Vond veðurspá 12. nóvember

Það er spáð vitlausu veðri í fyrramálið og líklega verður veðrið kolvitlaust í Salahverfi um það leyti sem börnin eiga að mæta í skólann. Við biðjum ykkur um að kynna ykkur tilmæli til foreldra og forráðamanna frá stjórn slökkviliðsins og sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu í slíkum tilfellum, en þau er að finna á þessari slóð:

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

Við munum opna Salaskóla á venjulegum tíma, en ef aftakaveður verður er mögulegt að einhver röskun verði á skólastarfi fyrst í fyrramálið. Vekjum athygli á að ábyrgðin hvílir á foreldrum í þessum efnum, eins og kemur fram í tilmælum sem bent er á hér að framan.

Birt í flokknum Fréttir.