met

Við slógum metið!

metLiðsmenn í liði númer 38 komu fagnandi út úr einni stöðinni á efri hæð í gula húsi og hrópuðu: „Við slógum metið“. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þrautin á þessari stöð fólst í því að þekkja eins marga fána og mögulegt var á 10 mínútum.

Greinilegt var að nokkrir í þessu liði voru mjög vel að sér í fánum hinna ýmissa landa því þeir náðu að þekkja 114 fána sem stöðvarstjórinn, Alla bakarameistari, sagði að væri met frá upphafi. Skyldi einhverju liði takast að slá þetta met áður en kemur að lokum fjölgreindaleika í dag. Spennandi!

Birt í flokknum Fréttir og merkt .