Skólasetning 23. ágúst

Nemendur mæta sem hér segir mánudaginn 23.08.:
2., 3. og 4. bekkur kl. 9:00
5., 6. og 7. bekkur kl. 10:00
8., 9. og 10. bekkur kl. 11:00
Kennsla í 2. – 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst.
Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum dagana 23. og 24. ágúst. Kennsla hefst skv. stundaskrá  í 1. bekk miðvikudaginn 25. ágúst.

Dægradvöl opnar þriðjudaginn 24. ágúst en lokainnritun fer fram mánudaginn 23. ágúst.

sklaslit_007.jpg

Útskrift og skólaslit

Í gær, 7. júní, voru tíundubekkingar útskrifaðir frá skólanum við hátíðlega athöfn á sal skólans. Nemendur fengu afhentan vitnisburð sinn ásamt umsögn í gamansömum tóni og góðum framtíðaróskum.
 sklaslit_007.jpg

 

Fulltrúar nemenda fluttu tónlistaratriði og héldu þakkarræðu. Borð svignuðu af góðgæti sem foreldrar komu með í tilefni dagsins. 

Í dag var svo skólanum slitið og fengu nemendur í 5. – 9. bekk einkunnirnar sínar afhentar en yngri nemendur höfðu fengið þær í hendur daginn áður. Þverflautukvintett nemenda við skólann spilaði, skólakórinn tók lagið og svo sungu allir saman "Vertu til er vorið kallar á þig". Vorhátíð foreldrafélagsins hófst svo í beinu framhaldi af skólaslitum þar sem fjörið réð ríkjum og pylsur voru grillaðar ofan í mannskapinn.sklaslit_028.jpg

legorobobo.jpg

Lególiðið farið til Tyrklands

legorobobo.jpgLególið skólans, Robobobo, er komið til Istanbul í Tryrklandi þar sem liðið tekur þátt í Evrópumóti First Lego League. Eins og kunnugt er vann liðið þáttökurétt í Evrópukeppninni eftir frækilega frammistöðu í Legókeppninni sem haldin var á Íslandi í nóvember síðastliðinn. Fylgist með krökkunum á vefsíðunni þeirra þar sem þau setja inn fréttir jafnt og þétt.   

vist2.jpg

Spiladrottningar og kóngar í Salaskóla

vist2.jpgHaldið var meistaramót væntanlegrar unglingadeildar Salaskóla í félagsvist sl. mánudag. Allir krakkar í 7., 8., og 9. bekk voru með og krýndum við spiladrottningu og spilakóng skólans. Mótsstjórar voru Tómas Rasmus og Rúnar Þór Bjarnason. Keppni um spilakóng og spiladrottningu verður framvegis a.m.k. einu sinni á ári og keppa þá nemendur í 7., 8., og 9. bekk um þann titil.

Spiladrottningar Salaskóla 2009-2010 eru
Sigurlaug Inga Guðbjartsdóttir 98 stig
Telma Hrönn Þrastardóttir 92 stig
Selma Líf Hlífarsdóttir 89 stig
Hlín Helgadóttir 89 stig
Selma sigraði Hlín á hlutkesti.

Spilakóngar Salaskóla 2009 – 2010 eru:
Björn Ólafur Björnsson 96 stig
Ólafur Arnar Guðmundsson 93 stig
Birkir Þór Baldursson 92 stig.vist__010.jpg 
 

Skólaslit og vorhátíð

Mánudaginn 7. júní verður útskrift 10. bekkinga kl. 20:00. Þetta er hátíðleg athöfn, hlýleg kveðjustund sem býr til góðar minningar um skólann og krakkana. Foreldrar koma með kökur á hlaðborð.

 

Þriðjudaginn 8. júní verða skólaslit sem hér segir:

 

kl. 11:00 – 8. og 9. bekkur – skólaslitin eru á sal og nemendur fá vitnisburð afhentan. 

 

kl.  12:00 – 5. – 7. bekkur – skólaslitin eru á sal og nemendur fá vitnisburð afhentan. 

 

Kl. 13:00 – 1. – 4. bekkur – skólaslitin eru á sal. Nemendur fá vitnisburð afhentan daginn áður

 

Kl. 14:00 hefst árleg Vorhátíð foreldrafélagsins.

Dægradvölin er opin frá kl. 8:00 og fram að skólaslitum.

nauthlsvksmall_019.jpg

Flórgoðar skemmtu sér á ströndinni

nauthlsvksmall_019.jpg
Nemendur í Flórgoðum áttu góðan dag í Nauthólsvík þegar þeir brugðu sér þangað í strætó með kennurunum sínum einn daginn í síðustu viku. Veðrið lék við krakkana, þeir flatmöguðu í sólinni, busluðu í sjónum og fóru í pottinn. Síðan var grillað ofan í liðið sem mæltist vel fyrir.  Hér eru nokkrar myndir frá velheppnaðri strandferð Flórgoðanna.

gudmundarlundur_005small.jpg

Reiptog í Guðmundarlundi

gudmundarlundur_005small.jpgGóða veðrið kallar á öðruvísi áherslur í skólastarfi eins og dæmin sýna þessa dagana. Nemendur í 6. og 7. bekk tóku fram hjólin sín og reiðhjólahjálmana og hjóluðu með kennurunum sínum í Guðmundarlund í morgun. Veðrið lék við þau allan tímann, farið var í reiptog þar sem stelpur kepptu á móti strákum. Síðan var hoppað og skoppað um víðan völl og allir nutu þess að vera til. Krakkarnir stóðu sig einstaklega vel í ferðinni og allir höfðu gaman af.