Skólasetning 25. ágúst

Nú er nýtt skólaár að hefjast og það eru örfá atriði sem við þurfum að hnykkja á við ykkur foreldrana. Þið fái svo ítarlegri upplýsingar þegar nær dregur.

1. Vegna takmörkunar á samkomum vegna farsóttar mega utanaðkomandi ekki koma inn í skólann nema í algjörum undantekningatilfellum og í samráði við skólastjórnendur. Þetta á við um foreldra líka.
2. Skólasetning er þriðjudaginn 25. ágúst. Þar sem í gildi er takmörkun á samkomum vegna farsóttar boðum við nemendur í hverjum árgangi fyrir sig, hittum þau hér í anddyrinu og þau fara svo með kennurum sínum í skólastofu. Kennararnir fara aðeins yfir málin með þeim og svo fara krakkarnir heim. Skólasetning hjá hverjum árgangi tekur hálftíma til þrjú korter. Við sendum ykkur tímasetningar hvers árgangs í næstu viku. Foreldrar geta því miður ekki verið með á skólasetningu.
3. Kennsla hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 26. ágúst. Að öllu óbreyttu verður hún hefðbundin og án skerðingar. Nemendur eiga allir að mæta í skólann.
4. Sumardvöl 1. bekkinga verður út næstu viku. Það er engin dægradvöl á mánudag og þriðjudag, 24. og 25. ágúst. Dægradvöl hefst 26. ágúst.
5. Við munum gæta ítrustu sóttvarna og allir þurfa að þvo sér og spritta hendur reglulega og fara varlega.
6. Foreldrafundir og kynningar hér í skólanum munu bíða betri tíma. Við reynum að halda ykkur öllum vel upplýstum með öðrum hætti.

Við skulum öll leggja okkur fram við að halda uppi góðu skólastarfi fyrir börnin. Við erum orðin sjóuð að lifa með veirunni og vitum að við getum þetta. Stöndum saman í þessu.

 

Birt í flokknum Fréttir.