Bronslii_jpg_format

Salaskóli tók bronsið

Bronslii_jpg_formatSalaskóli tók bronsið í sveitakeppni stúlkna sl. laugardag. Stelpurnar úr Salaskóla á sigurbraut í skákinni.
Þær Hildur Berglind Jóhannsdóttir 7. b., Guðbjörg Lilja Svavarsdóttir 8. b., Rebekka Ósk Svavarsdóttir 7.b., Rakel Eyþórsdóttir 8. b. og Mai Pharita Khamsom 8. b. kepptu fyrir hönd Salaskóla á mjög sterku stúlknamóti sl. laugardag. Þær sigruðu 5 skóla af 7 sem þær kepptu við og hrepptu bronsið af öryggi. Ath. Þær voru að keppa við margar þrautþjálfaðar skákstúlkur.
Nánari úrslit á vefsíðunni: http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1221277/

Morgunkaffi í 1. – 7. bekk

Nú höfum við boðið foreldrum allra nemenda í 1. – 7. bekk í morgunkaffi. Samtals mættu tæplega fimmhundruð foreldrar og sötruðu með okkur kaffisopa í morgunsárið. Foreldrar 76% barna í þessum bekkjum mættu að meðaltali og var mæting mun betri í yngri bekkjunum en þeim eldri. Foreldrar stara og stelka mættu hlutfallslega best, en þar voru 95% foreldra mætt. Fjölmennustu fundirnir voru í sendlingum og stelkum, 26 foreldrar voru á hvorum fundi. Á þessum fundum bar ýmislegt á góma og umræður voru góðar og ganglegar fyrir okkur. Það er mikilvægt fyrir okkur skólastjórnendur að eiga þessi samskipti við foreldra.

Foreldrar settu niður á blað það sem þeim finnst gott í starfi skólans og það sem má bæta. Almenn ánægja var með kennara og kennslu. Einnig voru margir sem nefndu góða sérkennslu. Upplýsingaflæði frá skóla til foreldra þykir gott sem og samstarf skólans við foreldra. Þá nefndu margir viðmót starfsfólks skólans, gott andrúmsloft og hversu vel og hratt er tekið á málum. Reyndar voru einnig einhverjir sem töldu mál vinnast of hægt. Dægradvölin fékk mjög góða einkunn hjá foreldrum og margir hrósuðu starfinu þar. Fleira sem var nefnt og ánægja er með er samvinna við tónlistarskóla, skákstarfið, kórinn, samsöngurinn, fjölgreindaleikarnir, maturinn og umhverfi skólans. Þá virtust foreldrar nemenda í 5. bekk almennt ánægðir hvernig tiltókst með uppstokkun á þeim bekkjum.

Það sem oftast bar á góma að mætti bæta var fataklefinn en þar eru snagar og hillur of hátt uppi. Það er nú verið að laga og á næstu dögum verða snagar og hillur komin í rétta hæð fyrir litla krakka. Nokkrir nefndu að skólalóðin væri tómleg og mætti bæta. Sumir nefndu tíð kennaraskipti sem ókost og það að hafa sundið eftir að skóla lýkur. Einnig kom fram að bæta mætti gæsluna í útivistinni eða skerpa á henni. Hjá einhverjum kom fram óánægja með matinn, en eins og kemur fram að ofan kom líka mikil ánægja fram með hann. Þá var talsvert nefnt að betra skipulag mætti vera á óskilafatnaði.

Fjölmargar góðar ábendingar komu fram sem við tökum til skoðunar og einnig notuðu margir tækifærið til að hrósa ákveðnum starfsmönnum. Hrósinu munum við koma til skila.

Við þökkum ykkur foreldrum fyrir góða mætingu í morgunkaffið og ykkar innlegg í að bæta skólann okkar.

skak2012_jan

Úrslit miðstigs og meistaramót á næstunni

skak2012_jan
Nú liggja úrslitin úr meistarakeppni Salaskóla í skák á miðstigi fyrir. Alls kepptu 63 nemendur á miðstigi að þessu sinni. Sigurvegari miðstigs var Hilmir Freyr Heimisson í öðru sæti var Hildur Berglind Jóhannsdóttir. Heildarúrslit er hægt að sjá hér ásamt myndum. Nú er lokið undanrásum úr þremur aldurshólfum í meistaramóti Salaskóla í  skák.

Alls kepptu:
21 í unglingadeild
63 á miðstigi
47 á yngsta stigi
Alls 131 nemandi.

Á úrslitamótinu þar sem leitað verður að meistara meistaranna föstudaginn 3. feb. 2012 keppa síðan þrír efstu úr hverjum árgangi og að auki 12 sérvaldir snillingar eða 42 krakkar. Þessir keppa föstudaginn 3.2.2012

fri_rik_lafsson_955055

Skákdagurinn

fri_rik_lafsson_955055
Skákdagurinn er haldinn um allt land í dag, fimmtudaginn 26. janúar – í tilefni af afmælisdegi fyrsta stórmeistara Íslendinga Friðriks Ólafssonar. Taflfélög, skákklúbbar, grunnskólar, fyrirtæki, sundlaugar og fleiri sameinast um að það verði teflt sem víðast á Íslandi og sem flestir landsmenn á öllum aldri setjist að tafli. Í Salaskóla hafa nokkrar skákir verið tefldar í tilefni dagsins og í gangi er skákþraut sem allir geta tekið þátt í. Dregið verður  í  þrautasamkeppninni föstudaginn 3. febrúar. Um skákdaginn má lesa á www.skakdagurinn.blog.is

 

Líney Ragna fékk viðurkenningu fyrir ljóðið Köld náttúra

Sl. laugardag voru veitta viðurkenningar fyrir ljóð í ljóðasamkeppnin grunnskólanemenda í Kópavogi. Tíu ljóð eftir nemendur úr Salaskóla voru send í keppnina og hlaut Líney Ragna Ólafsdóttir í 10. bekk viðurkenningu fyrir ljóðið sitt Köld náttúra. Til hamingju Líney!

Þau heimsins fegurstu kristal korn
sem kastast af himni háum.
Þau ísköld eru og ævaforn
á Íslandi of við sjáum.

Þau safnast saman upp í fjöll
á Snæfells jöklatinda.
Allt landslag hverfur undir mjöll
og gerir alla blinda.

Á nóttum norðurljósanna
í nærsýni þær glitra.
Fegurð fer til frostrósanna
er þær fara að titra.

Foreldradagur

Foreldradagur er í Salaskóla í dag, 19. janúar, þá koma nemendur í skólann ásamt foreldrum sínum og hitta umsjónarkennarann sinn. Aðrir kennarar skólans s.s. sérgreinakennarar eru einnig til viðtals ef óskað er. Nemendur á mið- og unglingastigi fá skriflegan vitnisburð í hendur og fara yfir árangur sinn í viðtalinu en yngstu nemendurnir fá munlegan vitnisburð og setja sér markmið fyrir næstu önn í samráði við umsjónarkennara og foreldra.  

Skólahald með eðlilegum hætti

Skólahald er með eðlilegum hætti í dag í Salaskóla, þótt hann blási svolítið. Foreldrar meta sjálfir hvort þeir þurfi að fylgja börnum sínum í skólann, en það getur orðið býsna blint á milli. Foreldrar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar um viðbrögð við óveðri:

http://salaskoli.is/index.php?option=com_content&view=article&id=279&Itemid=191

 

hilmir_freyr

Góður árangur á Íslandsmóti

hilmir_freyr
10 krakkar úr Salaskóla kepptu á  Íslandsmóti barna nú um helgina. Hilmir Freyr Heimisson nemandi í 5 bekk náði öðru sæti, hann tapaði ekki einni skák en gerði tvö jafntefli við mjög sterka andstæðinga. Þeir Róbert Örn Vigfússon, Aron Ingi Woodard og Ágúst Unnar Kristinsson voru einnig í toppbaráttunni allan tíman og komust ásamt Hilmi í gegnum 15 manna úrtökuna.

Hér eru heildarúrrslitin.

Á myndinni eru Björn Ívar Karlsson, Hilmir Freyr og Stefán Bergsson.