Styrkveiting til Salaskóla

Salaskóli hlaut á dögunum styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar til að efla forritunarkennslu á yngsta stigi skólans að upphæð 188.980 krónur. Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga nemenda á forritun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins.

Ákveðið var að fjárfesta í Blue-Bot eða Bjöllunni sem er áhugaverður smá róbóti sem hentar einstaklega vel til að kenna börnum grunnhugtök forritunar á einfaldan og lærdómsríkan hátt. Hægt er að forrita Bjölluna með því að ýta á takkana á tækinu sjálfu eða með spjaldtölvu. Tilvalið er að blanda forritun og sköpun saman með þvi að búa til að mynda til þrautabrautir úr fjölbreyttum efnivið. Við í Salaskóla erum mjög spennt fyrir þessari nýju viðbót og hlökkum til að kynna Bjölluna fyrir nemendum okkar. Við þökkum Forriturum framtíðarinnar kærlega fyrir styrkinn.

Birt í flokknum Fréttir.