Veðrið er að versna og hvasst við skólann. Við sendum litlu krakkana ekki gangandi heim úr dægradvölinni og höldum þeim inni þar til þau verða sótt. Biðjum foreldra samt að vera rólega í vinnunni og rjúka ekki af stað út í vonda veðrið:-)
Category Archives: Fréttir
Skipulagsdagur föstudaginn 13. mars
Næstkomandi föstudag, 13. mars, verður skipulagsdagur í Salaskóla. Daginn nota kennarar í að meta starfið undanfarna mánuði og leggja línurnar fyrir síðasta áfanga skólaársins. Þá verður einnig gengið frá umbótaáætlun vegna úttektar sem Menntamálaráðuneytið gerði á Salaskóla rétt fyrir jól. Það eru sem sagt ærin verkefni sem liggja fyrir sem ekki gefst tími til að vinna dagsdaglega. Dægradvölin er opin þennan dag.
Meistaramót 2015 í skák
Meistaramót í skák 2015 fór fram í dag, föstudaginn 6. mars, þar sem allir árgangar skólans kepptu innbyrðis. Einnig var keppt í ákveðnum aldursbilum þar sem þrír efstu fengu verðlaunastyttu og sá efsti hlaut auk þess bikar. Efstur að stigum og meistari meistaranna í Salaskóla 2015 varð síðan sjöttubekkingurinn Sindri Snær Kristófersson. Við óskum honum og öðrum góðum skákmönnum skólans innilega til hamingju. Á meðfylgjandi mynd eru sigurvegarar í 3. bekk. Skoðið fleiri myndir frá verðlaunaafhendingu. Nánari úrslit frá mótinu má skoða hér.
Máltíðir í Salaskóla
Á skólaþingi nemenda 12. febrúar sl. var rætt um matartímana. Fram komu ýmsar góðar hugmyndir sem við höfum nú tekið saman og unnið úr þeim annars vegar viðmið fyrir matartímana og reglur um matartímana hins vegar. Nemendur eiga í raun allan heiður af þessu. Þetta er hægt að sjá hér:
Innritun í Salaskóla fyrir næsta skólaár
Innritun 6 ára barna (fædd 2009) fer fram í Salaskóla mánudaginn 2. og þriðjudaginn 3. mars. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum. Haustið 2015 munu skólinn hefjast með skólasetningardegi mánudaginn 24. ágúst.
Innritunin fer fram á skrifstofu skólans frá kl. 9:00 – 15:00 báða dagana. Það er bæði hægt að koma á skrifstofuna til að innrita eða gera það í gegnum síma, 570 4600.
Vorskóli fyrir 6 ára börnin verður dagana 7. og 8. maí nk. Fyrri daginn verður jafnframt námskeið fyrir foreldra. Við auglýsum það nána síðar.
Upp er runninn öskudagur …
Í skólann í dag eru mættar alls kyns furðulegar verur eins og Svarrhöfði sjóari, Mindkcraftkallar, beinagrindur, Tómas ofurlæknir, Ninja, lítil börn með snuddur og margir fleiri. Einnig brá fyrir gangandi Nýmjólkurfernu áðan og með henni í ferð var bleikur pakki með slaufu. Allt þetta furðulega lið ætlar að stunda nám í Salaskóla í dag. En hversu mikið er lært fer litlum sögum af enda verkefnin meira til skemmtunar og um að gera að allir hafi gaman að. Eldri nemendur sjá m.a. um andlitsmálningu fyrir þá yngri og diskótek í salnum. Um hádegið er svo pizzaveisla áður en krakkarnir fara heim úr skólanum. Sjá myndir hér.
Öskudagurinn í Salaskóla
Öskudagur verður með hefðbundnum hætti í Salaskóla. Nemendur mæta á bilinu 8:10 – 9:00 í skólann, en kl. 9:00 eiga allir að vera komnir til umsjónarkennara.
Við gefum þetta svigrúm svo allir geti klætt sig í sinn búning án þess að vera í miklu stressi. Hér verður boðið upp á andlitsmálningu ef þarf. Það verður ýmislegt í gangi og vonandi skemmta allir sér vel.
Kl. 1130 – 1200 verður pizza í matinn og þeir sem ekki eru í mat geta keypt mat þennan dag. Það þarf að panta það í síðasta lagi á þriðjudagsmorgun og koma með pening fyrir pizzunni, 420 kr. og láta umsjónarkennara fá. Nóg að panta mat hjá umsjónarkennara.
Skólinn er sem sagt til 12 þennan dag. Dægradvölin opin eftir það. Við viljum taka skýrt fram að nemendur mega ekki yfirgefa skólann fyrr nema fá leyfi áður.
Stjórn foreldrafélagsins ákvað að gefa ekki sælgæti þetta árið, heldur frekar að hvetja íbúa Salahverfis að taka vel á móti börnunum sem munu ganga í merkt hús á milli klukkan 17 og 19 og syngja í von um eitthvað góðgæti.
Þau banka bara á þær dyr sem eru merktar með miðanum Gleðilegan öskudag eða eitthvað álíka. Einnig væri sniðugt að auðkenna húsin og stigagangana með t.d. blöðrum. Börnin eru að sjálfsögðu á ábyrgð foreldra á meðan þessu fer fram og alls ekki úr vegi að taka göngutúrinn með þeim.Ef einhverjir hafa ekki áhuga á að vera með, þá bara einfaldlega gera þau ekki neitt.
Síðan er um að gera að láta þá vita sem ekki eru með börn í Salaskóla af þessu.
Úrslitamót yngsta stigs í skák
Úrslitamót yngsta stigs Salaskóla í skák fór fram föstudaginn 13. febrúar. Efstur á þessu móti varð Gunnar Erik Guðmundsson 2b. Maríuerlum en hann sigraði alla sína andstæðinga. Hér má sjá nánari úrslit. Úrslitin liggja nú fyrir, efstu fjórir úr hverjum árgangi komast áfram á lokamótið nema úr 3. bekk fara efstu fimm. Föstudaginn 6. mars verður síðan lokamótið Meistari meistaranna í Salaskóla árið 2015. Mótsstjóri er Tómas Rasmus