Tómstundaúrræði fyrir 4. bekk næsta vetur

Að undanförnu hefur greinilega dregið verulega úr áhuga 4. bekkinga á að vera í dægradvöl eftir að skóla lýkur á daginn. Engu að síður er þörf á úrræði fyrir þennan aldur og því höfum við ákveðið að bjóða upp á nýjan valkost þar sem í boði verður áhugaverð dagskrá fyrir 4. bekkinga á mánudögum til fimmtudaga frá kl. 13:30 – 15:00. 
Góð blanda af skemmtilegu tómstundastarfi og möguleiki á að stunda heimanám einn dag í hverri viku. Tómstundastarfið sem í boði verður næsta haust ef næg þátttaka fæst er m.a. eftirfarandi: 
–    margmiðlun 
–    stuttmyndagerð 
–    smiðjur
–    skák og  dans
–    hreyfing og hreysti
–    heimanám einu sinni í viku
Áhersla er lögð á fjölbreytni og skapandi vinnu krakkanna. Einnig verður farið í ferðir af ýmsu tagi. 
Við bjóðum einnig upp á sveigjanleika gagnvart þeim sem eru í öðru tómstundastarfi t.d. einn af þessum dögum sem í boði eru. 
Við ljúkum hverjum degi á kaffi kl. 14:40 – 15:00.
Við æltum að leggja okkur fram við að gera þetta áhugavert fyrir þennan aldur
Verðið er lágmarksgjald í dægradvöl, þ.e. 6.615 kr. + 125 kr. á dag fyrir kaffi. 
Foreldrar barna í 3. bekk hafa fengið póst um þetta og upplýsingar um hvernig á að skrá börn í þetta skemmtilega úrræði. 
download

Úrslitin úr meistaramótinu 2014

download
Meistaramóti Salaskóla er lokið  en úrslitin réðust föstudaginn 14. febrúar þegar allir þeir sterkustu úr hverjum árgangi hittust í keppninni um meistara meistaranna. 
Keppendur kepptu í þremur undanrásum og að auki kepptu 22 í svokallaðri Peðaskák. Heildarfjöldi þátttakenda var 193 nemendur sem eru ca. 37% af nemendum Salaskóla. 
Sigurvegari mótsins varð Hildur Berglind Jóhannsdóttir. 
Meistari unglinga varð einnig  Hildur Berglind Jóhannsdóttir. 
Meistari miðstigs varð Jason Andri Gíslason.
Meistari yngsta stigs varð Kári Vilberg Atlason.
Mótsstjóri var Tómas Rasmus.

Smellið hér til að sjá heildarúrslit. 

Skoðið myndir frá verðlaunafhendingu.

A_Kriur_B_vinna_1

Kríur eru besti skákbekkur Salaskóla

A_Kriur_B_vinna_1
Nú er lokið bekkjamóti Salaskóla í skák. 
Alls kepptu 52 lið eða um 160 manns. Öll sterkustu liðin söfnuðust saman á sal föstudaginn 13.12.2013 og kepptu um titilinn besti skákbekkur Salaskóla 2013. Í úrslitariðlinum voru 14 lið og fóru leikar þannig:

Nr           Heiti liðs              Vinningar

1             7 Kríur B               17,5

2             7 Kríur A               16,5

3             7 Mávar A             16

4             5 Jaðrakanar         13

5             6 Súlur                 12,5

6             5 Spóar A             11,5

7.-.8        7 Mávar B             11

7.-.8        4 Tjaldar              11

9             10 Hrafnar  A       10,5

10           7 Ritur                  9

11           8 Teistur A            7,5

12           4 Vepjur               5

13           2 Músarindlar        4

14           4 Tildrur               3,5

Keppnin var æsispennandi en leikar enduðu þannig að Kríur vörðu titilinn frá því í fyrra. En athygli vakti að B lið Kríubekkjarins sigraði mótið, sem segir okkur að þessir bókstafir skipta ekki öllu máli.
Sigurliðið 7 Kríur B:

Benedikt Árni Björnsson      

Elvar Ingi Guðmundsson

Orri Fannar Björnsson   

Þorsteinn Björn Guðmundsson  

Silfurliðið 7 Kríur A:

Jason Andri Gíslason   

Aron Ingi Woodard      

Ágúst Unnar Kristinsson 

Bronsliðið 7 Mávar A:

Róbert Örn Vigfússon  

Kjartan Gauti Gíslason    

Andri Már Tómasson  

Breki Freysson 
 

Mótsstjóri var Tómas Rasmus.

3. riðli í undankeppni í skák lokið

Nú er lokið þriðja riðli í undankeppni fyrir bekkjamót Salaskóla í skák 2013. 
Föstudaginn 13.12.2013 kepptu 13 lið úr unglingastigi sem eru krakkar úr 8.- 10. bekk.

Heildarúrslit urðu þessi:

Röð      Heiti liðs       vinningar

1             Hrafnar 10 A       14,5

2             Kjóar 9  A           14

3             Teistur 8 A lið      14

4             Kjóar 9 B            13,5

5             Hrafnar 10 C       13

6             Lundar 8 a lið     13

7             Smyrlar 9 C        11,5

8             Krummar 10       11

9             Hrafnar 10 B      11

10           Smyrlar 9 A        10

11           Smyrlar 9 B        10

12           Kjóar D dömur     6

13           Smyrlar 9 D         5,5

Í sigurliðinu „Hrafnar A“ voru kapparnir: Skúli E Kristjánsson Sigurz,

Magnús Már Pálsson, Magnús Hjaltested og Ragnar Páll Stefánsson

Bestum árangri pr. árgang náðu þessir:

10b. Hrafnar.

9b. Kjóar

8b. Teistur

Mótsstjóri var Tómas Rasmus.

Salaskoli_Mistig_skakmot_2013__Kriubardaginn

Undankeppnin í skák – 2. riðill

Salaskoli_Mistig_skakmot_2013__Kriubardaginn
Nú er lokið öðrum riðli í undankeppni fyrir bekkjamót Salaskóla í skák 2013.  
Föstudaginn 06.12.2013 kepptu 14 lið frá miðstigsbekkjunum sem eru krakkar úr 5.- 7. bekk. 
Heildarúrslit urðu þessi:

Röð      Heiti liðs                        vinningar

1..2       7b Kríur A                      19

1..2       7b Mávar A                    19

3          7b Kríur B                       17,5

4          6b Súlur A                      16

5          7b Ritur A                      14,5

6          5b Spóar A                     14

7..8       7b Mávar B                    12,5

7..8       5b Jaðrakanar A             12,5

9          6b Svölur A                    12

10         6b Súlur B                     10

11         5b Spóar D                    7

12         5b Spóar B                    5,5

13         5b Jaðrakanar B             4,5

14         5b Spóar C                    4

Sigurliðin Kríur A og Mávar A voru feiknasterk og sýndu flest liðin frábæra taflmennsku. Í toppliðinu Kríur A voru kapparnir: Jason, Aron og Ágúst. Í toppliðinu Mávar A voru kapparnir: Róbert, Kjartan, Andri og Breki

Bestum árangri pr. árgang náðu þessir:

7b. Kríur og Mávar voru hnífjöfn.
6b. Súlur A
5b. Spóar A

Næstkomandi föstudag keppir unglingastigið eða 13.12. 2013, kl: 8:10 til 12:00, 7 umferðir 2x10min. Úrslitakeppnin verður háð eftir hádegi 13.12.2013  Frá kl. 12:30 til 15:30, 7 umferðir 2×10 min. Þá mæta efstu fjögur liðin úr unglingastiginu ásamt eftirfarandi liðum: Tjaldar A , Tildrur A, Vepjur úrval,  Músarindlar A, Kríur A, Mávar A, Kríur B, Súlur A, Ritur A, Spóar A, Mávar B og Jaðrakanar A.

Mótsstjóri er Tómas Rasmus.

Salaskoli_Yngsta_stig_skakmot_2013_Myndin_

Teflt af miklu kappi í undankeppninni

Salaskoli_Yngsta_stig_skakmot_2013_Myndin_Nú er lokið fyrsta riðli í undankeppni fyrir bekkjamót Salaskóla í skák 2013. Föstudaginn 29.11.2013 kepptu 24 lið frá yngsta stigi sem eru krakkar úr 1. – 4. bekk.

Heildarúrslit urðu þessi:

Röð      Heiti liðs                        vinningar

1          4b Tjaldar A                   11,5

2          4b Tildrur A                    10,5

3..4       4b Vepjur B                   9,5

3..4       2b Músarindlar A            9,5

5          4b Vepjur A                    8

6..9       4b Tjaldar C                   7

6..9       4b Tildrur C                    7

6..9       3b Lóur A                      7

6..9       3b Lóur B                      7

10..12   4b Tildrur B                   6,5

10..12   3b Hrossagaukar A         6,5

10..12   2b Sólskríkjur A             6,5

13..16   4b Tjaldar B                  5,5

13..16   3b Hrossagaukar C        5,5

13..16   3b Hrossagaukar B        5,5

13..16   1b Steindeplar A            5,5

17..18   4b Tildrur D                  5

17..18   3b Þrestir B                   5

19..20   1b Sandlóur A               4,5

19..20   1b Maríuerlur A             4,5

21..23   2b Sólskríkjur B             3

21..23   2b Músarindlar B           3

21..23   2b Glókollar A               3

24         3b Þrestir A                  2

Sigurliðið Tjaldar A vann allar sínar viðureignir nema eina en það var jafntefli.

Í liði Tjalda A voru þessir kappar:

Gísli Gott, Anton Fannar, Pétur og Fannar.

Bestu árangri pr. árgang náðu þessir:

 1.  bekkur: Steindeplar A

 2.  bekkur: Músarindlar A

 3.  bekkur: Lóur A og Lóur B

 4.  bekkur: Tjaldar A

Næst komandi föstudag keppa miðstigsbekkirnir eða 6.12.2013. Síðan koma unglingarnir þann 13.12.2013 og úrslita keppnin verður háð eftir hádegi 13.12.2013, en þá keppa 4 efstu liðin úr hverjum riðli. Þá mæta Tjaldar A , Tildrur A,  Vepjur B og  Músarindlar A ásamt toppunum úr hinum riðlunum. Þessi keppni hefur verið haldin árlega í Salaskóla í 10 ár og aldrei hafa jafn margir krakkar keppt. Um 80 börn voru mætt til leiks í morgun og er það alger metþátttaka.

Móttstjóri var Tómas Rasmus honum til aðstoðar Bára Dröfn Árnadóttir.

vala

Skákin komin í sumarfrí í Salaskóla.

vala
Mikil aðsókn hefur verið á skákæfingar í Salaskóla í vetur oftast á milli 30 og 40 krakkar á hverri æfingu. Á lokaæfingunni 7.05.2013 mættu tæplega 30 krakkar og fengu þau að taka þátt í sérstakri skákþrautakeppni. Veitt voru verðlaun fyrir bestu lausnir hjá drengjum og stúlkum. 

Bestu lausnir í stúlknaflokki átti Guðrún Vala Matthíasdóttir  í 6. bekk mávum. 
Bestu lausnir í drengjaflokki átti  Ágúst Unnar Kristinsson  6. bekk kríum. Vala og Ágúst eru því skákþrautadrottning og skákþrautakóngur Salaskóla árið 2013.

csveit

Íslandsmót barnaskólasveit í skák 2013

csveitÞetta mót var haldið dagana 13. og 14. apríl. Salaskóli sendi 6 lið a, b, c, d, e og f lið. Sjá nánar um úrslit á slóðinni. http://chess-results.com/tnr98007.aspx?lan=1 og umfjöllun á skak.is slóðin: http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1293322/ 

Salaskóli var besta f-liðið skipað krökkum úr 2. og 3. bekk. Í því liði voru: Logi Traustason 2. b. Hrossagaukum , Samúel Týr Sigþórsson 2. b. Lóum,  Kjartan Pétur Víglundsson 3. b. Vepjum,  Stefán Orri Guðmundsson 2. b. Hrossagaukum 

Salaskóli var besta e-liðið skipað krökkum úr 3. bekk sem voru Anton Fannar Kjartansson 3. b. Tjöldum, Hlynur Smári Magnússon 3. b. Vepjum,  Gísli Gottskálk Þórðarson 3. b. Tjöldum, Arnór Elí Stefánsson 3. b. Tildrum

Salaskóli var besta d-liðið skipað krökkum úr 4. til 6. bekk. Liðið skiðuðu Andri Már Tómasson   6. b. Mávum, Jóhannes Þór Árnason 5. b. Svölum, Ívar Andri Hannesson 4. b. Jaðrakönum,  Elín Edda Jóhannsdóttir 4. b. Spóum,  Selma Guðmundsdóttir 4. b. Spóum 

Salaskóli var besta c liðið skipað krökkum úr 4.  bekk sem voru Egill Úlfarsson 4. b. Jaðrakönum,  Kári Vilberg Atlason 3. b. Tildrum, Jón Þór Jóhannsson 4. b. Spóum , Sindri Snær Kristófersson 4. b. Jaðrakönum  og  Axel Óli Sigurjónsson 4. b. Spóum. C- lið okkar vakti mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu, voru í toppbaráttunni allan tímann og gjörsigruðu m.a.  b-lið Rimaskóla og fjöldamörg a-lið ýmissa skóla. C liðið okkar varð í 5 sæti yfir heildina. Sjá nánar um úrslit á slóðinni. http://chess-results.com/tnr98007.aspx?lan=1 Sjá fleiri myndir frá mótinu.

meistarar_2013

Meistaramót Salaskóla

meistarar_2013Meistaramót Salaskóla fór fram föstudaginn 1. mars og þangað mættu skáksnillingar á öllum aldri til þess að tefla. Skemmst er frá því að segja að meistari meistaranna í SALASKÓLA 2012- 2013 er Eyþór Trausti Jóhannsson í himbrimum sem var hæstur að stigum með 8 stig eftir allar sínar viðureignir. Ef horft er á aldsursstigin urðu úrslit eftirfarandi:

1. – 4. bekkur –  yngsta stig

1. Axel Óli Sigurjónsson  4. b. spóum (6 v.)

2. Egill Úlfarsson 4. b. jaðrökunum (6 v.)

3. Daníel Snær Eyþórsson 4. b. spóum (6 v.)

5. – 7. bekkur – miðstig

1. Jón Otti Sigurjónsson 7. b. teistum (7,5 v.)

2. Jason Andri Gíslason 6. b. kríum (7,5 v.)

3. Aron Ingi Woodward 6. b. kríum (7 v.)

8. – 10. bekkur – unglingastig

1. Eyþór Trausti Jóhannsson 10. b. himbrimum (8 v.)

2. Baldur Búi Heimisson 10. b. himbrimum (7,5 v.)

3. Hildur Berglind Jóhannsdóttir 8. b. kjóum  (7 v.)

Myndir frá mótinu. 

meistaramt_salaskla_033

Meistaramót Salaskóla í skák 1.-4. bekkur

meistaramt_salaskla_033Meistaramót Salaskóla yngsti flokkur 1.- 4. bekkur,  56 keppendur, fór fram í dag 14.02.2013 í Salaskóla. Þetta var úrtökumót þannig að efstu þrír úr hverjum árgangi halda síðan áfram og keppa um meistaratiltil Salaskóla 1.mars.2013 Við lok 7 umferðar birtust góðir gestir Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman með yngstu fulltrúana úr Kínverska landsliðinu í skák. Þessi heimsókn var í tilefni þess að vináttulandsleikur Kína og Íslands í skák fer fram um helgina sjá nánar: http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1282816/ 

Fulltrúar Kína sem komu í heimsókn voru:
Bu Xiangzhi, fæddur 1985 (2675). Varð stórmeistari aðeins 13 ára, einn af allra bestu skákmönnum heims.
Wei Yi, fæddur 1999 (2501). Aðeins 13 ára, efstur allra í heiminum 14 ára og yngri. Hann er yngsti alþjóðameistari í heimi og hefur þegar náð tveimur stórmeistaraáföngum.
Tan Zhongyi, fædd 1991. (2466) Stórmeistari kvenna. Varð í tvígang heimsmeistari stúlkna 10 ára og yngri, 2000 og 2001. Heimsmeistari 12 ára og yngri árið 2002.

Þessi þrjú tefldu síðan fjöltefli hvert við um 15 Salaskólakrakka í einu. Því miður tókst okkur ekki að sigra þá en nokkrir krakkar sýndu þó skemmilega baráttu. Má þar nefna Baldur Búa úr 10b. , Hildi Berglindi úr 8b, Þorstein Breka úr 7b, og stöllurnar Völu, Móey og Tinnu úr 6.bekk. Börnin okkar voru sjálfum sér og Salaskóla til mikils sóma.

Úrslitin úr meistaramótinu ( 1.- 4. bekkur 2013)

Sá sem stóð sig best í meistaramótinu var Axel Óli Sigurjónsson en hann sigraði alla andstæðingana sína og fékk 7 vinninga, í öðru sæti varð Sindri Snær Kristófersson með 6 vinninga. Jafnir í þriðja til fjórða sæti voru síðan félagarnir Kári Vilberg og Anton Fannar með 5,5 vinninga. Nánari úrslit úr meistaramótinu verða síðan kynnt á mánudaginn.

Mótsstjóri var Tómas Rasmus kennari og honum til aðstoðar Ragnhildur Edda Þórðardóttir úr 9b. og Hildur Berglind Jóhannsdóttir  úr 8b. 
MYNDIR