Þá er komið að morgunfundum skólastjórnenda í Salaskóla með foreldrum. Miðvikudaginn 5. nóvember bjóðum við foreldrum barna í 1. bekk til okkar, 6. nóvember foreldrum barna í 2. bekk og 7. nóvemeber foreldrum barna í 3. bekk. Fundirnir hefjast kl. 8:10 og standa til kl. 9.00 og eru í sal skólans. Á fundunum ræðum við saman um ýmis mál sem snerta skólastarfið. Einnig eiga foreldrar að skrifa á blað eitthvað sem þeim finnst gott í starfi skólans, eitthvað sem má bæta og svo ef þeir luma á góðum hugmyndum um hvað mætti gera þá viljum við fá það á blaðið líka. Krakkarnir mæta svo á fundinn kl. 8:45 taka stutta söngstund. Foreldrar ganga svo með þeim inn í kennslustofurnar. Við bjóðum upp á kaffi.
Þetta eru mikilvægir og gagnlegir fundir fyrir okkur öll og við leggjum mikla áherslu á að allir mæti.