Mikilvæg skilaboð

Það hefur gengið prýðilega hér í Salaskóla í haust. Í ljósi ástandsins í samfélaginu er aðalverkefni okkar að halda hér uppi daglegu skólastarfi fyrir nemendur frá morgni og fram á dag. Annað sem fylgir starfi skóla er margt sett til hliðar. Eins og fréttir bera með sér getur veiran verið ógn við skólastarf ef smit berst í skólann. Við sem vinnum hér í skólanum förum í einu og öllu eftir tilmælum almannavarna sem gilda fyrir grunnskóla og leggjum þannig okkar af mörkum til að láta þetta ganga sem best. Engu að síður getur allt gerst og við erum viðbúin því. 

Við viljum vekja athygli ykkar á því að skólinn er lokaður öðrum en starfsfólki og nemendum bæði á skólatíma og utan hans. Foreldrar og aðrir utanaðkomandi mega ekki koma inn í skólahúsið en við höfum þó gert örfáar undantekningar á því. Við munum nú herða enn frekar á þessu næstu tvær vikurnar. 

Foreldraviðtöl eru á dagskránni á næstunni og að þessu sinni verða þau aðallega tekin í síma eða í fundarforritum í tölvunni. Kennarar munu verða í sambandi við ykkur og finna út úr þessu með ykkur. 

Rétt er að vekja athygli á að allt þetta hefur áhrif á kennslu og fræðslu sem utanaðkomandi aðilar hafa séð um hér í skólanum. Þar má nefna skákþjálfun, forfallakennslu, hljóðfærakennslu og hvers kyns fræðslu aðra sem fólk utan skólans hefur sinnt. Starfsfólk skólans tekur þannig á sig vinnu fyrir aðra sem eru forfallaðir og því geta komið dagar sem við ráðum ekki við að sinna allri kennslu vegna forfalla. Þá þurfum við að senda nemendur heim. Biðjum ykkur um að taka því vel. 

Yngstu börnin eru í frístund eftir skóla og þar gildir það sama og í skólastarfinu. Foreldrar eiga ekki að koma inn í skólann þegar þeir sækja börnin, starf getur fallið niður vegna forfalla og börn eiga ekki að vera hálfveik í frístundinni.  

Það eru tilmæli frá almannavörnum um að börn sem eru með einhver veikindi eigi að vera heima. Það gildir líka um kvef og svoleiðis. Brýnið fyrir þeim að þvo sér og spritta. 

Við þurfum öll að hjálpast að við á láta þetta ganga vel. Það skiptir mestu máli að krakkarnir geti mætt í skólann. Takið upp símann ef þið þurfið að ræða eitthvað mikilvægt við okkur, sendið tölvupóst ef það eru upplýsingar sem þið þurfið að koma á framfæri. 

Skólasetning Salaskóla 2020

Nemendur eru boðaðir í skólann til að hitta umsjónarkennara og skólafélaga þennan dag. Nemendur mæta í anddyri skólans hópar eru lesnir upp og fara með kennara í umsjónarstofu. Gert er ráðfyrir að heimsóknin sé um það bil 30 mínútur.   Foreldrar eiga ekki að koma í skólann nema vera boðaðir sérstaklega.

2. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst kl 8:30 börn fædd 2013
3. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 9:00 börn fædd 2012
4. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 9:30
5. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 10:00
6. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 10:30
7. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 11:00
8. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 11:30
9. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 12:00
10. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 12:30

Skólasetning 25. ágúst

Nú er nýtt skólaár að hefjast og það eru örfá atriði sem við þurfum að hnykkja á við ykkur foreldrana. Þið fái svo ítarlegri upplýsingar þegar nær dregur.

1. Vegna takmörkunar á samkomum vegna farsóttar mega utanaðkomandi ekki koma inn í skólann nema í algjörum undantekningatilfellum og í samráði við skólastjórnendur. Þetta á við um foreldra líka.
2. Skólasetning er þriðjudaginn 25. ágúst. Þar sem í gildi er takmörkun á samkomum vegna farsóttar boðum við nemendur í hverjum árgangi fyrir sig, hittum þau hér í anddyrinu og þau fara svo með kennurum sínum í skólastofu. Kennararnir fara aðeins yfir málin með þeim og svo fara krakkarnir heim. Skólasetning hjá hverjum árgangi tekur hálftíma til þrjú korter. Við sendum ykkur tímasetningar hvers árgangs í næstu viku. Foreldrar geta því miður ekki verið með á skólasetningu.
3. Kennsla hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 26. ágúst. Að öllu óbreyttu verður hún hefðbundin og án skerðingar. Nemendur eiga allir að mæta í skólann.
4. Sumardvöl 1. bekkinga verður út næstu viku. Það er engin dægradvöl á mánudag og þriðjudag, 24. og 25. ágúst. Dægradvöl hefst 26. ágúst.
5. Við munum gæta ítrustu sóttvarna og allir þurfa að þvo sér og spritta hendur reglulega og fara varlega.
6. Foreldrafundir og kynningar hér í skólanum munu bíða betri tíma. Við reynum að halda ykkur öllum vel upplýstum með öðrum hætti.

Við skulum öll leggja okkur fram við að halda uppi góðu skólastarfi fyrir börnin. Við erum orðin sjóuð að lifa með veirunni og vitum að við getum þetta. Stöndum saman í þessu.

 

Skóladagatal 2020-2021

Skóladagatal Salaskóla fyrir næsta skólaár hefur ekki verið endanlega samþykkt en eftirfarandi dagsetningar liggja þó fyrir:

25. ágúst, skólasetning fyrsti skóladagur

26. og 27. október vetrarleyfi

18. og 19. febrúar vetrarleyfi

Um leið og skóladagatalið hefur verið samþykkt setjum við það á heimasíðuna.

 

Sumarfrí

Nú erum við starfsfólk Salaskóla komin í sumarfrí. Þökkum nemendum, foreldrum gott samtarf við oft erfiðar aðstæður í vetur og sérstaklega í vor. Veirufaraldur, verkföll, vatnsflóð og stundum veður settu strik í reikninginn, en saman unnum við okkur í gegnum þetta allt og lukum skólaárinu með sóma. Það verður talsverð starfsemi í skólahúsinu í sumar. Leikskólarnir nota húsið fyrir sína starfsemi, félagsmiðstöðin Fönix er opin í sumar, vinnuskólinn er með aðstöðu og svo verður boðið upp á gistingu í skólanum á símamóti Breiðabliks og einnig á móti á vegum Gerplu.
 
En skrifstofa skólans opnar svo aftur í vikunni eftir verslunarmannahelgi.
 
Hafið það gott í sumar!

Skólaslit í dag

Í dag verður Salaskóla slitið eftir viðburðarríkan og furðulegan vetur. Nemendur í 1. – 9. bekk mættu í skólann kl. 8:00 í morgun og kl. 11:00 safnast allir saman og skólanum verður slitið. Útskriftarhátíð 10. bekkinga hefst svo kl. 12:30 og þá mæta þeir prúðbúnir og taka við vitnisburði sínum og kveðja skólann.

Útskrift og skólalok 10. bekkinga

Nú hefur verið slakað á samkomubanninu og það gerir okkur mögulegt að bjóða foreldrum 10. bekkinga að taka þátt í útskriftinni með okkur. Við höfum því ákveðið að útskriftin verði mánudaginn 8. júní í hádeginu kl. 12:30 – 13:30 hér í skólanum. Hverjum nemanda geta fylgt tveir fullorðnir en því miður getum við ekki boðið systkinum að vera með eins og stundum hefur verið. Þetta er fjölmennur árgangur og plássið af skornum skammti. Við munum raða stólum þétt í salinn og þeir sem vilja meira rými geta valið um það.

Á útskriftinni verða stutt ávörp nemenda og kennara, einhverjir nemendur verða með atriði og svo verða útskriftarskírteini afhent. Að lokinni athöfn geta gestir gripið kaffibolla og fengið skammtaðan kökubita sem skólinn býður upp á. Ágætt að staldra aðeins við og spjalla smá stund áður en haldið er út í sumarið. Gerum ráð fyrir að öllu verið lokið kl. 14:00.

Foreldrar eiga ekki að koma með veitingar eins og venjan er á útskriftum hjá okkur. Við viljum gjarnan að nemendur komi í betri fötum á þessa mikilvægu athöfn.

Síðasti skóladagur 10. bekkinga er miðvikudagurinn 3. júní. Daginn eftir halda þeir á vit ævintýra í einnar nætur útskriftarferð sem að sjálfsögðu er óvissuferð og enginn veit hvert farið verður.

Samrómur – sigrar Salaskóli?

Samrómur er heiti samvinnuverkefnis sem snýr að því að safna röddum Íslendinga til að búa til opið gagnasafn fyrir notkun á íslensku í upplýsingatækni. Verkefninu var hleypt af stokkunum þann 16. október síðastliðinn og til að byrja með snerist átakið um söfnun raddsýna frá fullorðnum einstaklingum.

Tilvera íslenskrar tungu stendur hins vegar og fellur með því að börn og unglingar noti tungumálið. Það þarf að tryggja að tæknin skilji einnig raddir barna og unglinga, sem nú tala við flest sín tæki á ensku, en raddir barna og unglinga eru afar frábrugðnar röddum fullorðinna. Því hefur verið sett af stað lestrarkeppni grunnskóla þar sem keppt er um fjölda setninga sem nemendur lesa inn og að sjálfsögðu ætlar Salaskóli að taka þátt.

Hér má sjá Guðna forseta segja frá keppninni og hvernig hægt er að taka þátt. Ævar vísindamaður er að sjálfsögðu vinur Samróms enda snýr Samrómur að tölvuvísindum. Hann hvetur hér alla grunnskólanemendur til dáða í lestrarkeppninni.

Takið þátt, ferlið er einfalt og mjög fljótlegt. 

  1. Farið inn á vefsíðu verkefnisins samromur.is.

  2. Smellið á “Tala”.

  3. Setjið inn aldur, kyn og veljið Salaskóla undir “Lestrarkeppni”.

  4. Ýtið á “Áfram”.

  5. Ýtið á míkrafóninn og lesið setninguna sem birtist á skjánum. Í upphafi fáið þið fimm setningar en hægt er að lesa aftur inn og þá er hægt að velja fjölda setninga.

Staða keppninnar er síðan birt jafnóðum á stigatöflu sem er aðgengileg inni á síðunni. Við hvetjum nemendur, foreldra, systkini og starfsmenn til þess að lesa inn fyrir Salaskóla og telst hver lesin setning vera stig fyrir skólann. Þetta getur nýst börnum sem góð æfing í lestri, sér í lagi þar sem hægt er að hlusta á sína eigin upptöku og meta hvort hún hafi verið rétt lesin. Guðni Th. Jóhannesson forseti mun veita sigurskólunum viðurkenningar en keppnin stendur til 10. maí.

Ljáðu íslenskri tungu rödd þína. Það er á okkar valdi að alltaf megi finna svar á íslensku.

Hvaða skóli les mest?Lestrarkeppni grunnskóla fer fram á Samrómur.is en þar er keppt um fjölda setninga sem nemendur, kennarar og foreldrar lesa inn. Hérna segir Guðni forseti frá keppninni og hvernig þú getur tekið þátt. #gerumeinsogguðni

Posted by Samrómur on Fimmtudagur, 16. apríl 2020

Guðni Th. forseti segir frá grunnskólakeppninni og hvernig hægt er að taka þátt. #gerumeinsogguðni

Dear parents; feeling guilty is not an option these days.

When the ban of social gathering became a fact we planned that grades 1 -5 would attend school up to a point but thas not happened yet. Nevertheless, parents have recieved information from our teachers about what can be done at home.
Some teachers in grades 1 – 5 have for the last days used distance teaching, Seesaw for an example, and some students have even had lessons in home economics.
We assumed that students in grades 6 – 10 would not attend school very often but work more from home. There is so much going on in their studies. The physical training instructors have been teaching via the Internet. Students work on various subjects and use various ways to communicate. For example there was a Yoga Nidra class last Thursday. Teachers have had meetings and offered their students to reach out to them. Some of them have done that and sometimes when they have just woke up and still in their pyjamas.
Some of the teachers who specialize in remedial teaching have reached out to their students and also the teachers who teach Icelandic as a second language.
We have to keep in mind that circumstances vary in our group of staff. Some are ill, some are taking care of sick family members. Some are doing everything they can to protect their family members who are at risk.
Both kindergartens and elementary schools have either been closed or operating with limitations. People with young children are busy taking care of them.
Not everyone can work from home relentlessly and some just can‘t.
I would like to tell you as well that many families are struggling. Quite a few parents contacted me yesterday. People are doing what they can to work from home and take care of their children at the same time. They fear what will happen in the near future and whether or not they will lose their job etc.
Many are under so much pressure and rely on their older children to look after younger siblings. That enables parents to focus on their jobs up to a point.
We who work in Salaskóli keep this in mind when we give our older students new assignments to do.
Many parents experience guilt and worry that they are not doing their best these days. They fear that their children are not learning enough and question their ability to do what they need to do.
To these parents I want to say that feeling guilty is not an option these days.
Don´t hesitate to contact the school administrators if you have any questions.
We should all try to relax and take good care of ourselves.