Skólaþing

Á fimmtudaginn, 12. febrúar, ætlum við að halda Skólaþing með nemendum í 5. – 10. bekk. Þá skiptum við krökkunum í þessum bekkjum í ca 50 hópa og koma hópstjórar úr elstu bekkjunum. Fyrst verður stuttur sameiginlegur fundur og svo verða umræður í hópunum um ýmis mál sem snerta nám, skipulag, félagslíf, o.fl. Allt verður skráð niður og svo verður unnið úr niðurstöðum þingsins. Það væri fínt ef krakkarnir fengju smá æfingu heima í að setja fram sínar hugmyndir um hvað er gott í náminu og hvað má bæta. Viljum gjarnan fá fram nýjar og ferskar hugmyndir.

Breyting á gjaldskrám

Nýjar gjaldskrár taka gildi frá 1. janúar 2015

Mötuneyti
Verð á máltíð í mötuneytum grunnskóla er 420 krónur frá 1. janúar 2015 

Dægradvöl
Gjaldskrá í dægradvöl frá 1. janúar 2015

 

 

Samtals

Allt að 20 klst á mán

6.747

21-40 klst á mán

11.808

41-60 klst á mán

15.744

61-80 klst á mán

18.555

Matargjald

125

Breyting verður á systkinaafslætti frá 1. janúar 2015 þar sem afsláttur reiknast af öllu dvalargjaldinu en ekki einungis grunngjaldi (fyrstu dvalarstund).

Frá 1. janúar 2015 er systkinaafsláttur 30% af dvalargjaldi fyrir annað og 75% fyrir þriðja systkini. Systkinaafsláttur reiknast á eldra (eldri) systkin og tekur einnig til yngri systkina sem eru í leikskóla eða í vistun hjá dagforeldrum.

Jólaböllin í dag

Jólaböllin í dag:

Kl. 9 – Starar, sandlóur, sólkríkjur, tjaldar, flórgoðar, langvíur
Kl. 10 – Stelkar, steindeplar, músarrindlar, vepjur, himbrimar, svölur, kríur
Kl. 11 – sendlingar, glókollar, maríuerlur, tildrur, lómar, súlur, ritur

Mæta í sínu stofu og svo er marserað í salinn og dansað í kringum jólatréð

Morgunkaffi – þökkum fyrir okkur

Í morgun mættu foreldrar 9. og 10. bekkinga í morgunkaffi það var síðasta kaffiboðið á þessu ári. Það hafa 546 foreldrar komið í morgunkaffi með stjórnendum Salaskóla.  Þessir foreldrar eiga 422 börn í 1. – 10. bekk en þar eru alls 550 nemendur. Það hafa því foreldrar 76% barna komið og líklega er prósentutalann hærri því margir eiga börn í nokkrum árgöngum og hafa kannski ekki mætt á alla fundina. Þetta verður að verður að teljast mjög vel viðunandi. Best var mætingin í himbrimum en þar mættu foreldrar allra krakkanna. Á hæla þeirra koma foreldrar langvía og sendlingar, þar vantaði aðeins foreldri eins barns. Á fundunum skrifuðu foreldrar á miða tvö atriði sem þeir eru ánægðir með í starfi Salaskóla og tvö atriði sem má bæta eða þá hugmyndir um eitthvað sem mætti taka upp í skólanum. Við erum nú að fara yfir þessa miða og vinna úr þeim. Þar er margt sem styrkir okkur í starfinu og hjálpar okkur við að bæta skólann okkar. 

Vegna mögulegs verkfalls 10. nóvember

Starfsmannafélag Kópavogs hefur boðað verkfall frá og með mánudeginum 10. nóvember nk. semjist ekki fyrir þann tíma. Ef af verkfalli verður mun það hafa veruleg áhrif á starfsemi grunnskóla í Kópavogi og þar með Salaskóla. Afleiðingarnar hér verða svohljóðandi:
– dægradvöl skólans lokar alveg meðan á verkfalli stendur, á líka við um klúbbastarf í 4. bekk
– húsvörður verður í verkfalli en skólastjóri má opna skólahúsið að morgni dags
– ritari verður í verkfalli og því verður erfitt að ná símasambandi við skólann. Hægt að senda tölvupóst á skólastjóra hafsteinn@kopavogur.is.  Ef um mjög brýnt mál er að ræða er hægt að hringja í Hafstein skólastjóra í síma 821 1630 eða Hrefnu aðstoðarskólastjóra í síma 864 3719
– sundlaugin verður lokuð og sundkennsla fellur því niður
– stuðningsfulltrúar fara í verkfall
– kennarar eru ekki í verkfalli og kennt verður skv. stundaskrá
– ýmis önnur röskun getur orðið af þessum völdum og munum við tilkynna um það eftir því sem við á.
– verkfallið hefur ekki áhrif á mötuneytið, þar verður matur framreiddu að venju.
Vonandi nást samningar áður en til verkfalls kemur. Við sendum upplýsingar til ykkar um það í tölvupósti og í gegnum facebooksíðu skólans.

Dagur gegn einelti

Föstudagurinn 7. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti hér í Salahverfi. Þetta er samstarfsverkefni milli leikskólanna í hverfinu og Salaskóla. Nemendurnir 9. og 10. bekkjar fara í heimsókn í leikskólana og vinna með börnunum að ýmsum verkefnum sem tengjast verkefninu Vinir úr Salaskóla sem er samstarfsverkefni við leiksskólana Fífusali og Rjúpnahæð. Nemendur í 7. og 8. bekk Salaskóla sjá um útivist með yngri nemendum.