Author Archive: Sigríður Marrow
Innritun 6 ára barna í grunnskóla fyrir haustið 2024

Innritun 6 ára barna (fædd 2018) fer nú alfarið fram í gegnum
þjónustugátt á vef bæjarins https://thjonustugatt.kopavogur.is
Sjá nánar hér:
Skólaþing Salaskóla
Skólaþing Salaskóla fór fram 8. febrúar þar sem allir nemendur skólans tóku þátt í umræðum sem tengjast skólastarfinu. Þar var meðal annars rætt hvað hægt sé að gera svo að nemendum líði betur í skólanum og hvernig hægt væri að gera námið áhugaverðara. Nemendum var skipt í hópa og 10. bekkingar tóku að sér að vera ritarar og leiða umræður, með aðstoð kennara þar sem flestir lögðu sitt að mörkum. Hugmyndir nemenda verða svo teknar saman og nokkrar tillögur fara áfram á Barnaþing Kópavogs sem verður haldið 20. mars nk. Þar munu nokkrir nemendur fara sem fulltrúar fyrir Salaskóla.
Starfsmaður óskast á frístundarheimili
Vegna forfalla vantar okkur starfsmann á frístundaheimili Salaskóla til áramóta! Þetta er t.d. tilvalið tækifæri fyrir skólafólk! Vinnutími er kl. 13:00-16:00/16:30 og til greina kemur að tveir aðilar skipti þessu með sér, annar vinni 3 daga í viku og hinn 2 daga í viku.
Í Salaskóla er góður starfsandi og á frístundaheimilinu er einvalalið sem vinnur vel saman í lifandi og skemmtilegu umhverfi.
Ef þið þekkið frábært fólk sem kæmi til greina – þá endilega látið skólastjóra vita 😊 kristins@kopavogur.is
Styrkveiting til Salaskóla
Salaskóli hlaut á dögunum styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar til að efla forritunarkennslu á yngsta stigi skólans að upphæð 188.980 krónur. Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga nemenda á forritun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins.
Ákveðið var að fjárfesta í Blue-Bot eða Bjöllunni sem er áhugaverður smá róbóti sem hentar einstaklega vel til að kenna börnum grunnhugtök forritunar á einfaldan og lærdómsríkan hátt. Hægt er að forrita Bjölluna með því að ýta á takkana á tækinu sjálfu eða með spjaldtölvu. Tilvalið er að blanda forritun og sköpun saman með þvi að búa til að mynda til þrautabrautir úr fjölbreyttum efnivið. Við í Salaskóla erum mjög spennt fyrir þessari nýju viðbót og hlökkum til að kynna Bjölluna fyrir nemendum okkar. Við þökkum Forriturum framtíðarinnar kærlega fyrir styrkinn.
Skólasetning Salaskóla
Skólaárið 2022-2023 hefst með skólasetningu þriðjudaginn 23. ágúst 2022.
Skólasetning nemenda í 1. bekk fer fram í viðtölum við umsjónarkennara samkvæmt tímabókunum 22.-23. ágúst og munu foreldrar fá upplýsingar um það frá umsjónarkennurum.
Skólasetning annarra nemenda er sem hér segir:
2.-4. bekkur mæting kl. 9:00
5.-7. bekkur mæting kl. 10:00
8.-10. bekkur mæting kl. 11:00
Skólasetning verður standandi athöfn og fer fram í opnu rými við aðal inngang skólans. Eftir stutta tölu skólastjórnenda fara nemendur í skólastofur sínar með umsjónarkennurum. Foreldrum er velkomið að fylgja börnum sínum til skólasetningar.
Kennsla hefst miðvikudaginn 24. ágúst samkvæmt stundaskrám.
Frístundaheimilið fyrir nemendur í 1.-4. bekk opnar fyrsta kennsludag fyrir þau börn sem þar eru skráð. Athugið að frístundaheimilið er lokað mánudag 22. ágúst og þriðjudag 23. ágúst.
Salaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúum og/eða frístundaleiðbeinendum.
Salaskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa og/eða frístundaleiðbeinendur.
Í Salaskóla eru tæplega 600 nemendur og um 100 starfsmenn. Í skólanum er faglegt og metnaðarfullt starf, þar ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi. Í störfunum felst stuðningur við nemendur í námi og leik. Fyrri hluta dags er unnið með nemendum í kennslustundum og eftir hádegi í frístundastarfi – til greina kemur að ráða starfsmenn í fullt starf eða hlutastarf sem væri þá ýmist fyrir eða eftir hádegi.
Hér má finna nánari upplýsingar og til þess að sækja um : alfred.is/starf/salaskoli