Vantar starfsfólk

Salaskóli auglýsir eftir starfsfólki í dægradvöl og starfsmanni í mötuneyti.

Í dægradvöl vantar 5 – 6 starfsmenn. Þar er um að ræða 50% starf eftir hádegi.

Í mötuneyti vantar einn starfsmann í 100% starf. Starfið felst í að undirbúa morgunhressingu og hádegisverð fyrir nemendur og starfsfólk, aðstoð við síðdegishressingu í dægradvöl og frágang í eldhúsi.

Við erum að leita að duglegu og stundvísum einstaklingum sem eru reiðubúnir að starfa í anda stefnu skólans.

Upplýsingar um starfið fást hjá skólastjórnendum í síma 441 3200. Sækja þarf um starfið á vef Kópavogsbæjar

Birt í flokknum Fréttir.