Category Archives: Fréttir
Nemendur streyma í skólann
Nemendur fóru að sreyma í skólann í morgun til þess að hitta umsjónarkennarann sinn, skólafélagana og fá stundaskrána í hendur. Krakkarnir voru hressir og glaðlegir að sjá eftir gott sumarfrí, eftirvæntingin skein úr andlitunum en það bar á feimni hjá einstaka nemanda eins og ofureðlilegt er. Foreldrar koma gjarnan með krökkunum í skólann fyrsta daginn. Skólinn hefst svo samkvæmt stundaskrá á morgun, þriðjudag, en fyrstubekkingar mæta ekki í skólann fyrr en á miðvikudaginn. Myndir.
Starfsfólk skólans á námskeiði
Allt starfsfólk Salaskóla sótti námskeið í dag til að læra meira um uppbyggingarstefnuna Uppeldi til ábyrgðar – Uppbygging sjálfsaga (Restitution – Self Discipline). En eins og nafnið bendir til er það aðferð við að kenna börnum og unglingum sjálfsstjórn og sjálfsaga. Unnið hefur verið eftir þessum aðferðum í Salaskóla að undanförnu. Fyrirlesari var Cindy Lévesque sem kemur frá Kanada og hefur mikla reynslu af að nýta þessar aðferðir í skólastarfi. Námskeiðið þótti mjög gagnlegt og þangað er hægt að sækja mikið af góðum hugmyndum fyrir væntanlegt vetrarstarf.
Skólasetning
Salaskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst. Nemendur mæta sem hér segir:
2., 3. og 4. bekkir kl. 9:00
5., 6. og 7. bekkur kl. 10:00
8., 9. og 10. bekkur kl. 11:00
Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum dagana 22. og 23. ágúst. Kennsla skv. stundaskrá hefst í 1. bekk miðvikudaginn 24. ágúst. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst.
Video
bo_videojs width=[640] height=[264] autoplay=[true] loop=[true] video_mp4=[http://video-js.zencoder.com/oceans-clip.mp4] video_webm=[http://video-js.zencoder.com/oceans-clip.webm] video_ogg=[http://video-js.zencoder.com/oceans-clip.ogg] flash=[http://video-js.zencoder.com/oceans-clip.mp4] image=[http://video-js.zencoder.com/oceans-clip.png]