Ljósmyndasýning nemenda

Nemendur í 8. og 9. bekk tóku þátt í ljósmyndasamkeppni á degi íslenskrar náttúru og úr varð svo heljarinnar ljósmyndasýning á göngum skólans. Nemendur fengu lista af þemum sem þau máttu velja og tóku myndir sem tengdust þeim.

Þrír voru valdir úr hverjum hóp  og fengu þau myndina sína útprentaða í stórum ramma. Auk þess voru nokkrar aðrar myndir valdar sem þóttu fallegar og voru þær settar í minni ramma.

Við í Salaskóla stefnum á að halda fleiri ljósmyndasýningar enda voru nemendur mjög stoltir að sjá myndirnar sínar upp á vegg í ramma. Þetta vakti einnig mikinn áhuga og athylgi frá öðrum nemendum og kennurum skólans.

Hér má sjá mynd frá sýningunni:

Hér má sjá þær myndir sem voru valdar:

Hið dýrmæta líf – Besta myndin, 9.bekkur

Haust – Besta myndbyggingin, 9.bekkur

Haust – Sú mynd sem lýsti þemanu ,, Haust “ best 9.bekkur

Fram í heiðanna ró – Besta myndin, 8. bekkur

Jörðin og vatnið – Sú mynd sem lýsti því þema best, 8.bekkur

Gult og grænt – Besta myndbyggingin, 8. bekkur

Forvarnarvika 2019

Nú fer í hönd Forvarnarvika frístundardeildar Kópavogs. Salaskóli hvetur alla til að kynna sér þessa frábæru dagskrá vel og láta sig ekki vanta á þessum áhugaverðu fræðslufyrirlestrum. Hér má sjá dagskrána :

Auglýsing_forvarnarvikan 2019

14.október-Félagsmiðstöðin Þeba

Kl. 17:30-18:30 Foreldrafræðsla-rafsígarettur

(Björg Eyflórsdóttir hjúkrunarfræðingur)

Kl. 20:15-20:45 Rafsígarettur-Forvarnarfræðsla

(Björg Eyflórsdóttir hjúkrunarfræðingur)

 21:00-21:30 Svefn og góðar svefnvenjur

(Erla Björnsdóttir sálfræðingur)

14.október – Félagsmiðstöðin Boðinn

Kl. 14:00-Heilbrigður lífstíll

(Geir Gunnar Markússon næringafræðingur)

16.október- Félagsmiðstöðin Pegasus

Kl. 20:00-22:00 Sjálfsstyrking

(Bjarni Fritzson rithöfundur og fyrirlesari)

(Kristín Tómasdóttir rithöfundur og ráðgjafi)

17.október – Ungmennahúsið Molinn

Kl. 20:00-22:00 Eitt líf-Eðli og umfang

(Fyrirlestur og umræður, fræðslu átakið Eitt líf)

 

 

 

Skilaboð frá leynileikhúsinu

Skilaboð frá leynileikhúsinu:

Kæru foreldrar og forráðafólk leynileikara í Salaskóla.

Leynileikhúsið heldur áfram uppteknum hætti og er með námskeið í Salaskóla á haust önn 2019

Opnað hefur verið fyrir skráningu á https://leynileikhusid.felog.is/

SALASKÓLI Á FÖSTUDÖGUM / hefst 13.september
Kl. 14.00-15.00 / 2.-4. bekkur / almennt námskeið / kennt í stofu F5 á rauða gangi

Eldri nemendum er bent á námskeið Leynileikhússins í samstarfi við LK á miðvikudögum

Í Leynileikhúsinu er leikgleðin ávallt höfð að leiðarljósi. Farið er í grunnatriði leiklistar með hjálp leikja og æfinga. Lögð er áhersla á spuna og mikilvægi persónusköpunar, að gefa skýr skilaboð, hlustun, einbeitingu og samvinnu. Leiklist eykur samskiptahæfni, núvitund og sköpunarkraft barna.

Almenn námskeið: Kennt er einu sinni í viku í 1 klst. í senn en í lok annarinnar eru 11. og 12. tími kenndir saman og enda með sýningu í leikhúsi. Ungu leikararnir fá búning og leikhúsförðun og aðstandendur geta komið og séð börnin blómstra á alvöru leiksviði.

Allir kennarar Leynileikhússins eru starfandi sviðslistamenn með háskólamenntun í listum og góða reynslu af leiklistarkennslu og vinnu með börnum.

Námskeiðsgjöld:
Almennt námskeið er kr. 32.700.-.
Allur kostnaður er innifalinn í verðinu. Leynileikhúsið tekur á móti frístundakorti Reykjavíkurborgar og öðrum tómstundastyrkjum bæjarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Aðeins 12 nemendur eru í hverjum hópi.

Endilega hafið samband við okkur í síma 864-9373 eða í gegnum netfangið info@leynileikhusid.is ef þörf er á frekari upplýsingum eða hjálp við skráningu.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Bestu leikgleðikveðjur;
Leynileikhúsið.