Haustið 2014 stóð Mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir úttekt á starfi Salaskóla. Úttektin var framkvæmd af Námsmatsstofnun. Niðurstöður úttektarinnar er að finna í Skýrslu um ytra mat á Salaskóla 2014
Haustið 2014 stóð Mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir úttekt á starfi Salaskóla. Úttektin var framkvæmd af Námsmatsstofnun. Niðurstöður úttektarinnar er að finna í Skýrslu um ytra mat á Salaskóla 2014
Á fimmtudaginn, 12. febrúar, ætlum við að halda Skólaþing með nemendum í 5. – 10. bekk. Þá skiptum við krökkunum í þessum bekkjum í ca 50 hópa og koma hópstjórar úr elstu bekkjunum. Fyrst verður stuttur sameiginlegur fundur og svo verða umræður í hópunum um ýmis mál sem snerta nám, skipulag, félagslíf, o.fl. Allt verður skráð niður og svo verður unnið úr niðurstöðum þingsins. Það væri fínt ef krakkarnir fengju smá æfingu heima í að setja fram sínar hugmyndir um hvað er gott í náminu og hvað má bæta. Viljum gjarnan fá fram nýjar og ferskar hugmyndir.
Nýjar gjaldskrár taka gildi frá 1. janúar 2015
Mötuneyti
Verð á máltíð í mötuneytum grunnskóla er 420 krónur frá 1. janúar 2015
Dægradvöl
Gjaldskrá í dægradvöl frá 1. janúar 2015
Samtals |
|
Allt að 20 klst á mán |
6.747 |
21-40 klst á mán |
11.808 |
41-60 klst á mán |
15.744 |
61-80 klst á mán |
18.555 |
Matargjald |
125 |
Breyting verður á systkinaafslætti frá 1. janúar 2015 þar sem afsláttur reiknast af öllu dvalargjaldinu en ekki einungis grunngjaldi (fyrstu dvalarstund).
Frá 1. janúar 2015 er systkinaafsláttur 30% af dvalargjaldi fyrir annað og 75% fyrir þriðja systkini. Systkinaafsláttur reiknast á eldra (eldri) systkin og tekur einnig til yngri systkina sem eru í leikskóla eða í vistun hjá dagforeldrum.
Jólaböllin í dag:
Kl. 9 – Starar, sandlóur, sólkríkjur, tjaldar, flórgoðar, langvíur
Kl. 10 – Stelkar, steindeplar, músarrindlar, vepjur, himbrimar, svölur, kríur
Kl. 11 – sendlingar, glókollar, maríuerlur, tildrur, lómar, súlur, ritur
Mæta í sínu stofu og svo er marserað í salinn og dansað í kringum jólatréð
Nú eiga nemendur í 8. – 10. bekk að velja valgreinar fyrir vorönnina. Námskeiðslýsingar eru í þessu skjali: Val á vorönn 2015. Þurfið sennilega að smella á download til að fá skjalið.
Farið svo á þennan tengil og veljið; https://www.surveymonkey.com/s/8HS3YJL
Athugið að þetta þarf að klára í síðasta lagi á hádegi fimmtudagsins 18. desember.
Í morgun mættu foreldrar 9. og 10. bekkinga í morgunkaffi það var síðasta kaffiboðið á þessu ári. Það hafa 546 foreldrar komið í morgunkaffi með stjórnendum Salaskóla. Þessir foreldrar eiga 422 börn í 1. – 10. bekk en þar eru alls 550 nemendur. Það hafa því foreldrar 76% barna komið og líklega er prósentutalann hærri því margir eiga börn í nokkrum árgöngum og hafa kannski ekki mætt á alla fundina. Þetta verður að verður að teljast mjög vel viðunandi. Best var mætingin í himbrimum en þar mættu foreldrar allra krakkanna. Á hæla þeirra koma foreldrar langvía og sendlingar, þar vantaði aðeins foreldri eins barns. Á fundunum skrifuðu foreldrar á miða tvö atriði sem þeir eru ánægðir með í starfi Salaskóla og tvö atriði sem má bæta eða þá hugmyndir um eitthvað sem mætti taka upp í skólanum. Við erum nú að fara yfir þessa miða og vinna úr þeim. Þar er margt sem styrkir okkur í starfinu og hjálpar okkur við að bæta skólann okkar.
Föstudagurinn 7. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti hér í Salahverfi. Þetta er samstarfsverkefni milli leikskólanna í hverfinu og Salaskóla. Nemendurnir 9. og 10. bekkjar fara í heimsókn í leikskólana og vinna með börnunum að ýmsum verkefnum sem tengjast verkefninu Vinir úr Salaskóla sem er samstarfsverkefni við leiksskólana Fífusali og Rjúpnahæð. Nemendur í 7. og 8. bekk Salaskóla sjá um útivist með yngri nemendum.