Allir flottir á fjölgreindaleikum

Myndir frá báðum dögum fjölgreindaleika inni á myndasafni skólans

Þegar fréttasnápur salaskola.is fór á stúfana í morgun var margt sem bar fyrir augu á seinni degi fjölgreindaleika Salaskóla. Furðuverur voru alls staðar á sveimi innan um krakkana eins og fyrr. Áhuginn var engu minni en daginn áður og liðin með liðsstjórana í fararbroddi virtust taka mjög vel á því og standa sig með miklum sóma.

Á kollhnísstöðinni voru sýnd kollhnís af ýmsum gerðum – bæði aftur á bak og áfram. Mjög flott! Heljarstökk á trambolín fóru fram hjá stöðvarstjóra nokkrum sem reyndist vera hjúkrunarfræðingur eða kannski læknir. Enda eins gott að hafa hjúkrunarfólk í húsi á fjölgreindaleikum. Bakarinn hvatti krakkana áfram í skákinni að þessu sinni (en ekki í bakstrinum). Við eitt borðið stóð jólatré sem hreyfðist og gat talað. Það reyndist vera að hjálpa krökkum að sauma. Stórfurðulegt! Galdranorn tók á móti krökkum í einni stofunni og lokaði á eftir þeim … en krakkarnir voru brosandi fyrir innan dyrnar svo þetta var allt í lagi. Ábúðarmikil sjóræningjakona var búin að hertaka smíðastofu skólans og rændi nokkrum nemendum til sín. Síðan heyrðist sög sett í gang og einhver að pússa. Hvað skyldi vera að gerast?

Já, það er margt skrítið sem gerist á fjölgreindaleikum í Salaskóla Wink

steinunn.jpg

sma2.jpg

kollhns.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kollhnís aftur á bak 

     Jólatré sem hreyfist!                 Sjóræninginn í smíðunum

kubbar.jpg

Þegar allir leggjast á eitt

Þegar margir leggja eitthvað að mörkum verður auðveldara að leysa verkefnin. Við erum líka öll gædd mismunandi hæfileikum sem geta nýst vel þegar leysa þarf þrautir af ýmsu tagi. Sumir eru mjög góðir að sippa, aðrir eru góðir í skák og svo eru margir snillingar í höndunum.

 kubbar.jpg 

Myndir frá fyrsta degi fjölgreindaleika:
Íþróttahús       Skólahúsið           Furðuverur

 

Í skólahúsnæðinu var mikið að gerast, krakkarnir kepptust við að skrifa sögu, leysa úr spurningum, pikka texta á tölvu, mála, saga, leysa tónlistargetraun, tefla, byggja turna úr kubbum, reyna bragðlaukana og margt annað.mala.jpg

ljosmyndaraut.jpg

Fjölgreindaleikar fara vel af stað

ljosmyndaraut.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á fjölgreindaleikum er krökkum úr öllum bekkjum skipt upp í 40 tíu manna lið þar sem sá elsti er liðsstjórinn og sér til þess að liðsmenn séu að sinna sínum verkum. Krakkarnir fara á milli stöðva og leysa alls kyns þrautir sem reyna á mismunandi hæfni þeirra. Á hverri stöð er starfsfólk skólans sem heldur utan um stigafjölda liðsins. Liðið hefur 8 mínútur til þess að leysa hverja þraut.

Einbeitnin skein úr andlitum krakkanna sem voru mætt í íþróttahúsið í morgun til þess að takast á við hin ýmsu verkefni. Þau þurftu að sýna hæfni sína í plöntugreiningu, körfubolta, limbói, sms-sendigum, að hanga á slá, ljósmyndun, að kasta í keilur svo eitthvað sé nefnt. Krakkarnir sögðu að þetta væri mjög skemmtilegt og það væri spennandi að sjá hvað liðið gæti náð mörgum stigum í þrautunum. Annars gáfu þau sér ekki mikinn tíma til þess að tala við fréttasnáp salaskóla.is – ekki gott að láta trufla sig þegar skiptir mestu að standa sig á hverri stöð.  stelpur.jpg

furduverur.jpg

Fjölgreindaleikar og furðuverur

furduverur.jpg


Hvað er um að vera? Það voru margir vegfarendur sem spurðu sig þessarar spurningar í morgunsárið þegar sást á eftir hverjum furðufuglinum fara inn í Salaskóla. Þegar fréttafíkill salaskola.is fór á stúfana kom í ljós að Fjölgreindaleikar SALASKÓLA voru að hefjast.

Þeir standa í tvo daga með þátttöku allra í Salaskóla, nemenda, starfsfólks og kennara þar sem allir hafa sitt sérstaka hlutverk. Það kom í ljós að furðufuglarnir sem minnst var á hér á undan eru kennarar og annað starfsfólk skólans klætt í mismunandi búninga. Það mátti sjá lækni, sjóræningja, galdranorn, kokk, íþróttafrömuð, ballerínu, Batmann og marga fleiri. Hefð er fyrir því að starfsfólk lífgi upp á leikana með "öðruvísi fatnaði". Fylgist með fréttum af fjölgreindarleikunum hér á salaskoli.is.

Grænlenskir nemendur í Salaskóla

Þessa dagana taka grænlenskir nemendur þátt í skólastarfi með 6. bekkingum í Salaskóla. Um er að ræða 13 nemendur frá Grænlandi sem dvelja á Íslandi um tíma til þess að læra og æfa sund í sundlauginni í Versölum. En það mun vera samstarfsverkefni Íslands og Grænlands um sundkennslu. Grænlensku nemendurnir fara í sund a.m.k. tvsivar á dag en þess á milli fá þeir að taka þátt í kennslu með sjöttubekkingum. Sést hefur til nemendanna að tafli og í leiklistarstarfi og einnig hafa nemendur verið að skiptast á grænlenskum og íslenskum orðum sem hengd eru síðan upp öðrum til fróðleiks.

skak0809.jpg

Skák í Salaskóla

skak0809.jpgNú er vetrarstarfið í skákinni að hefjast í Salakóla. Nemendur geta komið á eftirfarandi æfingar:

Byrjendur ( og þeir sem eru í dægradvöl): 1, 2 og 3. bekkur – miðvikudaga og/eða föstudaga kl 13:30 til 14:30  
Kennari: Sigurlaug Regína, skráning hjá viðkomandi umsjónarkennara eða ritara í tölvupósti
asdissig@kopavogur.is

Lengra komnir – allur aldur þriðjudaga kl: 14:30 til 16:10 
Kennari: Tómas Rasmus.

Úrvalshópur þeir sem vilja pæla djúpt, þriðjudaga kl: 14:30 til 16:10 
Kennari: Henrik Danielsen stórmeistari.

Hægt er að lesa um skákárið í fyrra á heimasíðu Salaskóla undir liðnum þróunarstarf – skák

Námskynningar fyrir foreldra

Námskynningar verða í skólanum á næstu dögum og vonumst við eftir góðri mætingu foreldra á þær. Kynningarnar eru kl. 17:30 til 18:30 og verða sem hér segir:

mið. 3. september  6. og 7. bekkur
fim.  4. september  2. bekkur
mán. 8. september  5. bekkur
mán. 8. september  8. 9. og 10. bekkur – mætt fyrst á sal
þri. 9. september   4. bekkur
   

Kynningar hjá 1. og 3. bekk verða auglýstar síðar.

lur009.jpg

Útikennsla

Lóurnar voru úti í góða veðrinu á dögunum með kennaranum sínum. Það er gott að vera í útikennslu þegar sólin skín og hlýtt er í veðri. lur009.jpg

formynd.jpg

Skólastarf fer vel af stað

formynd.jpg

Nú er fyrsta vikan í skólanum brátt á enda. Skólastarfið hefur farið vel af stað og nemendur komu endurnærðir til leiks eftir sumarið. Yngstu nemendurnir hafa tekið góðan tíma í að aðlagast skólanum, sumir bekkir hafa farið í ferðalög til að kynnast betur en jákvæðni og metnaður einkennir nemendur Salaskóla.  Inni á myndasafni skólans eru komnar myndir frá skólasetningu. Skoðið nánar hér.