_Kp_sveitak_yngstu_meistarar

Salaskóli sigraði þrefalt í Sveitakeppni Kópavogs 2012

_Kp_sveitak_yngstu_meistarar


Sveitakeppni Kópavogs var haldin hér í Salaskóla föstudaginn 18. febrúar. Öll lið Salaskóla í þremur aldursflokkum sýndu sinn allra besta árangur og endaði Salaskóli í fyrsta sæti samanlagt. Við óskum krökkunum okkar innilega til  hamingju með þennan frábæra árangur. Á meðfylgjandi mynd eru yngstu meistarar skólans. Betur má lesa um úrslitin með því að smella á hnappinn Nánar.  

 

Úrslit úr Sveitakeppni Kópavogs 2012

         

Röð        Yngsti flokkur 1.-4. b     vinn      

1             Salaskóli 1                      17,5      

2             Hörðuvallaskóli 1             16,0      

3             Salaskóli 2                      15,5      

4             Kársnesskóli 1                 14,5      

5             Snælandsskóli 1              13,0      

6             Smáraskóli 1                   11,5      

7             Salaskóli 3                      10,0      

8             Hörðuvallaskóli 2              9,0       

9             Hörðuvallaskóli 3              8,5       

10           Smáraskóli 2                    4,5

Sigurlið Salaskóla

1b Axel Óli Sigurjónsson

2b Björn Breki Steingrímsson

3b Ívar Andri Hannesson

4b Jón Þór Jóhannasson

Mótsstjóri Helgi Ólafsson

 

Röð        Miðstig 5.- 7. bekkur       vinn

1             Salaskóli 1                        30,0

2             Álfhólsskóli 1                     29,0

3             Salaskóli 2                        24,5

4             Smáraskóli 1                     23,5

5             Hörðuvallaskóli 1                22,5

6             Salaskóli 3                         21,5

7             Kársnesskóli 1                   13,5

8             Vatnsendaskóli                  10,0

9             Kársnesskóli 2                     6,5

10           Skotta                                0,0

Sigurlið Salaskóla

1b Hilmir Freyr Heimisson          

2b Jón Smári Ólafsson

3b Jón Otti Sigurjónsson

4b Róbert Örn Vigfússon

1v Dagur Kárason

Mótsstjóri Smári Rafn Teitsson

 

Röð        Unglingar 8. -10. bekkur  vinn

1             Salaskóli 1                         16

2             Vatnsendaskóli                   14

3..4        Kópavogsskóli 1                   11

3..4        Álfhólsskóli 1                       11

5             Salaskóli 2                          4

6             Kópavogsskóli 2                   4

Sigurlið Salaskóla

1b Birkir Karl Sigurðsson

2b Baldur Búi Heimisson

3b Jónas Orri Matthíasson

4b Skúli E Kristjánsson Sigurz

Mótsstjóri Tómas Rasmus.

oskudagur2012

Vampírur, Harry Potter og tómatsósa með fætur sjást á sveimi í Salaskóla!

oskudagur2012Líf og fjör er í Salaskóla í dag, öskudag, en  nemendur mæta í grímubúningum í skólann og glíma við hin margvíslegu verkefni. Í salnum er m.a. sungið og dansað en í kennslustofum og íþróttasal eru ýmsar stöðvar í gangi sem nemendur kíkja á. Það er t.d. hægt að búa til kókoskúlur, fara í leiki, spila og láta mála sig svo fátt eitt sé nefnt. Krakkarnir una hag sínum vel og mikil stemmning er í skólanum. Endað er á pylsuveislu þar sem allir gæða sér á pylsum með tilheyrandi meðlæti við pylsuvagnana sem staðsettir verða víða um skólann. Nemendur eru svo leystir út með nammipoka sem foreldrafélagið splæsir á þá og fara vonandi heim með bros á vör eftir hádegið eftir velheppnaðan skóladag. Margar myndir voru teknar sem sýna svo sannarlega hversu glaðir krakkar voru í Salaskóla þennan morguninn. 

lundarnirheimasida

Lundarnir í góðum gír

lundarnirheimasida

Nemendur í lundum sem eru sjöttubekkingar blésu til mikillar tónlistarveislu á dögunum í Klettgjá hér í Salaskóla að lokinni frábærri tónlistarviku þar sem æft var þrotlaust alla daga. Flutt var tónverk þar sem allir nemendur í lundum ásamt umsjónarkennaranum, honum Björgvini, spiluðu á hljóðfæri og komu að samningu verksins að einhverju leyti. Þema tónlistarveislunnar var náttfatapartý sem sýndi sig í fjörmikilli tónlist og miklu stuði. Stjórnandi þessarar uppákomu var hún Þórdís Heiða, tónlistarkennari, og henni til astoðar voru tónlistarnemendur úr tónskóla hér í borg. Margir komu og hlýddu á, jafnt nemendur skólans, foreldrar og utanaðkomandi gestir og lýstu þeir hrifningu sinni eftir á – á þessari skemmtilegu uppákomu. Já, lengi á eftir heyrðust menn söngla hér og þar um skólann aðalstefið úr tónverki lundanna.  Myndir.

P2140017

Fiskifræðingar framtíðarinnar?

P2140017
Krakkarnir í 8. bekk stóðu sig vel í náttúrufræðinni nú á dögunum þegar þau tóku sér krufningshníf í hönd og rannsökuðu fiskitegundina ýsu gaumgæfilega – að innan sem utan. Á myndum sem teknar voru má sjá að þau voru hvergi bangin í krufningunum. Í ljós kom meira að segja að ein ýsan var með eitthvað í kjaftinum sem reyndist vera kolkrabbi (sjá mynd). Kannski leynist í þessum hópi fiskifræðingar framtíðarinnar, hver veit.

100_dagar

Haldið upp á 100 daga í skólanum

100_dagar
Í gær héldu fyrstubekkingar upp á að þeir eru nú búnir að vera 100 daga í skólanum en það er orðin hefð í skólanum að gera sér dagamun þá. Ýmislegt skemmtilegt var gert í tilefni dagsins og viðfangsefnin tengd við töluna hundrað. Á einni stöðinni voru t.d. 10 skálar með góðgæti og þar áttu krakkarnir að tína 10 bita úr hverri skál niður í poka, samtals 100 stykki. Einnig voru föndraðar kórónur með tölunni 100 og hringir klipptir út úr pappír og settir saman í tugi og hundrað og hengdir í loftið.  Mikið fjör og krakkarnir skemmtu sér afar vel. Hér eru myndir frá hátíðinni.

meistarar

Nú er lokið meistaramóti Salaskóla 2012.

meistarar

Alls tóku 134 nemandi þátt í meistaramóti Salaskóla og var því skipt í þrjá riðla í undanrásum.

1.-4. bekkur sigurvegari: Axel Óli Sigurjónsson 3b  ( 47 keppendur )
5.-7 bekkur sigurvegari: Hilmir Freyr Heimisson 5b (68 keppendur )
8.-10 bekkur sigurvegari: Birkir Karl Sigurðsson 10b  ( 19 keppendur )

Föstudaginn 3. feb.  var síðan haldið úrslitamót þar sem keppt var um hver væri skákmeistari Salaskóla og sigraði Birkir Karl Sigurðsson og er hann því meistari meistaranna 2012.

Móttsjórar voru Tómas Rasmus og Sigurlaug Regína.
Myndir frá lokamótinu.

Úrslit úr einstökum árgöngum:

1. bekkur
1. Samúel Týr Sigþórsson             Lóum
2. María Jónsdóttir                       Hrossagaukar
3. Logi Traustason                       Hrossagaukar

2. bekkur
1. Gísli Gottskálk Þórðar.              Músarrindlar
2. Kári Vilberg Atlason                 Sendlingum
3. Hlynur Smári Magnússon         Músarrindlum

3. bekkur
1.Axel Óli Sigurjónsson                Starar
2. Jón Þór Jóhannasson               Starar
3. Daníel Snær Eyþórssyn            Starar

4. bekkur
1. Björn Breki Steingr.                  Steindeplum
2. Vilhelm Þráinn                         Steindeplum
3. Ernir Jónsson                           Steindeplum

5. bekkur
1. Hilmir Freyr Heimisson             5. b. Kríur
2. Kjartan Gauti Gíslason             5. b. Mávar
3. Róbert Örn Vigfússon              5. b. Mávar

6 bekkur
1. Jón Otti Sigurjónsson               6. b. Teistur
2. Jón Arnar Sigurðsson               6. b. Teistur
3. Bjartur Rúnarsson                    6. b. Lundar

7. bekkur
1. Hildur Berglind Jóhanns.          7. b. Súlur
2. Jón Smári Ólafsson                  7. b. Súlur
3. Garðar Elí Jónasson                 7. b. Súlur

8. bekkur
1. Skúli E Kristjánsson Sigurz        8. b. Fálkar
2 .Magnús Már Pálsson                8. b. Fálkar
3. Pharita Khamsom                    8. b. Ernir

9. bekkur
1. Baldur Búi Heimisson               9. b. Himbrimar
2. Eyþór Trausti Jóhannsson         9. b. Himbrimar
3. Aron Ingi Jónsson                   9. b. Himbrimar

10. bekkur
1. Birkir Karl Sigurðsson               10. b. Krummar
2. Björn Ólafur Björnsson             10. b. Krummar
3. Jón Pétur                               10. b. Krummar

Bronslii_jpg_format

Salaskóli tók bronsið

Bronslii_jpg_formatSalaskóli tók bronsið í sveitakeppni stúlkna sl. laugardag. Stelpurnar úr Salaskóla á sigurbraut í skákinni.
Þær Hildur Berglind Jóhannsdóttir 7. b., Guðbjörg Lilja Svavarsdóttir 8. b., Rebekka Ósk Svavarsdóttir 7.b., Rakel Eyþórsdóttir 8. b. og Mai Pharita Khamsom 8. b. kepptu fyrir hönd Salaskóla á mjög sterku stúlknamóti sl. laugardag. Þær sigruðu 5 skóla af 7 sem þær kepptu við og hrepptu bronsið af öryggi. Ath. Þær voru að keppa við margar þrautþjálfaðar skákstúlkur.
Nánari úrslit á vefsíðunni: http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1221277/

skak2012_jan

Úrslit miðstigs og meistaramót á næstunni

skak2012_jan
Nú liggja úrslitin úr meistarakeppni Salaskóla í skák á miðstigi fyrir. Alls kepptu 63 nemendur á miðstigi að þessu sinni. Sigurvegari miðstigs var Hilmir Freyr Heimisson í öðru sæti var Hildur Berglind Jóhannsdóttir. Heildarúrslit er hægt að sjá hér ásamt myndum. Nú er lokið undanrásum úr þremur aldurshólfum í meistaramóti Salaskóla í  skák.

Alls kepptu:
21 í unglingadeild
63 á miðstigi
47 á yngsta stigi
Alls 131 nemandi.

Á úrslitamótinu þar sem leitað verður að meistara meistaranna föstudaginn 3. feb. 2012 keppa síðan þrír efstu úr hverjum árgangi og að auki 12 sérvaldir snillingar eða 42 krakkar. Þessir keppa föstudaginn 3.2.2012

fri_rik_lafsson_955055

Skákdagurinn

fri_rik_lafsson_955055
Skákdagurinn er haldinn um allt land í dag, fimmtudaginn 26. janúar – í tilefni af afmælisdegi fyrsta stórmeistara Íslendinga Friðriks Ólafssonar. Taflfélög, skákklúbbar, grunnskólar, fyrirtæki, sundlaugar og fleiri sameinast um að það verði teflt sem víðast á Íslandi og sem flestir landsmenn á öllum aldri setjist að tafli. Í Salaskóla hafa nokkrar skákir verið tefldar í tilefni dagsins og í gangi er skákþraut sem allir geta tekið þátt í. Dregið verður  í  þrautasamkeppninni föstudaginn 3. febrúar. Um skákdaginn má lesa á www.skakdagurinn.blog.is