Skólasetning Salaskóla

Skólaárið 2022-2023 hefst með skólasetningu þriðjudaginn 23. ágúst 2022.

Skólasetning nemenda í 1. bekk fer fram í viðtölum við umsjónarkennara samkvæmt tímabókunum 22.-23. ágúst og munu foreldrar fá upplýsingar um það frá umsjónarkennurum.

Skólasetning annarra nemenda er sem hér segir:

2.-4. bekkur mæting kl. 9:00

5.-7. bekkur mæting kl. 10:00

8.-10. bekkur mæting kl. 11:00

Skólasetning verður standandi athöfn og fer fram í opnu rými við aðal inngang skólans. Eftir stutta tölu skólastjórnenda fara nemendur í skólastofur sínar með umsjónarkennurum. Foreldrum er velkomið að fylgja börnum sínum til skólasetningar.

Kennsla hefst miðvikudaginn 24. ágúst samkvæmt stundaskrám.

Frístundaheimilið fyrir nemendur í 1.-4. bekk opnar fyrsta kennsludag fyrir þau börn sem þar eru skráð. Athugið að frístundaheimilið er lokað mánudag 22. ágúst og þriðjudag 23. ágúst.

Birt í flokknum Fréttir.