Árleg upplestrarkeppni 7. bekkja fór fram í skólanum í morgun. Níu krakkar lásu upp eins vel og þau gátu og freistuðu þess að hreppa hnossið sem er að verða fulltrúar Salaskóla í upplestrarkeppni Kópavogs. Skemmst er frá því að segja að þau höfðu greinilega öll æft sig afskaplega vel fyrir þessa keppni. Dómnefndinni var því vandi á höndum en niðurstaðað hennar var sú að Georg og Stella Líf yrðu fulltrúar skólans í Kópavogskeppninni og Elvar og Aldís til vara. Til hamingju með þetta krakkar og gangi ykkur vel!
Category Archives: Fréttir
Öskudagur 1. – 7. bekkur
Á morgun er öskudagur og eins og venjulega er það svolítið öðruvísi dagur í Salaskóla. Nemendur mæta í grímubúningum í skólann og taka þátt í alls konar skemmtilegum verkefnum.
Nemendur mæta á bilinu 8:10 – 9:00 í skólann. Við gefum þetta svigrúm svo þeir sem þurfa lengri tíma til að koma sér í búninginn geti það. Allir eiga að vera mættir í sínar stofur kl. 9:00. Ávextir eru í nestistímanum eins og venjulega og kl. 11:30 – 12:00 er boðið upp á hamborgara. Ekkert nammi eða nammipokar í skólanum. Skólastarfið er búið kl. 12:00 og þá opnar dægradvölin fyrir þá sem þar eru.
Þungur morgun
Þungt ástanda er í Salaskóla á þessum dásamlega mánudagsmorgni. Talsverð forföll eru í starfsmannahópnum vegna veikinda. Einnig hafa margir átt í erfiðleikum með að komast í skólann og á það bæði við um nemendur og starfsfólk. Við getum ekki haldið uppi allri kennslu vegna þessa. Við sjáum bara til hvernig þetta gengur þegar líður á morguninn.
Þess má geta að það er í gildi gul veðurviðvörun til kl. 15 í dag og þá tekur önnur við.
English and Polish below
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar.
Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun mánudag sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Þó svo veður verði skaplegt á morgun og veðurviðvaranir ekki til staðar, þá mun færð spillast og er mikilvægt að fólk haldi sig heima meðan verið er að ryðja vegi og fólk fylgist vel með upplýsingum, en það er tímafrekt að ryðja húsgötur.
Reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða engu að síður opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda – það er fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum.
Frekari upplýsingar um veðurviðvaranir á síðu Veðurstofunnar.
https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk
The National Commissioner of the police has activated an alert level of risk from the department of Civil Protection and Emergency Management tomorrow, Monday the 7th of February due to dangerous weather conditions.
The meteorological office has issued a red weather warning in Reykjavík, capital region, South Iceland and Faxaflói due to a severe gale or storm and blizzard conditions. This means people should not be outside unless absolutely necessary.
The red weather warning will be lifted as the weather improves in the morning. However, it is expected that roads will be impassable. It is important that people remain at home while roads are being cleared, as road clearing is consuming. People should follow and await information regarding road conditions.
Regular school and after school programs will be cancelled although kindergartens and elementary schools will open with minimal staffing for people who necessarily need day-care for their children – meaning people that tend to emergency services, police officers, fire fighters and rescue team members participating in search and rescue.
More information regarding weather warnings can be found on the Meterological office‘s website:
https://en.vedur.is/alerts/area/rvk
Jutro, dnia 7 lutego, Główny Komendant Policji ogłosił stan wysokiego zagrożenia na obszarze całej Islandii z powodu ekstremalnie złej pogody.
Jutro, w poniedziałek czerwony alert pogodowy będzie obowiązywał na obszarze stołecznym. Oznacza to, że mieszkańcy nie powinni wychodzić z domu, z wyjątkiem sprawach niezbędnych. Jeżeli pogoda jutro okaże się lepsza niż przewidywana, a alert pogodowy nie będzie ogłoszony, warunki jazdy i tak będą ciężkie i dlatego mieszkańcy powinni pozostać w domach do czasu odśnieżenia ulic. Prosimy mieszkańców o monitorowanie informacji, ponieważ odśnieżanie ulic osiedlowych może zająć dużo czasu.
Zajęcia szkolne i pozalekcyjne zostają odwołane. Szkoły i przedszkola będą mimo wszystko otwarte, aby zapewnić opiekę nad dziećmi personelu ratunkowego – czyli służb ratunkowych, policji, straży pożarnej i ochotniczego pogotowia ratunkowego.
Dokładne informacje o alertach pogodowych można znaleźć na stronie Instytutu Meteorologicznego Veðurstofa:
Breyttar reglur um sóttkví í skólum
Nú hafa verið settar nýjar reglur sem taka gildi á miðnætti. Þetta er einfalt. Nemendur sem eru útsettir fyrir smiti í skólanum eða í tómstundastarfi fara hvorki í sóttkví eða smitgát. Þeir sem nú eru í sóttkví og ekki er smit á heimili hjá, geta því mætt í skólann á morgun, miðvikudag. Ef þeir hins vegar eru útsettir fyrir smiti á heimili þá eru þeir í sóttkví og mega ekki mæta í skólann fyrr en sóttkví lýkur. Sjá nánar hér að neðan.
„Sóttkví verður fyrir þá sem eru útsettir á heimili.
Skilyrði sóttkvíar verða óbreytt, þ.e. aðskilnaður frá öðrum í fimm daga og PCR-próf til að losna.
Ef ekki er viðhafður fullur aðskilnaður frá smituðum á heimili lýkur sóttkví með PCR-prófi degi eftir að sá smitaði útskrifast, eins og verið hefur.
Þríbólusettir (smit telur sem ein bólusetning) á heimili fara þó í smitgát í stað sóttkvíar, sbr. að neðan, sem lýkur með PCR-prófi á fimmta degi.
Smitgát verður fyrir þá sem eru útsettir utan heimilis.
Í smitgát skal viðkomandi bera grímu í margmenni og þegar ekki verður hægt að viðhafa tveggja metra nándarreglu, úti sem inni. Forðast skal mannmarga staði og sleppa umgengni við viðkvæma einstaklinga.
Smitgát þarf að viðhafa í fimm daga og ekki þarf sýnatöku til að losna, sbr. þó þríbólusetta sem eru útsettir á heimili.
Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát í þessum tilfellum en þurfa að vera í sóttkví ef smit er á heimili.“
Þetta eru góð tíðindi en við skulum ekki gleyma því að veiran er enn að gera fólki lífið leitt. Ef börn eru með einkenni, ekki senda þau í skólann, farið með þau í PCR próf. Það þurfum við að gera áfram.
Foreldraviðtöl 28. janúar og 11. febrúar
Nk. föstudag, 28. janúar eru foreldraviðtöl í 6. bekk og 8. – 10. bekk. Foreldrar fá boð frá umsjónarkennurum. Nemendur í þessum bekkjum mæta ekki í skólann þennan dag.
Foreldraviðtöl í 1. – 5. bekk og 7. bekk hafa verið flutt til 11. febrúar vegna raskana sem urðu á skólastarfi í haust og janúar vegna covid. Það verður því venjulegur skóladagur hjá þeim 28. janúar en ekki 11. febrúar mæta börnin ekki í skóla en frístundi er opin allan daginn. Nánari upplýsingar síðar.
Samrómur
Lestrarkeppni grunnskólanna er nú formlega hafin. https://samromur.is/grunnskolakeppni2022
Okkur langar til þess að hvetja alla sem vettlingi geta valdið innan stórfjölskyldunnar um að lesa inn nokkrar setningar í nafni skólans til að koma okkur ofar á stigatöflunni. Það mega allir taka þátt eins oft og þeir vilja sama á hvaða aldri viðkomandi er.
Þið takið þátt með því að fara hér inn https://samromur.is/tala og fylgja fyrirmælunum.
Sigurvegari hvers flokks fær vegleg verðlaun frá Elko en hver sigurskóli mun fá Monoprice MP10 Mini þrívíddar prentara og eitt sett af Rasberry Pi 400 tölvu. Einnig verða veitt verðlaun til þriggja skóla sem skara fram úr, en vinna ekki sinn flokk, en hver þeirra mun fá tvö sett af Rasberry Pi 400 tölvum.
Koooooma svoooo- ÁFRAM ÍSLAND og ÁFRAM SALASKÓLI
Lúsíuhátíð 2021
Í Salaskóla hefur verið hefð að vera með Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Barnahópur klæðist í hvíta kirtla og gengur syngjandi með kertaljós um ganga skólans. Stundum hafa um 80 börn tekið þátt. Í aðalhlutverki hafa þá verið 4. bekkingar og Lúsían hefur verið valin úr 7. bekk. Lúsían sjálf er prýdd ljósakransi.
Í ljósi aðstæðna breyttum við hefðinni (annað árið í röð) og 4. bekkur sá alfarið um sönginn, búningana og kertin. Við ákváðum að breyta aðeins hátíðinni í ár og bæta við fleiri söngatriðum inn fyrst við vorum nú að hafa fyrir því að stilla öllum tækjum og tólum upp.
Þessa fallegu jólastund sáu 10.bekkur um í þemavinnu.Þau sáu um allt skipulag, upptökur, skreytingar, að finna skemmtiatriði og að lokum streyma inn í allar stofur skólans. Úr varð þessi fallega og friðsæla stund í morgunsárið. Stöð tvö þarf að fara vara sig.
Hér má sjá myndbandið : https://www.youtube.com/watch?v=TzxxnI33vpE
Og nokkrar myndir frá hátíðinni