Upplýsingar frá lögreglunni til foreldra barna í grunnskólum Kópavogs

Skólanum hefur borist bréf frá lögreglunni. Við hvetjum alla foreldra til að lesa bréfið með því smella á LESA MEIRA.

 

Kæru foreldrar/forráðamenn grunnskólanemenda í Kópavogi. 

Með þessu bréfi lögreglumanna á svæðisstöðinni í Kópavogi viljum við koma fréttum og ábendingum til ykkar.   Að okkar mati hefur gengið vel í málefnum barna og ungmenna í bænum, engar sérstakar uppákomur hafa verið s.l. mánuði.   Sama er að segja um áramótin, gengu þau að öllu leyti vel.   

Áfengissala til ungmenna – Í vetur hefur borið meira en áður á því að lögreglunni hafi verið tilkynnt um sölu á áfengi til ungmenna úr svokölluðum "bjórbílum" sem eru á ferðinni og selja áfengi þeim sem hafa pantað hann.  Afhendingarstaðurinn er ákveðin hverju sinni. Lögreglan hefur haft afskipti af nokkrum slíkum bifreiðum í vetur í Kópavogi.   Vinsælir afhendingarstaðir virðast vera bifreiðastæði og þá sérstaklega yfirbyggðar bílageymslur t.d. Hamraborgin og Smáratorg.  Gott væri að foreldrar sem eru á ferðinni á kvöldin og/eða í foreldrarölti hafi vakandi auga  fyrir þeim bifreiðum sem hugsanlega gætu verið að selja áfengi til ungmenna og láti þá vita til lögreglu í 112.

Útivist – Nú hefur birt svo um munar þar sem komin er marsmánuður og er það jákvætt í hugum flestra.   Um leið og birtir fylgir því gjarnan að börnin sækjast eftir að fá að vera lengur úti á kvöldin.  Viljum við minna foreldra/forráðamenn á útivistarreglurnar en fram til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera lengur en til kl. 20 og þau sem eru 13 ára mega vera til kl. 22. Í lögunum er miðað við aldursárið.   Þessar tímasetningar eru sjálfsögðu háðar ykkar leyfi, þ.e.a.s. að þið geti stytt tímann enn frekar en ekki lengt hann.   Vinnulag lögreglu er að ef börn verða uppvís af broti á útivistartíma eru þau keyrð heim til sín af lögreglu eða á næstu lögreglustöð þar sem foreldrum er gert að sækja þau.  Öll brot á útivistarreglum eru tilkynnt barnavernd þar sem um brot á barnverndarlögum er um að ræða. Hvetjum við foreldra til að virða útivistartíma barna sinna.

Lögreglumenn í Kópavogi eru mjög ánægðir með það samstarf hefur verið við íbúa Kópavogs og samstarfsmenn hjá Kópavogsbæ.   Ef þið hafið einhverjar ábendingar um eitthvað sem má betur fara eða við getum liðsinnt ykkur hafið þá samband.  Allar upplýsingar um svæðisstöðina er að finna á heimsíðu lögreglunnar, http://www.lrh.is/., bæði , netföng og símar. 

Með kæri kveðju um von um áframhaldandi gott samstarf.

Anna Elísabet Ólafsdóttir, svæðislögreglumaður
Gylfi Sigurðsson, svæðisstjóri.

 

tafl.jpg

Skákmeistaramót unglinga

tafl.jpgÁ morgun, þriðjudaginn 4.03., verður skákmeistaramót unglinga í 8. til 10. bekk í Salaskóla. Keppt verður hér í skólanum frá kl: 8:50 til 12:00. Mótið hefst í öðrum kennslutíma og verður til hádegis. 12 efstu úr þessu móti keppa síðan um titilinn meistari meistaranna í Salaskóla föstudaginn 7.03.2008. Sá hópur verður kynntur með góðum fyrirvara. Síðan er Íslandsmeistaramót barnaskólasveita hér í Salaskóla laugardag 8.03. og sunnudag 9.03. frá kl: 13:00 til 18:00.
Áhorfendur er velkomnir.

tnlist_003.jpg

Tónlistin bætir og kætir

tnlist_003.jpgNemendur og starfsfólk Salaskóla hafa notið tónlistarflutnings góðra gesta þessa vikuna. Í skólann komu á dögunum þrír tónlistarmenn sem kættu 5.-7. bekkinga með spili og líflegum söng sem krakkarnir tóku óspart undir. Sumir tóku jafnvel sporið og dilluðu sér. Þetta var hluti af verkefninu Tónlist fyrir alla.

 

Þennan morguninn var krökkunum í 1. – 4. bekk síðan boðið upp á að hlusta á tónævintýrið Pétur og úlfinn með tilheyrandi myndum, sögu og látbragðsleik. Tónlistin var leikin af blásarakvintett sem skipa þau Pamela De Sensi flautuleikari, Eydís Franzdóttir óbóleikari, Rúnar Óskarsson klarínettuleikara, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari og Emil Friðfinnsson hornleikari. Sögumaður var Sigurþór Heimisson leikari. Krakkarnir höfðu gaman að enda kærkomin tilbreyting.   ptur_og_lfurinn_006.jpg

Foreldrakvöld um Pisakönnunina

Fræðslukvöld verður haldið þriðjudaginn 4. mars kl. 20:00-22.00 í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð, stofu H207-Hjalla. Viðfangsefnið ber heitið Snertir Pisa skólagöngu barnanna minna? Frummælendur eru Júlíus Björnsson, Guðmundur B. kristmundsson og Stefán Bergmann. Sjá nánar í auglýsingu.

snjor.jpg

Fjör í snjónum

snjor.jpgÞað var ekki að sjá að krakkarnir í Salaskóla létu snjóbyl og válynd veður hafa áhrif á leikgleðina í útivistinni í morgun. Fótboltaleikur var í fullum gangi, snjóhús og snjókarlar byggðir og krakkarnir nutu þess greinilega að veltast um í snjónum. Það sást meira að segja í kollinn á Hafsteini skólastjóra þegar betur var að gáð. Þessa dagana er býsna mikilvægt að börnin hafi með sér góðan hlífðarfatnað í skólann svo þau geti notið útiveru sem er svo holl fyrir þau. Fleiri myndir í snjónum.

Vetrarleyfi

Vetrarleyfi er í skólanum 4. og 5. febrúar. Skipulagsdagur er á öskudag (6. feb.) hjá kennurum og starfsfólki en þá eiga nemendur frí í skólanum. Skólastarf hefst aftur fimmtudaginn 7. febrúar skv. stundaskrá. Njótið vetrarleyfisins!

100daga.jpg

100 daga hátíðin

100daga.jpgÍ dag héldu nemendur í 1. og 2. bekk upp á þann áfanga að hafa verið 100 daga í skólanum.  Nemendur unnu í stöðvavinnu og voru 4 stöðvar í gangi þar sem fjölbreytt verkefni tengd tölunni 100 og tugum og einingum voru í gangi. Skoðið myndir frá hátíðinni hér.

rekenweb.jpg

Námsvefir 8. -10. bekkur

 

 Stærðfræði    Íslenska   Landið  Náttúran   Ýmislegt    Þrautir
rekenweb.jpg
Rökhugsun
malfarsmolar
Málfarsmolar

island.jpg
Íslandskort

fuglavefurinn.jpg
Fuglavefurinn 

danks
Danska


Hugarleikfimi

algebra2
Algebra

malfraedigr
Málfræðigreining

new_york
Google Maps

plontur
 Plöntuvefurinn

godnok 
God nok

minni.jpg
Þjálfaðu minnið

reiknum.jpg
Reiknum


Æfingar í stafsetningu

jardfraedi.jpg
Jarðfræðivefurinn

honolulu.jpg

Honoloku

legmeddansk
 Leg med dansk

einbeiting.jpg
Þjálfaðu einbeitnina

almennbrot.jpg
Brotaleikur

 
Ritfærni

fjaranoghafid
Fjaran og hafið- leikir

 smadyr
Greiningarlykill
smádýr


Enska – Um Ísland

oddout.jpg
Þjálfaðu athyglina

 


Ritum rétt


Stjörnufræðivefurinn

litfof
Litróf náttúrunnar 


English game

tangram.jpg

Tangram

 


 Ritbjörg

lond.jpg
Lönd heimsins

 

velritun
Vélritunaræfingar 

yatsi

Yatsi

 

 

 

 

 

 
 

 

 

 

   

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

tn_pict08821.jpg

Íslandsmeistari í skák í Salaskóla

tn_pict08821.jpgHildur Berglind Jóhannsdóttir sem er nemandi í Ritum í Salaskóla gerði sér lítið fyrir um helgina og varð Íslandsmeistari stúlkna 10 ára og yngri.  Við óskum Hildi innilega til hamingju með frábæran árangur og óskum henni áframhaldandi góðs gengis.

gjf_til_barnaspla_008.jpg

Landspítala afhent gjöf

Krakkarnir í 7. og 8. bekk söfnuðu fé til Landspítala Hringsins í desember með því að halda jólamarkað í skólanum þar sem seld voru jólakort, listaverk, kökur og góðgæti. Ágóðinn var afhentur Landspítalanum við hátíðlega athöfn í sal skólans í morgun þar sem forsvarsmenn Landspítalans tóku við gjöfinni og þökkuðu þann hlýhug sem krakkarnir sýndu í verki.  gjf_til_barnaspla_008.jpg

 

gjf_til_barnaspla_009.jpg