arnaldur

Allir glaðir á fjölgreindaleikum

arnaldur
Seinni dagur fjölgreindaleikanna 
var í dag. Krakkarnir kepptust við að leysa hinar ýmsu þrautir sem fyrir þá voru lagðar og gaman var að sjá hversu samvinnan var góð. Þegar krakkarnir voru spurðir hver væri skemmtilegasta stöðin á leikunum fannst þeim erfitt að komast að ákveðinni niðurstöðu. Sumir byrjuðu kannski á að segja dansinn, en bættu þá við að smíðin væri líka skemmtileg, og… bandýið og … fuglastöðin og ..kapplakubbarnir – og þannig var haldið áfram að telja upp. Sumir höfðu þó vaðið fyrir neðan sig og svöruðu að ALLT á fjölgreindaleikunum væri skemmtilegt. Einfalt og gott svar. Það er mál manna að aldrei hafi tekist eins vel til með leikana og núna. Krakkarnir voru einstaklega duglegir og vinnusamir, hópmeðlimir unnu mjög vel saman, vel gekk að fara á milli stöðva og fyrirliðarnir voru til fyrirmyndar.

Það er greinilegt að þrautalausnir krefjast orku því krakkarnir tóku vel til matar síns í hádeginu og gerðu pylsunum góð skil. Síðan var boðið upp á ís í eftirrétt til hátíðabrigða. Bros lék um varir nemenda þegar þau skunduðu heim úr skólanum í dag. Á morgun, föstudaginn 4. okt., er samstarfsdagur kennara í Kópavogi og því frí í skólanum. Krakkarnir eiga að mæta aftur í skólann á mánudaginn skv. stundaskrá.

Lesið meira um fjölgreindaleikana.         

Myndir frá seinni degi fjölgreindaleika.

 

gladir_krakkar

Fjölgreindirnar á dagskrá í 11. skipti

gladir_krakkar

Þegar farið var að grennslast nánar fyrir um þessi furðudýr og skrítnu mannverur (sjá frétt hér á undan) kom í ljós að í dag er fyrri dagur fjölgreindaleika Salaskóla. Þá er öllum krökkum í skólanum skipt niður í hópa, u.þ.b. 12 krakkar í hóp, eldri sem yngri saman í hóp ásamt tveimur fyrirliðum er eiga að sjá um að allt fari vel fram. Hópurinn fer á milli 40 stöðva þar sem reynir á mismunandi hæfni hópmeðlima og hver og einn í hópnum leggur sitt af mörkum allt eftir hæfileikum sínum og getu. Sem dæmi má nefna að sumir eru betri en aðrir í að greina bragð, að þekkja fána, saga út, sparka stígvéli og hitta bolta í körfu. Þau yngri eru oft betri en þau eldri í einhverju – og öfugt. Á hverri stöð er stöðvarstjóri sem útskýrir í hverju verkefnið felst. Stöðvarstjórinn er ávallt kennari/starfsmaður sem er klæddur í grímubúning eða furðuföt. Þá er málið upplýst sem betur fer og kennararnir voru á sínum stað í morgun en voru bara óþekkjanlegir.

Fjölgreindaleikarnir, í öllu sínu veldi, eru sem sagt haldnir í Salaskóla í dag í 11. skipti, nemendum og starfsfólki til mikillar ánægju. Þar er eitt af aðalmarkmiðunum að hver og einn nemandi fái að njóta sín á sínum eigin forsendum. Leikarnir gengu afar vel í dag og við hlökkum til seinni hluta leikanna á morgun.

Sjá myndir frá morgninum og af skrítnum stöðvarstjórum.

IMG_0053

Skólaárið 2013 – 2014

 

Ágúst
Skólasetning 2013
September
Göngum og lesum saman 

Október
Fjölgreindaleikar – fyrri dagur
Fjölgreindaleikar – seinni dagur

Stöðvarstjórar fjölgreindaleika 

Nóvember
Lesum meira – lestrarkeppnin

Desember
Fimmtubekkingar láta gott af sér leiða

Rithöfundur kemur í heimsókn
Gerð jólaþorpsins
Jólaþorpið-þema í 7. og 8. bekk 

Janúar
Febrúar

Hundraðdagahátiðin í 1. bekk 

 
 
 
 

IMG_0053

frida

Vöfflur, nammi namm …

fridavofflur2
Á fjölgreindaleikum í síðustu viku var á einni stöðinni boðið upp á vöfflur eftir að liðið hafði leyst úr ákveðinni þraut. Krakkarnir voru afar ánægðir með þetta framtak stöðvarstjórans og vöfflurnar runnu ljúflega niður. Sumir komu svo að máli við stöðvarstjórann, hana Fríðu, og báðu um uppskrift að vöfflunum góðu. Að sjálfsögðu varð Fríða við þeirri bón og hér kemur uppskriftin. Uppskriftina er einnig að finna inni á Heimilisfræðihorninu á salaskoli.is/ Námið (Uppskriftir fyrir 5. – 10. bekk).

kosi

Hvað er þetta Kósý-herbergi sem allir eru að tala um?

kosiKósý-herbergi? Hvað er nú það, spurði einhver á fjölgreindaleikunum í gær?  Þegar farið var á stúfana til að njósna fundust loksins dyr sem merktar voru Kósý-herbergi  STÖР11. Inni ríkti verulega notaleg stemning þar sem liðsmenn eins liðsins voru að sýsla, sumir voru í tölvuspili, aðrir að horfa á vídeó og loks voru nokkrir að spila billjard.  Allir mjög slakir og nutu þess að vera í algjörum rólegheitum. Þetta var þá AFSLÖPPUNARSTÖРinn á milli til þess að safna kröftum fyrir þau viðfangsefni sem framundan voru á fjölgreindaleikum. Kósí hjá þeim!

skak22

Liðin standa sig vel

skak22
Seinni dagur fjölgreindaleikanna fór vel af stað og bakarinn, indíánastelpan, kötturinn og jólasveinninn voru mætt á sína stöðvar til þess að taka á móti liðunum í morgunsárið. Krakkarnir í liðunum eru farin að þekkjast vel og koma ennþá sterkari inn í þrautirnar fyrir bragðið. Fyrirliðarnir eru til mikillar fyrirmyndar, sýna ábyrgð og beita sína liðsmenn jákvæðum aga. Grænlendingarnir, sem eru í heimsókn hér í nokkra daga, koma inn í liðin eftir því sem þeir geta og virðast njóta sín vel. Í dag var pylsuveisla í hádeginum og boðið upp á ís á eftir sem allir kunnu vel að meta. Það er svo gaman hjá okkur.

Myndir frá seinni degi fjölgreindaleika.

met

Við slógum metið!

metLiðsmenn í liði númer 38 komu fagnandi út úr einni stöðinni á efri hæð í gula húsi og hrópuðu: „Við slógum metið“. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þrautin á þessari stöð fólst í því að þekkja eins marga fána og mögulegt var á 10 mínútum.

Greinilegt var að nokkrir í þessu liði voru mjög vel að sér í fánum hinna ýmissa landa því þeir náðu að þekkja 114 fána sem stöðvarstjórinn, Alla bakarameistari, sagði að væri met frá upphafi. Skyldi einhverju liði takast að slá þetta met áður en kemur að lokum fjölgreindaleika í dag. Spennandi!

pusl

Fjölgreindaleikar, það hlaut að vera!!

puslÞegar málið var rannsakað (sjá frétt fyrir neðan) kom í ljós að fjölgreindaleikar voru að byrja í Salaskóla þennan ágæta miðvikudagsmorgun. Það er orðin hefð að halda þá að hausti en þá er skólastarfið leyst upp í tvo daga og nemendum skipt upp í hópa. Í hvern hóp raðast nemendur þvert á árganga sem þýðir að í hópnum eru nemendur frá 1.- 10. bekk. Elstu krakkarnir eru liðsstjórar og þurfa að standa sig í að halda utan um hópinn sinn og styðja við þá sem yngri eru. Hóparnir fara á milli 40 stöðva sem reyna á ýmsa hæfileika manna t.d. gæti einhver í hópnum verið góður í að þekkja fána meðan annar slær met í að klifra upp kaðal eða finna orð. Þannig verða einstaklingarnir í hópnum ein sterk heild sem vinnur til stiga er reiknuð eru saman í lokin. Á hverri stöð er stöðvastjóri, oftast kennari, sem er klæddur í furðuföt. Hann tekur tímann, safnar stigum og gefur gjarnan aukastig ef hópurinn er til fyrirmyndar. Þar er komin skýringin á skurðlækninum, spæjaranum Bond, senjórítunni og kengúrunni sem voru á sveimi við skólann fyrr í morgun. Skoðið myndir af þessu stórfurðulega fólki hér.

Krakkarnir voru hressir í bragði á fjölgreindaleikunum og þeir sem voru teknir tali sögðu að þetta væru afar skemmtilegir dagar. Þegar þeir voru spurðir hver væri skemmtilegasta stöðin voru svörin ærið misjöfn, sumum fannst stóra trambólínið skemmtilegast, aðrir nefndu húllahringina, kvikmyndastöðina og skákina. Kósí-hornið var einnig oft nefnt á nafn. Hvað skyldi vera gert þar, hm? Það verður rannsakað á morgun. Skoðið myndir af krökkunum við að leysa hinar margvíslegustu þrautir í skólanum. Þar reyndi mjög misjafnlega á hvern og einn. 

Fjölgreindaleikar og Skólaþing

Hinir árlegu fjölgreindaleikar Salaskóla fara fram á miðvikudag og fimmtudag, 26. og 27. september. Þá er nemendum skipt í 10 manna lið sem keppa í margskonar greinum sem reyna á ólíkar greindir nemenda. Liðsstjórar koma úr 9. og 10. bekk og þeir sjá alveg um sinn hóp þessa daga. Báða daga eiga nemendur að mæta kl. 8.10 hjá sínum kennara en fara þaðan í hópinn sinn. 

Nemendur eiga ekki að koma skólatöskur, en þurfa að hafa nesti með fyrir kaffitímann og gott að hafa það í litlum bakpoka sem þau bera með sér allt sem þau fara. Við útvegum drykki fyrir kaffitímann. Krakkarnir fá svo að borða í mötuneytinu í hádeginu. Skólinn er búinn hjá öllum um hálftvö. 

Ekki er sund eða valgreinar þessa daga – bara fjölgreindaleikarnir. 

Á föstudag fá nemendur frí en þá fer fram árlegt Skólaþing Kópavog. Það er ráðstefna sem allir kennarar bæjarins taka þátt í. 

1.bekkur_uti

Skólaárið 2012-2013

1.bekkur_utiSkólaárið 2012-2013

September
Fjölgreindaleikar fyrri dagur
Stöðvarstjórar
Fjölgreindaleikar seinni dagur

Október
Verðlaunaafhending fjölgreindaleika
Jól í kassa
LESUM MEIRA lestrarkeppnin

 

Nóvember
Upplestur Hilmars Arnar Óskarssonar

 
Desember
Piparkökur skreyttar
Jólaball 1. – 7. bekkur 2012
 

Janúar
Ipad-stund hjá glókollum og sólskríkjum
7. bekkur á Reykjum
Hundraðdagahátíðin

 
Febrúar
Vetrardrottningarnar
Öskudagur 2013
Meistaramót í skák 1.-4. b. og kínverskir gestir 
DÆGRADVÖLIN- ýmsar myndir 
 

Mars 
Meistaramót Salaskóla 1. mars 2013 
Þemavikan 18.- 22. mars 
Árshátíð 8. – 10. bekk mars 2013 

 

Apríl – maí – júní
Vorhátíð foreldrafélagsins
Útskrift 10. bekkjar 6. júní 
Skólaslit 1. – 9. bekkjar 7. júní