Aldursblöndun

Rannsóknir sem gerðar hafa verið á aldursblöndun benda til þess að hún hafi jákvæð áhrif á skólastarf og nemendur. Til þess að örva nemendur enn frekar í námi fer nám þeirra að hluta til í aldursblönduðum hópum. Samkennsla árganga af þessu tagi stuðlar að einstaklingsmiðaðri kennslu auk þess sem hún bætir tengsl milli nemenda, m.a. vegna þess að nemendur kynnast bæði eldri og yngri nemendum og þeir þekkja krakka í öðrum bekkjum en sínum eigin. Það stuðlar að góðum anda og eftirsóknarverðum skólabrag.

Birt í flokknum Fréttir.