Innritun fyrir næsta skólaár

Þeir sem eru að flytja í hverfið og ætla að setja börn sín í Salaskóla eru beðnir að tilkynna okkur það sem fyrst. Einnig þurfum við að vita ef börn flytjast úr Salaskóla í annan skóla. Tilkynnið breytingar til skrifstofu Salaskóla í síma 570 4600 – netfang asdissig@kopavogur.is  

Lesa meira

Viðhorfakönnunin – meirihluti hafnar skólabúningum!

Á miðnætti á laugardag lauk viðhorfakönnuninni meðal foreldra. Könnunin fór fram á vefnum og alls svöruðu henni 391 foreldri. Gera má ráð fyrir að það séu foreldrar um 70% barna í Salaskóla. Við munum vinna úr könnuninni eins hratt og við getum og kynna niðurstöður fyrir foreldrum. Meðan á heildarvinnslu stendur má búast við […]

Lesa meira

Grænn og vænn dagur

grnn_dagur_024.jpgÞegar litið var yfir skólann í dag var eins græn slikja lægi yfir honum enda svokallaður grænn dagur. Nemendur og starfsfólk minntu á það með grænum lit í fötum sínum eða skarti. Dagurinn gekk mjög vel, allir bekkir fóru út á skólalóðina og týndu rusl í poka. Ætti skólalóð og næsta umhverfi að vera mun snyrtilegra núna. Gaman er að geta þess að samvinnuskólar okkar í Comeniusarverkefninu  voru að vinna að sama verkefni í  sínum heimalöndum. Við fengum góðar kveðjur frá vinum okkar í Finnlandi.

Lesa meira

Grænn dagur á morgun – 17. apríl

Á morgun, fimmtudaginn 17.apríl, er svokallaður Græni dagurinn hér í Salaskóla. Þá ætlum við að huga að nánasta umhverfi okkar og skoða hvað við getum gert til að fegra umhverfi skólans og næsta nágrenni. Það er mælst til þess að bæði nemendur og starfsfólk mæti í einhverju grænu í skólann þennan dag. Það geta verið föt, húfur, […]

Lesa meira

Kynningarfundur vegna næsta skólaárs

Miðvikudaginn 16. apríl kl. 17:30 – 18:30 verður kynningarfundur fyrir foreldra í Salaskóla vegna næsta skólaárs. Farið verður yfir fyrirhugaðar breytingar á kennsluháttum jafnframt því sem skóladagatal verður kynnt.

Lesa meira

Skóladagatal fyrir næsta skólaár

Skóladagatal fyrir skólaárið 2008-2009 er komið inn í Gagnasafn undir flokknum Skóladagatal.

Lesa meira

Breytingar í bígerð

Þó nokkrar breytingar eru fyrirhugaðar á skipulagi kennslu á öllum aldursstigum í haust. Kennarar hafa farið vandlega í saumana á kennsluháttum og skoðað hvað má betur fara. Einnig hafa niðurstöður úr PISA og samræmdum prófum verið til skoðunar sem og umræður og tillögur foreldra sem komu fram í morgunkaffinu fyrr í vetur. 

Lesa meira

Velheppnuð árshátíð í 8. – 10. bekk

Árshátíð nemenda í 8. - 10. bekk var haldin miðvikudaginn 9. apríl.  Þema hátíðarinnar var hjarta, spaði, tígull og lauf og voru glæsilegar skreytingar hvert sem litið var. Mikil stemning var á hátíðinni og skemmti fólk sér hið besta. Nemendur mættu í sínu fínasta pússi vel snyrtir og margir afar brúnir og sællegir. Þeir voru sjálfum sér og skólanum til sóma með prúðmannlegri framkomu sinni.

Siggi kokkur ásamt starfsfólki sínu í eldhúsi sá um stórglæsilegan veislumat sem mjög góður rómur var gerður að. Starfsfólk þjónaði til borðs og hafði gaman að.

Lesa meira

Könnun á viðhorfum foreldra

Við erum nú að kanna viðhorf foreldra skólastarfsins. Þetta er liður í því að bæta skólastarfið og afar mikilvægt fyrir okkur nú í undirbúningi fyrir næsta skólaár. Við viljum því hvetja foreldra til að svara könnuninni. Niðurstöður verða birtar fljótlega eftir að könnun er lokið. Könnuninni verður lokað 19. apríl. Í raun er um þrjár […]

Lesa meira

Förum í skíðaferðina – fínasta veður

Vorum að fá þær fréttir úr Bláfjöllum að þar sé fínasta veður. Við förum í skíðaferðina. Það er kalt og allir verða að koma vel klæddir.

Lesa meira

Verið að athuga með skíðaferðina

Við erum nú að athuga með veðurhorfur í Bláfjöllum. Kl. 8:00 setjum við á vefinn hvort verður farið í skíðaferðina eða ekki. Verði ekki farið þurfa krakkarnir ekki að mæta á réttum tíma í skólann.

Lesa meira

Verri spá fyrir Bláfjöll

Spáin fyrir Bláfjöll á miðvikudag, 2. apríl er nú heldur verri en í morgun. Skv. upplýsingum frá starfsmönnum i fjöllunum er óvíst um opnun þar á morgun gangi spáin eftir. Biðjum fólk að fylgjast með hér á heimasíðunni á miðvikudagsmorgun. 

Lesa meira