Skrifstofan er opin frá 8:00 – 16:00 innritunardagana.
Category Archives: Fréttir
Skákmeistaramót unglinga
Á morgun, þriðjudaginn 4.03., verður skákmeistaramót unglinga í 8. til 10. bekk í Salaskóla. Keppt verður hér í skólanum frá kl: 8:50 til 12:00.
Áhorfendur er velkomnir.
Morgunkaffi áfram
Við höldum áfram að bjóða foreldrum í morgunkaffi. Þriðjudaginn 4. mars er foreldrum nemenda í 10. bekk boðið, miðvikudaginn 5. mars foreldrum álfta og 7. mars foreldrum langvía. Hefst kl. 8:10 og er á kennarastofunni. Hvetjum alla foreldra til að mæta og taka þátt í að búa til betra skólastarf í Salaskóla.
Tónlistin bætir og kætir
Nemendur og starfsfólk Salaskóla hafa notið tónlistarflutnings góðra gesta þessa vikuna. Í skólann komu á dögunum þrír tónlistarmenn sem kættu 5.-7. bekkinga með spili og líflegum söng sem krakkarnir tóku óspart undir. Sumir tóku jafnvel sporið og dilluðu sér. Þetta var hluti af verkefninu Tónlist fyrir alla.
Þennan morguninn var krökkunum í 1. – 4. bekk síðan boðið upp á að hlusta á tónævintýrið Pétur og úlfinn með tilheyrandi myndum, sögu og látbragðsleik. Tónlistin var leikin af blásarakvintett sem skipa þau Pamela De Sensi flautuleikari, Eydís Franzdóttir óbóleikari, Rúnar Óskarsson klarínettuleikara, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari og Emil Friðfinnsson hornleikari. Sögumaður var Sigurþór Heimisson leikari. Krakkarnir höfðu gaman að enda kærkomin tilbreyting.
Foreldrakvöld um Pisakönnunina
Fræðslukvöld verður haldið þriðjudaginn 4. mars kl. 20:00-22.00 í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð, stofu H207-Hjalla. Viðfangsefnið ber heitið Snertir Pisa skólagöngu barnanna minna? Frummælendur eru Júlíus Björnsson, Guðmundur B. kristmundsson og Stefán Bergmann. Sjá nánar í auglýsingu.
Skíðaferð 7. og 8. bekkja
Þriðjudaginn 26. febrúar fara 7. og 8. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 9:10 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Lagt af stað úr Bláfjöllum kl. um kl. 15:00. Smellið á "lesa meira" til að fá nánari upplýsingar.
Þriðjudaginn 26. febrúar fara 7. og 8. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 9:10 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Lagt af stað úr Bláfjöllum kl. 15:30.
Matur
Við sjáum um samloku í hádeginu en annað nesti þurfa nemendur að koma með. Drykki og svoleiðis.
Klæðnaður
Allir verða að koma vel klæddir og með nóg af hlýjum aukafötum. Ekki gleyma húfum, vettlingum og ullarsokkum.
Kostnaður
Skólinn borgar rútukostnað en nemendur greiða sjálfir lyftukort og fyrir leigu á skíðabúnaði, ef um slíkt er að ræða. Verð fyrir daginn er 2000 kr. fyrir skíða- eða brettapakka. Lyftukortið er á 400 kr. Það verða líklega margir í Bláfjöllum á morgun og getur orðið bið í leigunni. Þeir sem geta fengið búnað hjá ættingjum
Skíðakennsla fyrir alla
Við verðum með margreynda úrvals skíðakennara með okkur sem kennir bæði byrjendum og lengra komnum.
Aðstoð foreldra
Aðstoð foreldra er mjög vel þegin. Fínt er ef einhverjir vilja koma og vera allan tímann, en ekki síður gott að fá aðstoð hluta af tímanum. Þeir sem ætla að bjóða fram krafta sína hafi samband við skrifstofu skólans – sími 570 4600 eða sendi tölvupóst á asdissig@kopavogur.is.
Fararstjórar
Nokkrir kennarar og starfsmenn Salaskóla fara með og aðstoða nemendur eftir því sem þörf er á.
Reglur
Í skíðaferðinni gilda skólareglur. Nemendur verða að fara eftir þessum reglum og hlýða kennurum og starfsmönnum. Verði misbrestur á því er tafarlaust hringt í foreldra og þeir beðnir um að sækja barn sitt. Skiljið GSM – síma eftir heima, það er mikil hætta á að týna þeim. Sama má segja um ipod. Hver og einn ber ábyrgð á sínum farangri og ef eitthvað týnist ber nemandinn sjálfur fulla ábyrgð á því.
Upplýsingar
Hafið samband ef eitthvað er óljóst og þið óskið frekari upplýsinga.
Fræðslufundur í Kópavogi
Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor verður með fræðslufund fyrir foreldra í Kópavogi fimmtudagskvöldið 28. febrúar í Smáraskóla, milli klukkan 20:00 – 21:30. Með henni verða þær Hrund Þórarinsdóttir og
Vegna skíðaferðar
Allt er nú klárt fyrir skíðaferð 9. og 10. bekkja eftir helgi. 9. bekkur fer á mánudag kl. 10:30 og 10. bekkur á þriðjudag á sama tíma. Við vorum í sambandi við Bláfjöll rétt í þessu og nú er erfitt að skíða þar sem snjórinn er blautur. Það kólnar eftir helgi skv. spám og vonandi verður færi gott. En við förum hvernig sem viðrar og ef ekki er hægt að skíða þá er þetta bara útivistarferð. Við komum heldur fyrr heim ef svo fer.
Leigugjaldið er 2000 kr á sólarhring, ekki 2500 eins og var á upplýsingablaði sem nemendur fengu. Þá er lyftugjaldið 550 kr. dagurinn. Engin veitingasala er í Bláfjöllum.
Vísindi á verði bíóferðar
Við vekjum athygli á námskeiðum Endurmenntunar Háskóla Íslands fyrir börn. Í ár verða námskeiðin fjögur talsins og haldin á laugardögum á tímabilinu 16. febrúar – 8. mars. Nánari upplýsingar á http://www.endurmenntun.is