Drengjum og stúlkum kennt á ólíkan hátt!

Almennur fyrirlestur fyrir foreldra og annað áhugafólk um skólamál 

Fimmtudaginn 21. ágúst kl. 19:30 mun Kelley King halda almennan fyrirlestur í hátíðarsal Breiðholtsskóla.  Fyrirlesturinn verður á ensku.

Kelley fjallar um mun á strákum og stelpum og hvernig hægt er að koma til móts við kynjamun í uppeldi og kennslu.

Foreldrar og annað áhugafólk er hvatt til að mæta.

Þessa dagan stendur Breiðholtsskóli fyrir námskeiðum og fyrirlestri um ólíka nálgun við kennslu drengja og stúlkna. Hátt í 200 kennarar sækja námskeiðin en þau eru ætluð kennurum sem hug hafa á að ná betur til nemenda sinna og minnka um leið bilið á milli árangurs drengja og stúlkna í skólanum.

Mikill munur á árangri drengja og stúlkna

Í niðurstöðum samræmdra prófa hérlendis sem víða erlendis kemur fram mikill munur á árangri drengja og stúlkna.  Þessi munur virðist hafa farið vaxandi og er víða umræðuefni meðal áhugafólks um skólamál.  Rannsóknir sýna að drengir og stúlkur hafa ekki aðeins mismunandi hormónaframleiðslu heldur er einnig munur á hvernig heilinn starfar.  Kelley King fjallar um hvernig við nýtum okkur þessa þekkingu og kemur með raunhæfar leiðbeiningar til foreldra um hvernig við getum eflt getu bæði drengja og stúlkna til að ná betri árangri í námi.

Fyrirlesarinn Kelley King er bandarískur sérfræðingur á þessu sviði, og er hún ein af höfundum nýútkominna bóka um "Aðferðir til að kenna drengjum og stúlkum".  Kelley King er framkvæmdastjóri Gurian Institut Education Division. (www.gurianinstitude.com).  Hún hefur verið kennari og skólastjóri um 20 ára skeið og hlotið viðurkenningar fyrir störf sín og fjallað um þau, m.a. í Newsweek, Today Show, Educational Leadership og Radio Health Journal.

Skólasetning 22. ágúst

Salaskóli verður settur föstudaginn 22. ágúst nk. Nemendur mæta sem hér segir:

2., 3. og 4. bekkur        kl.   9:00
5., 6. og 7. bekkur        kl. 10:00
8., 9. og 10. bekkur      kl. 11:00

Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum dagana 22. og 25. ágúst. Nýir nemendur, aðrir en nemendur 1. bekkjar eru boðnir velkomnir ásamt foreldrum á kynningarfund í skólanum fimmtudaginn 21. ágúst kl. 11:00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst.

Skólaslit og hátíð í dag

Í dag fimmtudaginn 5. júní verður skólanum slitið. Að loknum skólaslitum hefst hátíð foreldrafélagsins á skólalóðinni. 
8. – 9. bekkur á að mæta kl. 13:00 á sal skólans
1. – 7. bekkur á að mæta kl. 14:00 á sal skólans
Eftir skólaslit kl. 14:30 hefst skemmtun foreldrafélagsins á skólalóðinni. Foreldrar eru hvattir til fjölmenna.

Brautskráning 10. bekkinga

Nemendur 10. bekkjar verða brautskráðir frá Salaskóla miðvikudaginn 4. júní og hefst athöfnin kl. 20:00. Foreldrar eru beðnir að koma með sínum útskriftarnema og afar og ömmur eru einnig velkomin. Að lokinni brautskráningu verður boðið upp á veislukaffi og eru allir beðnir um að koma með eitthvað á hlaðborðið.

Opið hús í Salaskóla í dag

Frá kl. 8:00 – 11:00 í dag er margt um að vera í Salaskóla. Opið hús fyrir foreldra.
Kl. 845 er samsöngur yngri barna á sal skólans. M.a. júróvisionlagið
Kl. 9:00 hraðskák – bæjarstjórinn gegn Guðmundi Kristni Lee í nýja bókasafninu
Kl. 915 syngur kórinn í salnum
Kl. 935 fær skólinn afhentan Grænfánann í þriðja skiptið
kl. 1000 sýnir 7. bekkur frumsaminn söngleik um einelti.
Auk þess eru kennslustofur opnar og mikið um að vera. Handverksmunir og önnur vinna nemenda til sýnis.
Foreldrar velkomnir

Foreldrum boðið í Salaskóla 27. maí

Þriðjudaginn 27. maí bjóðum við foreldrum nemenda í 1. – 7. bekk í skólann frá kl. 8:10 – 10:00. Ýmislegt verður um að vera í kennslustofum, á göngum, í salnum og á skólalóðinni. Munir sem nemendur hafa búið til verða til sýnis, skólakórinn syngur, krakkar spila á hljóðfæri, lesa upp ljóð, sýna leikrit, syngja og svo framvegis. Hægt er að kaupa sér kaffi og vöfflu til að gæða sér á. Þá er hægt að fylgjast með kennslu í bekkjum og í smiðjum í verklegum greinum. Nánar um dagskrá ef þú smellir á "Lesa meira"

Dagskráin er að mótast en nú þegar liggur fyrir að 1. – 2. bekkur verður með samsöng á sal kl. 8:45.
Kl. 9:00 teflir bæjarstjórinn hraðskák við einn af skákmeisturum Salaskóla.
Kl. 9:10 syngur skólakórinn í salnum
Kl. 9:30 verður Salaskóla afhentur Grænfáninn í þriðja skiptið.
Kl. 10:00 eru nemendur í 7. bekk með sýningu á leikriti sínu fyrir jafnaldra sína í Hörðuvallaskóla og Vatnsendaskóla. Aðrir mega að sjálfsögðu horfa líka.

Hvetjum foreldra barna í 1.-7. bekk til að líta inn og sjá fjölbreytt og skemmtilegt starf.

Háskóli unga fólksins

Vekjum athygli á Háskóla unga fólksins. Lesið meira með því að smella á "Lesa meira"

Háskóli unga fólksins undraveröld þekkingarinnar

Um miðjan júní tekur Háskóli Íslands á sig ferskan blæ þegar kennsla hefst í Háskóla unga fólksins. Nemendur verða börn og unglingar fædd 1992-96. Allir sem fæddir eru á þessu árabili geta skráð sig í skólann. Skólahaldið mun standa dagana 9. til 13. júní  og í boði verða mörg stutt en hnitmiðuð námskeið úr ýmsum deildum og skorum Háskóla Íslands.

Gert er ráð fyrir um 250 nemendum í skólanum og er þeim skipt í tvo hópa; f: 1992-93 og 1994-96. Hver nemandi velur sex námskeið og einn þemadag og setur þannig saman sína eigin stundatöflu. Á síðasta degi Háskóla unga fólksins er haldin brautskráningarhátíð.

Skráning nemenda í Háskóla unga fólksins hefst 15. maí og fer fram á vef Háskóla unga fólksins, www.ung.is <http://www.ung.is/> . Skráningargjald er 15 þúsund krónur og innifalið í því eru námskeið, kennslugögn og léttur hádegisverður alla skóladagana. Allar nánari upplýsingar um Háskóla unga fólksins má fá á www.ung.is <http://www.ung.is/> .

Verkefnisstjóri Háskóla unga fólksins 2008 er Svanhildur Kr. Sverrisdóttir.

Háskóli unga fólksins
Aðalbygging Háskóla Íslands, Sæmundargötu  6
101 Reykjavík
http://www.ung.is