Meistaramót Salaskóla

Meistaramót Salaskóla í skák 2020 fer fram fimmtudaginn 21.maí (uppstigningardagur) í Stúkunni við Kópavogsvöll. Tefldar verða sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími verður 8+2 mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Taflið hefst kl. 17.30 og ætti að vera lokið um kl. 20.Veitt verða verðlaun fyrir þrjá efstu einstaklinga í 1-4 bekk,5-7 bekk og 8-10 bekk sem og í öllum skólanum.

Þeir einstaklingar sem standa sig best á mótinu hljóta rétt til þátttöku á Íslandsmóti barna- og grunnskólasveita sem fer fram helgina 23-24 maí og keppa þar fyrir hönd skólans um að komast á Norðurlandamót barnaskólasveita sem fyrirhugað er að fari fram í Danmörku í október nk. Skráning og nánari upplýsingar um skólamótið: https://docs.google.com/forms/d/10Bs-EKp26aSwrFFx-dZ90LENfqGGBjMG03L4YHh8BgA/edit

Vegna þess hve skólastarf hefur orðið fyrir miklum truflunum undanfarnar vikur er mótið sett á skólafrídag og foreldrar þurfa því að sjá um að koma börnunum á mótið og svo heim aftur.

Verkfalli aflýst

Verkfalli Eflingar hefur verið aflýst og venjulegt skólastarf hefst kl. 8:10 í dag skv. stundaskrá. Nemendur þurfa að mæta með morgunnesti áfram vegna sóttvarna.

Samrómur – sigrar Salaskóli?

Samrómur er heiti samvinnuverkefnis sem snýr að því að safna röddum Íslendinga til að búa til opið gagnasafn fyrir notkun á íslensku í upplýsingatækni. Verkefninu var hleypt af stokkunum þann 16. október síðastliðinn og til að byrja með snerist átakið um söfnun raddsýna frá fullorðnum einstaklingum.

Tilvera íslenskrar tungu stendur hins vegar og fellur með því að börn og unglingar noti tungumálið. Það þarf að tryggja að tæknin skilji einnig raddir barna og unglinga, sem nú tala við flest sín tæki á ensku, en raddir barna og unglinga eru afar frábrugðnar röddum fullorðinna. Því hefur verið sett af stað lestrarkeppni grunnskóla þar sem keppt er um fjölda setninga sem nemendur lesa inn og að sjálfsögðu ætlar Salaskóli að taka þátt.

Hér má sjá Guðna forseta segja frá keppninni og hvernig hægt er að taka þátt. Ævar vísindamaður er að sjálfsögðu vinur Samróms enda snýr Samrómur að tölvuvísindum. Hann hvetur hér alla grunnskólanemendur til dáða í lestrarkeppninni.

Takið þátt, ferlið er einfalt og mjög fljótlegt. 

  1. Farið inn á vefsíðu verkefnisins samromur.is.

  2. Smellið á “Tala”.

  3. Setjið inn aldur, kyn og veljið Salaskóla undir “Lestrarkeppni”.

  4. Ýtið á “Áfram”.

  5. Ýtið á míkrafóninn og lesið setninguna sem birtist á skjánum. Í upphafi fáið þið fimm setningar en hægt er að lesa aftur inn og þá er hægt að velja fjölda setninga.

Staða keppninnar er síðan birt jafnóðum á stigatöflu sem er aðgengileg inni á síðunni. Við hvetjum nemendur, foreldra, systkini og starfsmenn til þess að lesa inn fyrir Salaskóla og telst hver lesin setning vera stig fyrir skólann. Þetta getur nýst börnum sem góð æfing í lestri, sér í lagi þar sem hægt er að hlusta á sína eigin upptöku og meta hvort hún hafi verið rétt lesin. Guðni Th. Jóhannesson forseti mun veita sigurskólunum viðurkenningar en keppnin stendur til 10. maí.

Ljáðu íslenskri tungu rödd þína. Það er á okkar valdi að alltaf megi finna svar á íslensku.

Hvaða skóli les mest?Lestrarkeppni grunnskóla fer fram á Samrómur.is en þar er keppt um fjölda setninga sem nemendur, kennarar og foreldrar lesa inn. Hérna segir Guðni forseti frá keppninni og hvernig þú getur tekið þátt. #gerumeinsogguðni

Posted by Samrómur on Fimmtudagur, 16. apríl 2020

Guðni Th. forseti segir frá grunnskólakeppninni og hvernig hægt er að taka þátt. #gerumeinsogguðni

COVID-19 og unga fólkið.

Sérstakur umræðuþáttur um COVID-19 helgaður börnum og ungmennum. Fá tækifæri til að leggja spurningar fyrir framlínufólkið
Næstkomandi þriðjudagskvöld fá börn og ungmenni orðið í sérstökum umræðuþætti um COVID-19 þar sem framlínan, ráðamenn og sérfræðingar svara þeirra spurningum og vangaveltum.
Viðmælendur í þættinum verða sem fyrr Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
En ólíkt fyrri umræðuþáttum um COVID-19 faraldurinn og öðrum þeim fjölmörgu viðtölum sem þessir forvígismenn hafa veitt munu allar spurningar í þessum sérstaka umræðuþætti koma frá unga fólkinu. Þannig gefst þeim færi á að senda inn spurningar sem fyrr í gegnum fyrirspurnarhnapp á ruv.is eða í gegnum netfangið covid19@ruv.is
Einnig gefst unga fólkinu færi á að bera upp lifandi spurningar með því að senda myndskilaboð, t.a.m. í gegnum WeTransfer á sama netfang, covid19@ruv.is
Auk áðurnefndra viðmælenda munu svo Salvör Nordal umboðsmaður barna og Margrét Birna Þórarinsdóttir barnasálfræðingur einnig svara aðkallandi spurningum frá unga fólkinu okkar, eftir því sem við á, spurningum sem snúa ekki hvað síst að stöðu þeirra og líðan við þær aðstæður sem nú ríkja og þau þurfa að læra að fóta sig í, hin óvenjulega samfélagsmynd sem blasir við þeim og allar þessar nýju og framandi áskoranirnar sem þau þurfa að takast á við.
COVID-19 þáttur unga fólksins verður á dagskrá RÚV þriðjudaginn 7. apríl kl. 19.35. Umsjónarmenn þáttarins verða Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Hafsteinn Vilhelmsson verkefnastjóri UngRúv.

VERTU MEÐ Í LANDSLIÐINU Í LESTRI – VIÐ SETJUM HEIMSMET Í APRÍL

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypti um mánaðarmótin af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður.

Lestur er sérstaklega mikilvægur fyrir börn, enda ræðst námsárangur barna að stórum hluta af lesskilningi sem eykst með auknum lestri. Lestur veitir fullorðnum örvandi hvíld frá amstri og áhyggjum dagsins og með lestri aukum við saman veg íslenskrar tungu. Orðaforði eykst, nýjar hugmyndir kvikna, skilningur á lesmáli batnar og þannig skilningur á heiminum öllum. Þá styður aukinn lestur við skapandi störf rithöfunda og þýðenda. Því meira sem við lesum því betra!

Lestrarverkefnið kallast Tími til að lesa. Heitið er dregið af aðstæðunum sem nú eru uppi, þar sem margir hafa meiri tíma en áður til að lesa og þörfin fyrir hugarleikfimi hefur sjaldan verið meiri. Árangurinn er mældur í tíma, þar sem Íslendingar eru hvattir til að skrá allan sinn lestur á vefsíðunni timitiladlesa.is. Þar geta þátttakendur líka fylgst með sameiginlegum lestri þjóðarinnar frá degi til dags. Á næstu fjórum vikum munu þar safnast upp ýmsar upplýsingar um lestur, hugmyndir að lesefni fyrir ólíka aldurshópa, hvatningarmyndbönd frá rithöfundum og öðrum sem segja okkur hvað og hvar þeim finnst gaman að lesa.

Verkefnið mun standa til 30. apríl og að því loknu munum við freista þess að fá afraksturinn skráðan í Heimsmetabók Guinness. Slíkt hefur ekki verið gert áður og því yrði hér um að ræða fyrsta heimsmet sinnar tegundar. Metið gæti orðið viðmið annarra þjóða, eða okkar sjálfra til að bæta með tíð og tíma.

Umgjörð og útlit verkefnisins tekur mið af markmiðinu, þar sem ætlunin er að virkja keppnisskap þjóðarinnar. Merki verkefnisins svipar til merkja íþróttafélaga, keppnistreyjur verða veittar heppnum þátttakendum í lok verkefnisins og leitað verður samstarfs víða til að virkja sem flesta. Ef vel tekst til, gæti verkefnið orðið góður vitnisburður bókaþjóðarinnar Íslendinga um allan heim.

https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=e5cf150d-33a7-11e6-80c7-005056bc217f&newsid=d7c41c37-73e6-11ea-9464-005056bc4d74

Þjónustugjöld vegna leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila

Bæjarráð hefur samþykkt neðangreinda tillögu um leiðréttingar á þjónustugjöldum.

(enska og pólska fyrir neðan, english & polski below) 

Þjónustugjöld vegna leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.

– Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla fellur niður eða skerðist vegna
verkfalls, samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum
sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi
við hlutfall skerðingarinnar.

– Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda
verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, t.a.m.
með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum
heima ef kostur er á hið sama við.

– Ofangreint nær til þjónustugjalda leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.

– Ákvörðunin er tímabundin og gildir til loka maí. Endurskoðun fer fram að teknu tilliti
til aðstæðna og verður fyrirkomulagið auglýst að nýju eigi síðar en 15.maí n.k.“

Framkvæmd leiðréttinga:

Frístund: Leiðréttingar vegna mars koma til lækkunar á reikningi 1. apríl vegna frístundar. Leiðréttingar vegna apríl munu koma til lækkunar á reikningi 1. maí.

Mötuneyti: Vegna tímabundinnar lokunar mötuneytis verður ekki innheimt fyrir mötuneyti 1.apríl. Leiðréttingar munu koma fram á reikningi 1. maí.

Service fees for preschools, compulsory schools and after school centres

In instances where the services of preschools, compulsory schools and after schools centres are postponed because of strikes, assembly restrictions, illness or quarantine of employees or other comparable reasons, service fees will be corrected according to the period of postponed service.

In instances where children cannot use the service because of quarantine or illness, service fees will be corrected accordingly. If parents choose not to use services because of the instructions of the authorites the same applies.

The above is about service fees of preschools, compulsory schools and after school centres.

The decision is temporary and valid until the end of May. It will be reviewed according to the circumstances. A new decision will be advertised not later than May 15 2020.

Opłaty za usługi w przedszkolach, szkołach podstawowych i świetlicach.

 W przypadku, gdy usługi szkolne i przedszkolne nie są świadczone lub musiały zostać ograniczone z powodu strajku, zakazu zgromadzeń, choroby lub kwarantanny pracowników lub innych związanych z zaistniałą sytuacją powodów, opłata za dane usługi zostanie skorygowana o % zaistniałego ograniczenia.

W przypadkach, gdy dzieci nie mogą korzystać z danej usługi z powodu kwarantanny lub choroby, opłata zostanie skorygowana. Stosowana jest ta sama zasada, jeżeli rodzice lub opiekunowie rezygnują z korzystania z usług z powodu zaleceń władz o tym, aby dzieci zostały w domu w takim stopniu w jakim jest to możliwe.

Wyżej wymienione zasady dotyczą opłat za usługi w przedszkolach, szkołach podstawowych i świetlicach.

Postanowienie to jest tymczasowe i obowiązuje do końca maja. Będzie ono zrewidowane zgodnie z okolicznościami, a nowe postanowienia zostaną ogłoszone nie później niż 15 maja.

 

Vefsíða fyrir fjarkennslu

Við erum búin að setja upp sérstaka síðu með nauðsynlegum upplýsingum fyrir ykkur nú meðan á samkomubanni stendur og skólastarf er skert. Við setjum inn skipulag skólastarfsins, svör við spurningum sem við höfum fengið, ábendingar um gott og gagnlegt efni o.s.frv.

Hér er tengill á síðuna: bit.ly/salafjarkennsla

Síðan er í stöðugri uppfærslu og erum við enn að vinna í því að setja inn á hana.

Fylgist vel með síðunni.

Netskák

Kópavogsbær hefur blásið til sóknar í skákinni. Boðið verður uppá netskákmót fyrir alla krakka á grunnskólaaldri nokkrum sinnum í viku á meðan aðrar íþróttir/tómstundir hjá nemendum liggja niðri.  Hafa nú þegar um 50 nemendur skráð sig í hópinn.

Hér eru skrefin sem þarf að fara í gegnum til þess að taka þátt (mjög einfalt):

Búa til aðgang á www.chess.com (frítt)

Gerast meðlimur í hópnum „Kópavogur- skólar“  https://www.chess.com/club/kopavogur-skolar

Skrá sig á mótin sem hægt er að gera allt að 60 mínútum áður en þau hefjast.

Næstu mót verða síðan auglýst á forsíðu hópsins inni á chess.com

Dagskrá þessa vikuna:

Fimmtudagsmót 15:30-16:30: https://www.chess.com/live#r=173296

Laugardagsmót 11:00-12:00: https://www.chess.com/live#r=173302

Skólanetskákmót Íslands 29. mars 17:00  (með öllum skólum á landinu) leiðbeiningar hér:  https://www.chess.com/club/skolanetskak

Dear parents; feeling guilty is not an option these days.

When the ban of social gathering became a fact we planned that grades 1 -5 would attend school up to a point but thas not happened yet. Nevertheless, parents have recieved information from our teachers about what can be done at home.
Some teachers in grades 1 – 5 have for the last days used distance teaching, Seesaw for an example, and some students have even had lessons in home economics.
We assumed that students in grades 6 – 10 would not attend school very often but work more from home. There is so much going on in their studies. The physical training instructors have been teaching via the Internet. Students work on various subjects and use various ways to communicate. For example there was a Yoga Nidra class last Thursday. Teachers have had meetings and offered their students to reach out to them. Some of them have done that and sometimes when they have just woke up and still in their pyjamas.
Some of the teachers who specialize in remedial teaching have reached out to their students and also the teachers who teach Icelandic as a second language.
We have to keep in mind that circumstances vary in our group of staff. Some are ill, some are taking care of sick family members. Some are doing everything they can to protect their family members who are at risk.
Both kindergartens and elementary schools have either been closed or operating with limitations. People with young children are busy taking care of them.
Not everyone can work from home relentlessly and some just can‘t.
I would like to tell you as well that many families are struggling. Quite a few parents contacted me yesterday. People are doing what they can to work from home and take care of their children at the same time. They fear what will happen in the near future and whether or not they will lose their job etc.
Many are under so much pressure and rely on their older children to look after younger siblings. That enables parents to focus on their jobs up to a point.
We who work in Salaskóli keep this in mind when we give our older students new assignments to do.
Many parents experience guilt and worry that they are not doing their best these days. They fear that their children are not learning enough and question their ability to do what they need to do.
To these parents I want to say that feeling guilty is not an option these days.
Don´t hesitate to contact the school administrators if you have any questions.
We should all try to relax and take good care of ourselves.