, aldrei fyrr hafa jafnmargir krakkar úr sama skólanum náð inn á landsmót einstaklinga í skák.  Mesti fjöldi frá sama skóla er 4 keppendur og var það met sett í fyrra af okkar skóla. Krakkarnir okkar stóðu sig vel – það var ekki ein einasta skák auðveld því hér var saman komið úrval þeirra bestu í landinu. Nánari úrslit hér:

  Eldri flokkur: 8. til 10 bekkur  
       
Nr: Nafn Skóli / landshluti vinn
1 Patrekur Maron Magnússon Salaskóla 10,5
2 Dagur Andri Fridgeirsson Reykjavík 7
3 Nokkvi  Sverrisson Vestmannaeyjar 7
4. -7 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir Salaskóla 6,5
4. -7 Hordur Aron Hauksson Rimaskóla 6,5
4. -7 Svanberg Mar Palsson Hafnarfirði 6,5
4. -7 Mikael Johann Karlsson Akureyri 6,5
8 Páll Andrasons Salaskóla 6
9 Eriíkur Örn Brynjarsson Salaskóla 5
10 Benedikt Jóhannson   2,5
11 Hjortur Thor Magnusson Norðurland 1,5
12 Jakub Szudrawski Bolungavík 0,5
       
  Yngri flokkur: 1. til 10 bekkur  
       
Nr: Nafn Skóli / landshluti vinn
1 Fridrik Thjalfi Stefansson Reykjaneskjördæmi 9
2 Emil Sigurdarson Laugarvatni – Suðurl. 8,5
3 Jon Kristinn Thorgeirsson Akureyri 8,5
4 Dagur Kjartansson Reykjavík 7
5 Hrund Hauksdottir Rimaskóla 7
6 Birkir Karl Sigurdsson Salaskóla 6
7 Dadi Steinn Jonsson Vestmannaeyjar 6
8 Brynjar Steingrimsson Reykjavík 4,5
9 Hersteinn Heidarsson Akureyri 4
10 Hulda Run Finnbogadottir Vesturland 3
11  Andri Freyr Bjorgvinsson Akureyri 2,5
12 Hermann Andri  Smelt Bolungarvík 0