skolasetn

Nemendur streyma í skólann

Nemendur fóru að sreyma í skólann í morgun til þess að hitta umsjónarkennarann sinn, skólafélagana og fá stundaskrána í hendur. Krakkarnir voru hressir og glaðlegir að sjá eftir gott sumarfrí, eftirvæntingin skein úr andlitunum en það bar á feimni hjá einstaka nemanda eins og ofureðlilegt er. Foreldrar koma gjarnan með krökkunum í skólann fyrsta daginn. Skólinn hefst svo samkvæmt stundaskrá á morgun, þriðjudag, en fyrstubekkingar mæta ekki í skólann fyrr en á miðvikudaginn. Myndir.skolasetn

skolasetn2dsc00307

restitution

Starfsfólk skólans á námskeiði

restitution

Allt starfsfólk Salaskóla sótti námskeið í dag til að læra meira um uppbyggingarstefnuna Uppeldi til ábyrgðarUppbygging sjálfsaga (Restitution – Self Discipline). En eins og nafnið bendir til er það aðferð við að kenna börnum og unglingum sjálfsstjórn og sjálfsaga. Unnið hefur verið eftir þessum aðferðum í Salaskóla að undanförnu. Fyrirlesari var Cindy Lévesque sem kemur frá Kanada og hefur mikla reynslu af að nýta þessar aðferðir í skólastarfi. Námskeiðið þótti mjög gagnlegt og þangað er hægt að sækja mikið af góðum hugmyndum fyrir væntanlegt vetrarstarf.

Skólasetning

Salaskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst. Nemendur mæta sem hér segir:

2., 3. og 4. bekkir kl. 9:00

5., 6. og 7. bekkur kl. 10:00

8., 9. og 10. bekkur kl. 11:00

Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum dagana 22. og 23. ágúst. Kennsla skv. stundaskrá hefst í 1. bekk miðvikudaginn 24. ágúst. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst.

Sumarleyfi

Skrifstofa Salaskóla er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 16. júní. Opnar aftur mánudaginn 8. ágúst.

 

myndasafn

Nýtt efni í myndasafninu

myndasafnVekjum athygli á að inni á myndasafni skólans er mikið af nýjum myndaalbúmum sem sýna vetrarstarfið í bekkjunum, vorferðir, útskrift  o. fl. Góða skemmtun!

Skólaslit og vorhátíð

Salaskóla verður slitið mánudaginn 6. júní kl. 13:00. Nemendur mæta í sínar kennslustofur og ganga þaðan í hátíðarsal skólans, Klettagjá, þar sem skólanum verður slitið. Að loknum skólaslitum hefst vorhátíð foreldrafélagsins og þar verður mikið húllumhæ og boðið upp á grillaðar pylsur að venju. Nemendur eiga ekki að mæta í skólann fyrr en kl. 13:00 þennan dag, en dægradvölin er opin frá kl. 8:00 og fram að skólaslitum.