Jólahurðasamkeppni 2022

Nú í nokkur ár höfum við flautað til leiks í jólahurðasamkeppni hér í Salaskóla í lok nóvember og hafa nemendur keppst við að setja hurðir sínar í jólalegan búning til að freista þess að vinna best skreyttu hurðina. Dómnefnd var sett saman sem í sameiningu fór yfir allar innsendar myndir með það að markmiði að finna sigurvegara.

Eftir vandlega skoðun komst dómnefnd að þeirri niðurstöðu að 7. árgangur myndi hljóta
verðlaun í ár fyrir fallegar og vandaðar hurðaskreytingar. Ýmsir þættir vöktu
athygli dómnefndar s.s. dýpt mynda, QR kóði sem kallaði fram jólalag við skönnun og samræmt ævintýraútlit þó hver hurð hafi verið sérstök.

Aukaverðlaun fékk 5. bekkur sem sýndi mikla samvinnu og hver og einn nemandi gerði hluta í verkinu. Skreytingarnar voru skemmtilegar og frágangur snyrtilegur.

Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju.

Birt í flokknum Fréttir.