Morgunkaffi áfram

Við höldum áfram að bjóða foreldrum í morgunkaffi. Þriðjudaginn 4. mars er foreldrum nemenda í 10. bekk boðið, miðvikudaginn 5. mars foreldrum álfta og 7. mars foreldrum langvía.  Hefst kl. 8:10 og er á kennarastofunni. Hvetjum alla foreldra til að mæta og taka þátt í að búa til betra skólastarf í Salaskóla.

Lesa meira

Tónlistin bætir og kætir

tnlist_003.jpgNemendur og starfsfólk Salaskóla hafa notið tónlistarflutnings góðra gesta þessa vikuna. Í skólann komu á dögunum þrír tónlistarmenn sem kættu 5.-7. bekkinga með spili og líflegum söng sem krakkarnir tóku óspart undir. Sumir tóku jafnvel sporið og dilluðu sér. Þetta var hluti af verkefninu Tónlist fyrir alla.

 

Lesa meira

Foreldrakvöld um Pisakönnunina

Fræðslukvöld verður haldið þriðjudaginn 4. mars kl. 20:00-22.00 í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð, stofu H207-Hjalla. Viðfangsefnið ber heitið Snertir Pisa skólagöngu barnanna minna? Frummælendur eru Júlíus Björnsson, Guðmundur B. kristmundsson og Stefán Bergmann. Sjá nánar í auglýsingu.

Lesa meira

Skíðaferð 7. og 8. bekkja

Þriðjudaginn 26. febrúar fara 7. og 8. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 9:10 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Lagt af stað úr Bláfjöllum kl. um kl. 15:00. Smellið á "lesa meira" til að fá nánari upplýsingar.

Lesa meira

Fræðslufundur í Kópavogi

Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor verður með fræðslufund fyrir foreldra í Kópavogi fimmtudagskvöldið 28. febrúar í Smáraskóla,  milli klukkan 20:00 – 21:30.  Með henni verða þær Hrund Þórarinsdóttir og Ragný Þóra Guðjohnsen, sem báðar starfa á rannsóknarsetri Sigrúnar og hafa mikinn áhuga á og víðtæka reynslu af starfi með foreldrum. Þær munu fjalla um vænlegar […]

Lesa meira

Vegna skíðaferðar

Allt er nú klárt fyrir skíðaferð 9. og 10. bekkja eftir helgi. 9. bekkur fer á mánudag kl. 10:30 og 10. bekkur á þriðjudag á sama tíma. Við vorum í sambandi við Bláfjöll rétt í þessu og nú er erfitt að skíða þar sem snjórinn er blautur. Það kólnar eftir helgi skv. spám og […]

Lesa meira

Vísindi á verði bíóferðar

Við vekjum athygli á námskeiðum Endurmenntunar Háskóla Íslands fyrir börn. Í ár verða námskeiðin fjögur talsins og haldin á laugardögum á tímabilinu 16. febrúar – 8. mars. Nánari upplýsingar á http://www.endurmenntun.is

Lesa meira

Ekki dót að heiman í skólann

Svolítið hefur borið á því að nemendur í 1. og 2. bekk koma með leikföng að heiman með sér í skólann. Þetta veldur talsverðum truflunum og vandræðum í kennslustundum og því biðjum við foreldra um að fylgjast með því að börnin séu ekki að stinga dóti ofan í skólatöskuna. Einstaka sinnum eru dótadagar og […]

Lesa meira

Skíðaferð 10. bekkja

Þriðjudaginn 19. febrúar fer 10. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll.  Lagt verður af stað frá skólanum kl. 10:30 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Gist verður eina nótt og lagt af stað til baka kl. 14:30 á miðvikudeginum. Við verðum í skíðaskála Breiðabliks en þar er mjög góð aðstaða fyrir hópinn. 

Smellið á lesa meira fyrir frekari upplýsingar.

Lesa meira

Skíðaferð 9. bekkja

Mánudaginn 18. febrúar fer 9. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 10:30 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Gist verður eina nótt og lagt af stað úr Bláfjöllum kl. 14:30 á þriðjudeginum. Við verðum í skíðaskála Breiðabliks en þar er mjög góð aðstaða fyrir hópinn.  Mánudaginn 18. febrúar fer 9. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 10:30 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Gist verður eina nótt og lagt af stað úr Bláfjöllum kl. 14:30 á þriðjudeginum. Við verðum í skíðaskála Breiðabliks en þar er mjög góð aðstaða fyrir hópinn. 

Smellið á lesa meira til fyrir frekari upplýsingar.

Lesa meira

2. sætið í Skólahreysti

Lið Salaskóla hreppti 2. sætið í sterkum riðli í Skólahreystinni. Liðið var efst að stigum þegar ein grein var eftir en varð að láta í minni pokann fyrir hraustu krökkunum í Lindaskóla. Í riðlinum voru lið frá 14 skólum í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík. Árangur krakkanna í Salaskóla er því frábær. Á myndinni eru […]

Lesa meira

Foreldraráð – framboðsfrestur rennur út á miðnætti

Frestur til að skila inn framboðum í foreldraráð Salaskóla rennur út á miðnætti í kvöld, þriðjudaginn 12. febrúar. Þeir sem kosnir verða sitja í ráðinu næstu tvö árin. Framboðum er hægt að skila með tölvupósti til skólastjóra eða með því að hringja eða koma í skólann og gefa sig fram við ritara eða skólastjóra. […]

Lesa meira