Nú hafa foreldrar fengið senda könnun á viðhorfum foreldra til skólans. Um netkönnun er að ræða og skiptist hún niður á yngsta stig, miðstig og unglingastig. Við biðjum foreldra um að svara sem fyrst en möguleiki er að svara til og með sunnudagsins 16. maí. Könnunin er nafnlaus og ekki hægt að rekja svörin. Forritið mun af og til senda þeim sem ekki hafa svarað áminningu.
Viðhorfakönnunin er gerð á hverju vori og hún er mikilvægur þáttur í sjálfsmati skólans.

Meðan foreldrarnir skutust á fund með skólastjórnendum fóru krakkarnir inn í skólastofu og leystu verkefni og fengu hressingu á eftir. Öll stóðu þau sig með mikilli prýði og við hlökkum til að hitta þennan föngulega hóp aftur í dag sem er síðari dagur vorskólans. 




Afrakstur þessarar fábæru valgreinar, s.s. húfur, buxur, treyjur og barnateppi, var afhentur Rauða krossinum í dag í textílstofu skólans. Nemendur og kennarar fengu mikið lof fyrir flotta vinnu og góðan hug og fræddust um hvernig slíkar gjafir nýtast. 