Liðin standa sig vel
Seinni dagur fjölgreindaleikanna fór vel af stað og bakarinn, indíánastelpan, kötturinn og jólasveinninn voru mætt á sína stöðvar til þess að taka á móti liðunum í morgunsárið. Krakkarnir í liðunum eru farin að þekkjast vel og koma ennþá sterkari inn í þrautirnar fyrir bragðið. Fyrirliðarnir eru til mikillar fyrirmyndar, sýna ábyrgð og beita sína liðsmenn […]
Lesa meiraVið slógum metið!
Liðsmenn í liði númer 38 komu fagnandi út úr einni stöðinni á efri hæð í gula húsi og hrópuðu: „Við slógum metið“. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þrautin á þessari stöð fólst í því að þekkja eins marga fána og mögulegt var á 10 mínútum. Greinilegt var að nokkrir í þessu liði voru […]
Lesa meiraFjölgreindaleikar, það hlaut að vera!!
Þegar málið var rannsakað (sjá frétt fyrir neðan) kom í ljós að fjölgreindaleikar voru að byrja í Salaskóla þennan ágæta miðvikudagsmorgun. Það er orðin hefð að halda þá að hausti en þá er skólastarfið leyst upp í tvo daga og nemendum skipt upp í hópa. Í hvern hóp raðast nemendur þvert á árganga sem þýðir að í hópnum eru nemendur frá 1.- 10. bekk. Elstu krakkarnir eru liðsstjórar og þurfa að standa sig í að halda utan um hópinn sinn og styðja við þá sem yngri eru. Hóparnir fara á milli 40 stöðva sem reyna á ýmsa hæfileika manna t.d. gæti einhver í hópnum verið góður í að þekkja fána meðan annar slær met í að klifra upp kaðal eða finna orð. Þannig verða einstaklingarnir í hópnum ein sterk heild sem vinnur til stiga er reiknuð eru saman í lokin. Á hverri stöð er stöðvastjóri, oftast kennari, sem er klæddur í furðuföt. Hann tekur tímann, safnar stigum og gefur gjarnan aukastig ef hópurinn er til fyrirmyndar. Þar er komin skýringin á skurðlækninum, spæjaranum Bond, senjórítunni og kengúrunni sem voru á sveimi við skólann fyrr í morgun. Skoðið myndir af þessu stórfurðulega fólki hér.
Stórfurðulegur morgunn
„Heyrið mig nú, hvað er um að vera?“, spurðu vegfarendur sem áttu leið framhjá Salaskóla í morgun. Var ekki sjóræningi að ganga inn í skólann? Þarna kemur svo prumpublaðra labbandi, síðan spænsk senjóríta sem svífur í fína kjólnum sínum í áttina að skólanum og ófrýnilegur mótorhjólakappi ! Nei, nei, nei…. hvað er að sjá ….. skurðlæknir kemur út úr einum […]
Lesa meiraFjölgreindaleikar og Skólaþing
Hinir árlegu fjölgreindaleikar Salaskóla fara fram á miðvikudag og fimmtudag, 26. og 27. september. Þá er nemendum skipt í 10 manna lið sem keppa í margskonar greinum sem reyna á ólíkar greindir nemenda. Liðsstjórar koma úr 9. og 10. bekk og þeir sjá alveg um sinn hóp þessa daga. Báða daga eiga nemendur að […]
Lesa meiraGrænlendingar í heimsókn
Nokkir grænlenskir krakkar af austurströnd Grænlands eru staddir á Íslandi til að læra að synda á nokkrum dögum. Sundikennslan fer fram í Versalalaug og á milli þess sem þeir sækja sundtíma koma þeir í Salaskóla og fá að vera með krökkunum í 6. bekk. Þau taka þátt í ýmsum verkefnum með þeim og hefur samstarfið gengið […]
Lesa meiraBlátt áfram með sýningu
Á dögunum fengu nemendur í 2. bekk heimsókn frá Blátt áfram. Það voru þær Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds sem stjórnuðu brúðum í leikþættinum Krakkarnir í hverfinu.Námsefnið Krakkarnir í hverfinu fjallar um líkamlegt ofbeldi og er samið og þróað með það fyrir augum að fræða börn um líkamlegt ofbeldi og gera þau meðvituð um […]
Lesa meiraFingrafimir krakkar
Krakkarnir í 3. bekk eru að læra fingrasetningu þessa dagana og sýna því mikinn áhuga. Þau æfa sig á verkefnum sem eru inni á vef sem heitir Fingrafimi (http://vefir.nams.is/fingrafimi/) og skrá niður árangur sinn eftir hvern tíma. Þetta læra krakkarnir í svokallaðri tölvusmiðju í 3. bekk en einnig fá þau að æfa sig í ensku […]
Lesa meiraHafragrautur í morgunsárið
Dagurinn er tekinn snemma í Salaskóla. Krakkarnir mæta kl. 7:30 suma morgna og fara í íþróttatíma, ýmist í vali eða skyldu. Á miðvikudögum og föstudögum er þeim svo boðið upp á meinhollan hafragraut sem fyllir þau orku áður en þau setjast inn í kennslustund. Allir sem vilja geta þá fengið graut meðan birgðir endast. […]
Lesa meiraLestrarkeppni á miðstigi
Í dag hófst formlegur undirbúningur fyrir lestrarkeppnina LESUM MEIRA sem nemendur á miðstigi taka þátt í síðar í vetur en þá munu bekkjardeildir miðstigs keppa sín á milli. Keppnin er samvinna skólasafns og kennara miðstigs en sex skólar í Kópavogi standa að slíkri keppni í ár innan síns skóla. Markmiðið með þessu er að nemendur verði víðlesnari, auki við orðaforða sinn og áhugi á bókalestri eflist.
Skólaárið 2012-2013
Skólaárið 2012-2013 SeptemberFjölgreindaleikar fyrri dagurStöðvarstjórarFjölgreindaleikar seinni dagur OktóberVerðlaunaafhending fjölgreindaleikaJól í kassaLESUM MEIRA lestrarkeppnin NóvemberUpplestur Hilmars Arnar Óskarssonar DesemberPiparkökur skreyttarJólaball 1. – 7. bekkur 2012 JanúarIpad-stund hjá glókollum og sólskríkjum7. bekkur á ReykjumHundraðdagahátíðin FebrúarVetrardrottningarnarÖskudagur 2013Meistaramót í skák 1.-4. b. og kínverskir gestir DÆGRADVÖLIN- ýmsar myndir Mars Meistaramót Salaskóla 1. mars 2013 Þemavikan 18.- 22. […]
Lesa meira
