pusl

Fjölgreindaleikar, það hlaut að vera!!

puslÞegar málið var rannsakað (sjá frétt fyrir neðan) kom í ljós að fjölgreindaleikar voru að byrja í Salaskóla þennan ágæta miðvikudagsmorgun. Það er orðin hefð að halda þá að hausti en þá er skólastarfið leyst upp í tvo daga og nemendum skipt upp í hópa. Í hvern hóp raðast nemendur þvert á árganga sem þýðir að í hópnum eru nemendur frá 1.- 10. bekk. Elstu krakkarnir eru liðsstjórar og þurfa að standa sig í að halda utan um hópinn sinn og styðja við þá sem yngri eru. Hóparnir fara á milli 40 stöðva sem reyna á ýmsa hæfileika manna t.d. gæti einhver í hópnum verið góður í að þekkja fána meðan annar slær met í að klifra upp kaðal eða finna orð. Þannig verða einstaklingarnir í hópnum ein sterk heild sem vinnur til stiga er reiknuð eru saman í lokin. Á hverri stöð er stöðvastjóri, oftast kennari, sem er klæddur í furðuföt. Hann tekur tímann, safnar stigum og gefur gjarnan aukastig ef hópurinn er til fyrirmyndar. Þar er komin skýringin á skurðlækninum, spæjaranum Bond, senjórítunni og kengúrunni sem voru á sveimi við skólann fyrr í morgun. Skoðið myndir af þessu stórfurðulega fólki hér.

Krakkarnir voru hressir í bragði á fjölgreindaleikunum og þeir sem voru teknir tali sögðu að þetta væru afar skemmtilegir dagar. Þegar þeir voru spurðir hver væri skemmtilegasta stöðin voru svörin ærið misjöfn, sumum fannst stóra trambólínið skemmtilegast, aðrir nefndu húllahringina, kvikmyndastöðina og skákina. Kósí-hornið var einnig oft nefnt á nafn. Hvað skyldi vera gert þar, hm? Það verður rannsakað á morgun. Skoðið myndir af krökkunum við að leysa hinar margvíslegustu þrautir í skólanum. Þar reyndi mjög misjafnlega á hvern og einn. 

hjalti2

Stórfurðulegur morgunn

hjalti2james_bond
„Heyrið mig nú, hvað er um að vera?“, spurðu vegfarendur sem áttu leið framhjá Salaskóla í morgun. Var ekki sjóræningi að ganga inn í skólann? Þarna kemur svo prumpublaðra labbandi, síðan spænsk senjóríta sem svífur í fína kjólnum sínum í áttina að skólanum og ófrýnilegur mótorhjólakappi ! Nei, nei, nei…. hvað er að sjá ….. skurðlæknir kemur út úr einum bílnum. Er einhver aðgerð í gangi þarna, eða hvað? Vá, hættið nú alveg, þarna koma alls kyns furðuleg dýr sem ekki eiga einu sinni heima á Íslandi, pandabjörn og kengúra. Þarf ekki að ná í lögguna þetta er meira en lítið furðulegt. Nú, nú… þarna rennir glæsibifreið upp að skólanum og út stígur afar glæsilegur maður, sjálfur James Bond, ú, hú … njósnari hennar hátignar, mættur á svæðið. Guði sé lof, hann hlýtur að taka málin í sínar hendur.

prumpublara

Fjölgreindaleikar og Skólaþing

Hinir árlegu fjölgreindaleikar Salaskóla fara fram á miðvikudag og fimmtudag, 26. og 27. september. Þá er nemendum skipt í 10 manna lið sem keppa í margskonar greinum sem reyna á ólíkar greindir nemenda. Liðsstjórar koma úr 9. og 10. bekk og þeir sjá alveg um sinn hóp þessa daga. Báða daga eiga nemendur að mæta kl. 8.10 hjá sínum kennara en fara þaðan í hópinn sinn. 

Nemendur eiga ekki að koma skólatöskur, en þurfa að hafa nesti með fyrir kaffitímann og gott að hafa það í litlum bakpoka sem þau bera með sér allt sem þau fara. Við útvegum drykki fyrir kaffitímann. Krakkarnir fá svo að borða í mötuneytinu í hádeginu. Skólinn er búinn hjá öllum um hálftvö. 

Ekki er sund eða valgreinar þessa daga – bara fjölgreindaleikarnir. 

Á föstudag fá nemendur frí en þá fer fram árlegt Skólaþing Kópavog. Það er ráðstefna sem allir kennarar bæjarins taka þátt í. 

graenlendingar

Grænlendingar í heimsókn

graenlendingar
Nokkir grænlenskir krakkar af austurströnd Grænlands eru staddir á Íslandi til að læra að synda á nokkrum dögum. Sundikennslan fer fram í Versalalaug og á milli þess sem þeir sækja sundtíma koma þeir í Salaskóla og fá að vera með krökkunum í 6. bekk. Þau taka þátt í ýmsum verkefnum með þeim og hefur samstarfið gengið mjög vel þessa dagana. Einnig fá þeir að borða í mötuneyti skólans með jafnöldrum sínum. Heimsóknin stendur í u.þ.b. 10 daga.

blatt_afram_002smalleast

Blátt áfram með sýningu

blatt_afram_002smalleast

Á dögunum fengu nemendur í 2. bekk heimsókn frá Blátt áfram. Það voru þær Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds sem stjórnuðu brúðum í leikþættinum Krakkarnir í hverfinu.

Námsefnið Krakkarnir í hverfinu fjallar um líkamlegt ofbeldi og er samið og þróað með það fyrir augum að fræða börn um líkamlegt ofbeldi og gera þau meðvituð um þá þjónustu sem í boði er. Fræðslan felst í því að brúðurnar ræða saman um það sem þær hafa lent í og krakkarnir fá svo að bera fram spurningar í lokin.

sept_2012_006

Fingrafimir krakkar

sept_2012_006
Krakkarnir í 3. bekk eru að læra fingrasetningu þessa dagana og sýna því mikinn áhuga. Þau æfa sig á verkefnum sem eru inni á vef sem heitir Fingrafimi (
http://vefir.nams.is/fingrafimi/) og skrá niður árangur sinn eftir hvern tíma. Þetta læra krakkarnir í svokallaðri tölvusmiðju  í 3. bekk en einnig fá þau að æfa sig í ensku á enskuvef fyrir byrjendur og teikna með KIDPIX teikniforritinu sem öllum finnst gaman að vera í og er góð þjálfun fyrir höndina.

Fleiri myndir hér.

krutt

Hafragrautur í morgunsárið

krutt


Dagurinn er tekinn snemma í Salaskóla. Krakkarnir mæta kl. 7:30 suma morgna og fara í íþróttatíma, ýmist í vali eða skyldu. Á miðvikudögum og föstudögum er þeim svo boðið upp á meinhollan hafragraut sem fyllir þau orku áður en þau setjast inn í kennslustund. Allir sem vilja geta þá fengið graut meðan birgðir endast. Þetta hefur mælst vel fyrir hjá krökkunum og sífellt fleiri kjósa þessa einstöku hressingu í upphafi dags.

lesummeira2

Lestrarkeppni á miðstigi

lesummeira2Í dag hófst formlegur undirbúningur fyrir lestrarkeppnina LESUM MEIRA sem nemendur á miðstigi taka þátt í síðar í vetur en þá munu bekkjardeildir miðstigs keppa sín á milli. Keppnin er samvinna skólasafns og kennara miðstigs en sex skólar í Kópavogi standa að slíkri keppni í ár innan síns skóla. Markmiðið með þessu er að nemendur verði víðlesnari, auki við orðaforða sinn og áhugi á bókalestri eflist. 
Krakkarnir hafa nú fengið inn í skólastofuna sína bókakassa með þeim bókum sem gefnar eru upp fyrir keppnina og eiga að lesa sem mest fram í aðra viku í október. Þá byrjar lestrarkeppni á milli bekkja þar sem tveir og tveir bekkir keppa sín á milli er endar með því að einn bekkur stendur uppi sem sigurvegari. Hver bekkur þarf að velja sér fimm manna lið (3 aðalmenn og 2 varamenn) en hinir í bekknum eru svokallaðir bakhjarlar sem hægt er að leita til í keppninni.

Fyrirkomulag keppninnar minnir á ÚTSVARIÐ á RÚV fyrir þá sem þekkja það en um er að ræða hraða-, vísbendinga-, ágiskunar- og valflokkaspurningar. Ekki er einungis spurt úr bókum á bókalista heldur er einnig gott að vera vel að sér í bókmenntaheiminum og hafa lesið í gegnum tíðina, vita um íslenska höfunda, bókatitla og fleira. Keppnin fer vel af stað því það var mikill hugur í mönnum við lesturinn í morgun. Vonandi halda krakkarnir áfram að vera svo áhugasamir og kappsfullir. Þeir sem eiga erfitt með lestur geta nýtt sér hljóðbækur. Hér er hægt að lesa nánar um keppnina og sjá bókalistann sem unnið er út frá. 

1.bekkur_uti

Skólaárið 2012-2013

1.bekkur_utiSkólaárið 2012-2013

September
Fjölgreindaleikar fyrri dagur
Stöðvarstjórar
Fjölgreindaleikar seinni dagur

Október
Verðlaunaafhending fjölgreindaleika
Jól í kassa
LESUM MEIRA lestrarkeppnin

 

Nóvember
Upplestur Hilmars Arnar Óskarssonar

 
Desember
Piparkökur skreyttar
Jólaball 1. – 7. bekkur 2012
 

Janúar
Ipad-stund hjá glókollum og sólskríkjum
7. bekkur á Reykjum
Hundraðdagahátíðin

 
Febrúar
Vetrardrottningarnar
Öskudagur 2013
Meistaramót í skák 1.-4. b. og kínverskir gestir 
DÆGRADVÖLIN- ýmsar myndir 
 

Mars 
Meistaramót Salaskóla 1. mars 2013 
Þemavikan 18.- 22. mars 
Árshátíð 8. – 10. bekk mars 2013 

 

Apríl – maí – júní
Vorhátíð foreldrafélagsins
Útskrift 10. bekkjar 6. júní 
Skólaslit 1. – 9. bekkjar 7. júní