Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson heimsóttu krakkana í 6. og 7. bekk og sögðu frá bókum sem þau hafa skrifað. Einnig ræddu þau um hvernig allir geta byrjað að skrifa á hvaða aldri sem þeir eru því að skriftir sé leikur þar sem blanda má öllu saman. Auk þessu sýndu þau fram á að myndir og orð fæða oft af sér sögu. Krakkarnir fylgdust með innleggi þeirra af áhuga og spurðu margra spurninga sem tengdust efninu.
Category Archives: Fréttir
Verðlaunaafhending fyrir fjölgreindaleika
Verðlaunaafhending fyrir Fjölgreindaleika Salaskóla fór fram, 27. október á sal skólans Íþróttakennarar lögðu áherslu á að í raun og veru væru allir sigurvegarar á fjölgreindaleikunum því svo einstaklega vel þóttu nemendur standa sig, yngri sem eldri. Öll liðin fengu stig fyrir unnin störf og veitt voru sérstök verðlaun fyrir þrjú efstu liðin sem hlutu flest stig. Í 1. sæti var lið nr. 38 – Stjörnurnar. Fyrirliðar voru: Hlín (Krummum), Klara Marlín (Lómum) og Salný Vala (Lómum). Í liðinu voru: Sigurður Gylfi (Lóum), Katla (Teistum), Sara Hlín (Lundum), Hildur (Súlum), Helga (Fálkum), Hlynur (Maríuerlum) og Emil Grettir (Glókollum).
Í 2. sæti var lið nr. 6 – Súkkulaðistjarnan. Fyrirliðar voru Gilbert (Smyrlum) og Líney (Kjóum). Í liðinu voru: Hákon (Lóum), Guðbjörg (Fálkum), Pétur (Störum), Rebekka (Sendlingum), Sigríður Sól (Glókollum), Stefanía (Álftumum), Egill (Lundum), Jóhanna (Stelkum), Una (Súlum) og Bjarni (Maríuerlum).
Í 3. sæti var lið nr. 7 – Besti flokkurinn. Fyrirliðar voru Guðmundur Tómas (Smyrlum) og Svanhildur (Kjóum). Í liðinu voru Ágúst (Lóum), Ágúst (Fálkum), Daníel Snær (Störum), Arnaldur (Glókollum), Þórarinn (Sendlingum), Birkir (Álftum), Rebekka (Súlum), Elvar (Lundum , Markús (Stelkum) og Katla (Maríuerlum).
Þrír fyrirliðar voru nefndir sem þóttu skara framúr en það voru þau Bjartur Guðjónsson, Freyja Aðalsteinsdóttir og Steinunn Ýr Hilmarsdóttir.
Hér eru Myndir frá verðlaunaafhendingu en einnig voru um leið veitt viðurkenningarskjöl fyrir Norræna skólahlaupið sem fór nýlega fram. Meðfylgjandi mynd er af liðinu sem varð í fyrsta sæti.
Ávextir í 1. – 5. bekk
199 foreldrar svöruðu könnun okkar um ávextina. Niðurstöður voru þær að 158 kváðust vilja að skólinn sæi um ávextina gegn 30 kr. greiðslu frá foreldrum á dag. 41 sagðist fremur vilja senda börn sín með nesti.
Við höfum því ákveðið að bjóða foreldrum nemenda í 1. – 5. bekk að kaupa ávexti í áskrift fyrir 30 kr. á dag.
Til að einfalda okkur vinnuna biðjum við þá sem ætla ekki að vera í ávaxtaáskrift að láta okkur vita með því að senda okkur tölvupóst á ritari@salaskoli.is eða svara þessum tölvupósti. Við gerum ráð fyrir að þeir sem láta okkur ekki vita, ætli að kaupa áskrift. Mikilvægt er þeir sem ekki ætla að vera með svari strax og eigi síðar en fimmtudaginn 21. október.
Skáldkonur í heimsókn
Skáldkonurnar Vilborg Davíðsdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir komu í heimsókn í skólann í morgun og hittu nemendur í 9. og 10. bekk. Þær sögðu frá textum í ljóðum sínum og skáldsögum og hvernig þeir kvikna og verða til.
Þær sýndu fram á að allir geta tjáð sig í skrifum og hvöttu nemendur til skapandi hugsunar og skrifa. Vilborg hefur m.a. skrifað Korku sögu og Auði og bækur Sigurbjargar eru t.d. Sólar saga og Blysfarir. Það er alltaf fengur af heimsókn sem þessari og gaman að sjá hve nemendur okkar voru áhugasamir um efnið.
Fræðst um fjöruna
Krakkarnir í 5. bekk hafa verið að læra um fjöruna undanfarnar vikur. Þeir eru búnir að fara og skoða Sjóminjasafnið Víkina og síðan var fjaran í Kópavoginum skoðuð. Í framhaldi eru krakkarnir að vinna ýmiss verkefni um fjöruna. Myndir úr ferðinni eru inni á myndasafni skólans.
Myndir frá fjölgreindaleikum
Myndir frá fjölgreindaleikunum 29. – 30. sept. eru komnar inn á myndasafn skólans. Skoðið hér.
Foreldraviðtalsdagur
Á mánudaginn er foreldraviðtalsdagur í Salaskóla eins og kemur fram á skóladagatali og umsjónarkennarar hafa upplýst um. Þá ræða kennarar við sérhvern nemanda og foreldra hans um gengi í náminu og það sem mikilvægt er að gera á næstu mánuðum. Foreldrar geta líka hitt sérgreinakennara og rætt við þá.
Enginn skóli er að öðru leyti þennan dag en dægradvölin er opin frá kl. 8:10 – 17:15. Þeir sem ekki eru í dægradvöl geta fengið að vera þar til 13:30 gegn gjaldi en mikilvægt að foreldrar tilkynni okkur það með því að senda póst á egg@kopavogur.is