skak0809.jpg

Skák í Salaskóla

skak0809.jpgNú er vetrarstarfið í skákinni að hefjast í Salakóla. Nemendur geta komið á eftirfarandi æfingar:

Byrjendur ( og þeir sem eru í dægradvöl): 1, 2 og 3. bekkur – miðvikudaga og/eða föstudaga kl 13:30 til 14:30  
Kennari: Sigurlaug Regína, skráning hjá viðkomandi umsjónarkennara eða ritara í tölvupósti
asdissig@kopavogur.is

Lengra komnir – allur aldur þriðjudaga kl: 14:30 til 16:10 
Kennari: Tómas Rasmus.

Úrvalshópur þeir sem vilja pæla djúpt, þriðjudaga kl: 14:30 til 16:10 
Kennari: Henrik Danielsen stórmeistari.

Hægt er að lesa um skákárið í fyrra á heimasíðu Salaskóla undir liðnum þróunarstarf – skák

Námskynningar fyrir foreldra

Námskynningar verða í skólanum á næstu dögum og vonumst við eftir góðri mætingu foreldra á þær. Kynningarnar eru kl. 17:30 til 18:30 og verða sem hér segir:

mið. 3. september  6. og 7. bekkur
fim.  4. september  2. bekkur
mán. 8. september  5. bekkur
mán. 8. september  8. 9. og 10. bekkur – mætt fyrst á sal
þri. 9. september   4. bekkur
   

Kynningar hjá 1. og 3. bekk verða auglýstar síðar.

lur009.jpg

Útikennsla

Lóurnar voru úti í góða veðrinu á dögunum með kennaranum sínum. Það er gott að vera í útikennslu þegar sólin skín og hlýtt er í veðri. lur009.jpg

formynd.jpg

Skólastarf fer vel af stað

formynd.jpg

Nú er fyrsta vikan í skólanum brátt á enda. Skólastarfið hefur farið vel af stað og nemendur komu endurnærðir til leiks eftir sumarið. Yngstu nemendurnir hafa tekið góðan tíma í að aðlagast skólanum, sumir bekkir hafa farið í ferðalög til að kynnast betur en jákvæðni og metnaður einkennir nemendur Salaskóla.  Inni á myndasafni skólans eru komnar myndir frá skólasetningu. Skoðið nánar hér.

 

Drengjum og stúlkum kennt á ólíkan hátt!

Almennur fyrirlestur fyrir foreldra og annað áhugafólk um skólamál 

Fimmtudaginn 21. ágúst kl. 19:30 mun Kelley King halda almennan fyrirlestur í hátíðarsal Breiðholtsskóla.  Fyrirlesturinn verður á ensku.

Kelley fjallar um mun á strákum og stelpum og hvernig hægt er að koma til móts við kynjamun í uppeldi og kennslu.

Foreldrar og annað áhugafólk er hvatt til að mæta.

Þessa dagan stendur Breiðholtsskóli fyrir námskeiðum og fyrirlestri um ólíka nálgun við kennslu drengja og stúlkna. Hátt í 200 kennarar sækja námskeiðin en þau eru ætluð kennurum sem hug hafa á að ná betur til nemenda sinna og minnka um leið bilið á milli árangurs drengja og stúlkna í skólanum.

Mikill munur á árangri drengja og stúlkna

Í niðurstöðum samræmdra prófa hérlendis sem víða erlendis kemur fram mikill munur á árangri drengja og stúlkna.  Þessi munur virðist hafa farið vaxandi og er víða umræðuefni meðal áhugafólks um skólamál.  Rannsóknir sýna að drengir og stúlkur hafa ekki aðeins mismunandi hormónaframleiðslu heldur er einnig munur á hvernig heilinn starfar.  Kelley King fjallar um hvernig við nýtum okkur þessa þekkingu og kemur með raunhæfar leiðbeiningar til foreldra um hvernig við getum eflt getu bæði drengja og stúlkna til að ná betri árangri í námi.

Fyrirlesarinn Kelley King er bandarískur sérfræðingur á þessu sviði, og er hún ein af höfundum nýútkominna bóka um "Aðferðir til að kenna drengjum og stúlkum".  Kelley King er framkvæmdastjóri Gurian Institut Education Division. (www.gurianinstitude.com).  Hún hefur verið kennari og skólastjóri um 20 ára skeið og hlotið viðurkenningar fyrir störf sín og fjallað um þau, m.a. í Newsweek, Today Show, Educational Leadership og Radio Health Journal.

Skólasetning 22. ágúst

Salaskóli verður settur föstudaginn 22. ágúst nk. Nemendur mæta sem hér segir:

2., 3. og 4. bekkur        kl.   9:00
5., 6. og 7. bekkur        kl. 10:00
8., 9. og 10. bekkur      kl. 11:00

Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum dagana 22. og 25. ágúst. Nýir nemendur, aðrir en nemendur 1. bekkjar eru boðnir velkomnir ásamt foreldrum á kynningarfund í skólanum fimmtudaginn 21. ágúst kl. 11:00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst.

Til foreldra og nemenda

Skólasetning verður föstudaginn 22. ágúst en tímasetningar verða auglýstar nánar hér á síðunni er nær dregur. 

Innkaupalistar eru í vinnslu og verða aðgengilegir á vefsíðunni föstudaginn 15. ágúst. Skólastarf fer rólega af stað  fyrstu dagana og því ætti að vera nægur tími fyrir nemendur að útvega sér stílabækur og möppur. Skólataska er þó nauðsynleg frá fyrsta degi og það sama má segja um blýanta, strokleður og yddara.

Sumarleyfi

Þökkum nemendum og foreldrum fyrir ánægjulegt samstarf á nýliðnu skólaári og óskum þeim góðra daga í sumarleyfinu.

Skrifstofa skólans er lokuð frá 18. júní en opnar aftur 6. ágúst. Ef þarf að koma skilaboðum á framfæri er hægt að senda þau á netfang skólans salaskoli@salaskoli.is.