Íslandsmót grunnskólasveita í stúlknaflokki fór fram á laugardaginn, 30. janúar 2021 í skákhöllinni í Faxafeni 12. Teflt var í þremur flokkum en svo fór að skólar úr Kópavogi hirtu öll gullverðlaunin. Smáraskóli vann öruggan sigur 1.-2. bekk. Mikil spenna var í hinum flokkunum Hörðuvallaskóli vann nauman sigur í 3.-5. bekk og það gerði Salaskóli í 6.-10. bekk. Liðið var skipað þeim Katrínu Maríu Jónsdóttur, Arey Amalíu Sigþórsdóttur McClure og Elínu Láru Jónsdóttur og liðsstjóri var Jón H. Arnarson. Við óskum þeim öllum til hamingju með glæsilegan árangur.
Stelpurnar úr Salaskóla fengu gull á Íslandsmeistaramóti grunnskólaveita í skák
Birt í flokknum Fréttir.