Í morgun fengu nemendur 10. bekkjar afhentar einkunnir úr samræmdu prófunum sem þeir þreyttu í september. Nemendur Salaskóla stóðu sig afar vel og voru langt yfir landsmeðaltali í íslensku og stærðfræði, en rétt undir því í ensku.
Í stærðfræði er meðaltalið í Salaskóla 7,45 en landsmeðaltali er 6,5 og meðaltal skólanna í nágrenni Reykjavíkur er 6,7. Í íslensku er meðaltalið í Salaskóla 6,95 en landsmeðaltalið er 6,4 og meðaltal skólanna í nágrenni Reykjavíkur er 6,5.
Í ensku er meðaltalið í Salaskóla 6,52 en landsmeðaltalið er 6,6 og meðaltal skólanna í nágrenni Reykjavíkur er 6,8.
Framfarir nemenda Salaskóla frá samræmdu prófunum í 7. bekk eru að meðaltali meiri en almennt gerist.
Þessi próf eru könnunarpróf og hugsuð til að sjá stöðu nemenda í upphafi 10. bekkjar. Við munum nú leggjast yfir niðurstöðurnar og skoða hvar þarf að grípa inn í með einhverjum hætti.
Niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk
Birt í flokknum Fréttir.