pusl

Stóra trambólínið er svo skemmtilegt

pusl
Fréttasnápur GREINDARLEGRA FRÉTTA hitti nokkra krakka á púslstöðinni snemma morguns. Þau voru hress og kát og er þau voru innt eftir því hvað væri skemmtilegasta stöðin á fjölgreindaleikunum hingað til nefndu þau nokkur stóra trambólínið. Ein stelpan sagði þó að kaðlaklifrið vera nokkuð skemmtilegt en maður þyrfti að passa sig að „brenna sig“ ekki á fótunum á leiðinni niður kaðalinn. Þau héldu svo áfram að púsla af krafti og létu ekki trufla sig lengur við spjall.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .