Útskrift 10. bekkinga

Útskrift nemenda í 10. bekk í Salaskóla fer fram við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 1. júní kl. 20:00. Tónlistarmenn úr röðum 10. bekkinga flytja tónlistaratriði og fulltrúar nemenda flytja ávörp. Að lokinni athöfn bjóða foreldrar upp á kaffi og kökur.

Foreldrar mæta með nemendum og afar og ömmur eru einnig velkomin.

Rakettursm

Hviss og búmmm….

Rakettursm
Krakkarnir í 9 og 10 bekk hönnuðu þurrísrakettur í eðlisfræðitíma hjá Tómasi í dag og skutu þeim upp í  himininn. Hæstu geimskotin náðu um 10 metrum upp frá jörðinni og tókst því að yfirvinna þyngdarafl jarðar í smá stund. Eldsneytið á flaugarnar var venjulegt kranavatn og þurrís. Myndir frá þessum atburði er að finna í myndasafni skólans.

Afmælisgjöf

Salaskóli fékk góða afmælisgjöf sl. föstudag. Það er upplýsingaskjár og kerfi sem gerir okkur mögulegt að láta ýmsar upplýsingar, hrós, fréttir og hvatningu rúlla á skjá í anddyri skólans. Við erum nú að gera það klárt til daglegrar notkunar á næsta mánudag verður það tekið í fulla notkun. Við viljum þakka gefendum en þeir eru: Foreldrafélagið, Skólanefnd Kópavogs, Fiskiprinsinn, Penninn, Prenttækni, Byr, Þykkvabæjar, Ekran, Reynir bakari og fleiri.

afmaeli

Góður dagur

afmaeli
Haldið var upp á 10 ára afmæli skólans síðastliðinn föstudag, 13. maí. Skólinn var fallega skreyttur með blöðrum og myndverkum nemenda. Tekið var á móti afmæligestum í aðalanddyri skólans kl. 12:00 með fallegum söng skólakórs Salaskóla. Síðan léku nemendur í tónlistarnámi á fiðlur, þverflautur, gítara og fleiri hljóðfæri í anddyrinu á meðan gestir skoðuðu sig um í skólanum. Afrakstur starfsins var sýndur í skólastofum og á göngum og verkgreinastofur voru með sýningar á verkum nemenda. Boðið var upp á kaffi og afmæliköku á þremur stöðum í skólanum sem elstu nemendur skólans sáu um. Stemmningin var mikil og foreldrar, sytkini, ömmur og afar mættu afar vel til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Takk fyrir komuna!(smellið á linkinn)

voskoli

Vorskólinn tókst vel

voskoli
Á dögunum komu verðandi fyrstubekkingar í heimsókn í skólann ásamt foreldrum sínum. Þau voru kátt og glöð og hvergi bangin við að setjast á skólabekk og fást við ýmis verkefni. Vorskólinn er í tvo daga í senn og markmiðið með honum er að nemendur og foreldrar heimsæki skólann, fái að skoða aðtæður, kynnist kennurunum og nálgist ákveðnar upplýsingar fyrir næsta skólaár.