Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs

Verðlaun og viðurkenningar í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2022 voru veitt við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi fyrir stuttu.
 
Í öðru sæti var nemandi úr Salaskóla, Sóley June í 6.bekk fyrir ljóðið ,,Þegar maður leggst í mosa“ og sérstaka viðurkenningu hlaut annar nemandi úr skólanum, Dagur Andri í 5.bekk fyrir ljóðið ,,Vettlingur“
 
Þegar maður leggst í mosa
Sóley June
 
Ég labba á mosa.
Hann kallar á mig,
ég leggst niður.
Vindur gnauðar yfir höfði
en snertir ekki mig.
Ég sé haförn fljúga yfir mig,
svo stór og sterkur fugl.
sér mig ekki.
 
Vettlingur
Dagur Andri
 
Einhver týndi vettlingi
Vettlingurinn er kaldur
Hann er frosinn
Hann er umkringdur steinum
Laufin eru búin að falla.

Birt í flokknum Fréttir.