Jólamarkaður 4. bekkinga

Á þriðjudaginn, 6. desember, stóð 4.bekkur fyrir mjög vel heppnuðum jólamarkaði sem þau hafa verið að vinna að síðustu vikur. 

Þau voru í raun að taka þátt í tveimur verkefnum.  Fyrra verkefnið heitir Öðruvísi jóladagatal og er á vegum SOS-barnaþorpa. Verkefnið snýst um réttindi barna og byggir á stuttum fræðsluerindum og myndböndum af börnum í nokkrum löndum heimsins. Seinna verkefnið er Erasmus+ verkefni sem heitir Art is for All sem við erum þátttakendur í með skólum í Þýskalandi, Spáni og Wales.

Hluti af báðum verkefnunum snýst um að láta gott af sér leiða og buðu nemendur því ættingjum sínum til skemmtunar og jólamarkaðar þar sem þau seldu ýmsan varning og veitingar sem þau höfðu búið til. Allur ágóðinn af markaðnum um 120.000 kr. var afhentur SOS barnaþorpum í dag. Hér má lesa frétt um verkefnið á heimasíðu SOS barnaþorpana.

Við erum svo stolt af 4. bekkingunum okkar og þessu yndislega framtaki þeirra – sem er svo gefandi, en um leið fræðandi og þroskandi og frábært skólaverkefni!

Birt í flokknum Fréttir.