Skemmtileg vorverkefni í upplýsingamennt
Upplýsingamennt á að vera samþætt öllum námsgreinum í skólanum og nýtast bæði kennurum og nemendum í öllu þeirra starfi. Í upplýsingamennt felst m.a. að geta leitað sér upplýsinga t.d. í bókum eða á vefnum, unnið úr upplýsingunum til að setja fram á aðgengilegan og skemmtilegan hátt fyrir aðra. Allir nemendur í Salaskóla eru að gera […]
Lesa meiraSkólaslitin 2012
Nemendur í 10. bekk verða útskrifaðir miðvikudaginn 6. júní og hefur foreldrum verið sent bréf þar um. Nemendur í 1. – 9. bekk eiga að mæta til skólaslita fimmtudaginn 7. júní og hefur bekkjum verið skipt upp í tvo hópa, annar hópurinn mætir kl. 10:00 en hinn kl. 10:30. Mæting er í anddyri skólans þar sem umsjónarkennarar taka […]
Lesa meiraStyrkur til SOS Barnaþorpsins afhentur
Krakkarnir í unglingadeild skólans tóku fyrir mannréttindi og SOS Barnaþorpin sem þemaverkefni nú í vor – er lauk formlega með söfnun á opna deginum hér í skólanum. Þar seldu þau kaffi og kökur og höfðu einnig til sölu svokallaðar trönum sem eru pappírsfuglar sem eru brotnir á ákveðinn hátt. Trönurnar voru að sjálfsögðu búnar til hér […]
Lesa meiraVelheppnuð vorhátíð
Vorhátíð Salaskóla heppnaðist afar vel og ekki spillti veðrið fyrir. Hér koma myndir frá hátíðinni sem tala sínu máli.
Lesa meiraVorhátíðin er 19. maí
Vorhátið Foreldrafélags Salaskóla er núna á laugardaginn 19. maí. Dagskráin er frábær: LúðrasveitSirkússkóliTöframennSkólahreystiFjöltefli við Helga ÓlafssonSnú-snú keppniVítaspyrnukeppniIngó veðurguð mætir með gítarinnReypitog Grillaðar pylsur og með því í boði Dagskráin getur breyst fyrirvaralaust.Hefst kl. 11 á laugardag og stendur til kl. 14. Allir velkomnir.
Lesa meiraUpptaka í íþróttahúsi
Í vikunni mynduðu allir nemendur Salaskóla kór í lagi með Fjallabræðrum sem er væntanlegt. Fjalalbræður hafa það að markmiði að í viðlagi sé stærsti kór á Íslandi en auk Salaskólanemenda eru fjölmargir aðrir sem koma að söngnum. Upptakan fór fram í íþróttahúsinu í vikunni og hægt er að hlusta á upptökuna hér.
Lesa meiraVið fengum grænfánann í dag
Í dag, 11. maí, fékk Salaskóli grænfánann afhentan í fjórða sinn. Það var gert við hátíðlega athöfn inni í skólanum en upphaflega átti hún að fara fram utandyra en rigningin setti strik í reikninginn. Ármann bæjarstjóri kom í heimsókn og ávarpaði krakkana, fulltrúi Landverndar tók síðan við og afhenti grænfánann sem grænfánanefnd skólans tók við […]
Lesa meiraGóð stemning á opnum degi 11. maí
Gríðarlega góð stemning var í skólanum í morgun þegar foreldrar og aðstandendur mættu á opnan dag í skólanum. Nemendur leiddu gesti sína um skólann til að sýna öll þau fjölmörgu verkefni sem þau höfðu unnið bæði inni í bekk sem í smiðjum. Boðið var upp á samsöng árganga, hljóðfæraleik og sýnd var kvikmynd nemenda um SOS barnaþorpin […]
Lesa meiraVinabekkir poppa
Vinabekkirnir Maríuerlur, 4. bekkur, og Súlur, 7. bekkur, fóru saman í Rjúpnalund í fyrradag. Varðeldur var tendraður og sykurpúðar hitaðir. Vígð voru þrjú poppsköft en krakkarnir voru of áköf til að byrja með því ekki var kominn nógu mikill hiti til að poppa. En í lokatilrauninni small út það besta popp sem viðstaddir höfðu smakkað. Allir voru glaðir og […]
Lesa meiraSkólinn býður í heimsókn 11. maí
Opinn dagur verður í Salaskóla föstudaginn 11. maí, en þá heldur skólinn upp á 11 ára afmæli sitt. Milli kl. 830 og 1000 verður gestum boðið á heimsækja bekkina og ýmsar uppákomur verða í skólanum. Samsöngur verður í andyri og skólakórinn syngur þar frá 930. Kaffihús verður opið í Klettagjá og þar er hægt að kaupa kaffi og möffins. Allur ágóði rennur í þróunarsamvinnu. Allir foreldrar og velunnarar velkomnir.
Kl. 1230 fær Salaskóli afhentan Grænfánann í fjórða skiptið að viðstöddum bæjarstjóra og fulltrúum Landverndar. Allir áhugasamir velkomnir.
Lesa meira
Áhugasamir fjórðubekkingar
Notalegur vinnukliður barst úr tölvuveri skólans í rauða húsinu á dögunum. Þegar betur var að gáð kom í ljós að nemendur í fjórða bekk voru að vinna í fuglaverkefninu sínu. Vinnugleði og áhugi skein út úr hverju andliti og greinilegt að viðfangefnið skipti alla nemendur mjög miklu máli. Krakkarnir sögðust vera að vinna í tveggja […]
Lesa meiraHelstu niðurstöður úr viðhorfakönnun 2011
Salaskóli kannar á hverju vori viðhorf foreldra til starfsins í skólanum. Þessi könnun er mikilvægur liður í að bæta skólastarfið en auk hennar fáum við mikilvægar upplýsingar á morgufundum með foreldrum, könnunum skólapúlsins en þar tjá nemendur viðhorf sín, eineltiskönnunum o.s.frv. Skýrsla um helstu niðurstöður vorkönnunar vorið 2011 er að finna hér. Ný vorkönnun […]
Lesa meira