Fjölgreindaleikar, það hlaut að vera!!
Þegar málið var rannsakað (sjá frétt fyrir neðan) kom í ljós að fjölgreindaleikar voru að byrja í Salaskóla þennan ágæta miðvikudagsmorgun. Það er orðin hefð að halda þá að hausti en þá er skólastarfið leyst upp í tvo daga og nemendum skipt upp í hópa. Í hvern hóp raðast nemendur þvert á árganga sem þýðir að í hópnum eru nemendur frá 1.- 10. bekk. Elstu krakkarnir eru liðsstjórar og þurfa að standa sig í að halda utan um hópinn sinn og styðja við þá sem yngri eru. Hóparnir fara á milli 40 stöðva sem reyna á ýmsa hæfileika manna t.d. gæti einhver í hópnum verið góður í að þekkja fána meðan annar slær met í að klifra upp kaðal eða finna orð. Þannig verða einstaklingarnir í hópnum ein sterk heild sem vinnur til stiga er reiknuð eru saman í lokin. Á hverri stöð er stöðvastjóri, oftast kennari, sem er klæddur í furðuföt. Hann tekur tímann, safnar stigum og gefur gjarnan aukastig ef hópurinn er til fyrirmyndar. Þar er komin skýringin á skurðlækninum, spæjaranum Bond, senjórítunni og kengúrunni sem voru á sveimi við skólann fyrr í morgun. Skoðið myndir af þessu stórfurðulega fólki hér.
Stórfurðulegur morgunn
„Heyrið mig nú, hvað er um að vera?“, spurðu vegfarendur sem áttu leið framhjá Salaskóla í morgun. Var ekki sjóræningi að ganga inn í skólann? Þarna kemur svo prumpublaðra labbandi, síðan spænsk senjóríta sem svífur í fína kjólnum sínum í áttina að skólanum og ófrýnilegur mótorhjólakappi ! Nei, nei, nei…. hvað er að sjá ….. skurðlæknir kemur út úr einum […]
Lesa meiraFjölgreindaleikar og Skólaþing
Hinir árlegu fjölgreindaleikar Salaskóla fara fram á miðvikudag og fimmtudag, 26. og 27. september. Þá er nemendum skipt í 10 manna lið sem keppa í margskonar greinum sem reyna á ólíkar greindir nemenda. Liðsstjórar koma úr 9. og 10. bekk og þeir sjá alveg um sinn hóp þessa daga. Báða daga eiga nemendur að […]
Lesa meiraGrænlendingar í heimsókn
Nokkir grænlenskir krakkar af austurströnd Grænlands eru staddir á Íslandi til að læra að synda á nokkrum dögum. Sundikennslan fer fram í Versalalaug og á milli þess sem þeir sækja sundtíma koma þeir í Salaskóla og fá að vera með krökkunum í 6. bekk. Þau taka þátt í ýmsum verkefnum með þeim og hefur samstarfið gengið […]
Lesa meiraBlátt áfram með sýningu
Á dögunum fengu nemendur í 2. bekk heimsókn frá Blátt áfram. Það voru þær Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds sem stjórnuðu brúðum í leikþættinum Krakkarnir í hverfinu.Námsefnið Krakkarnir í hverfinu fjallar um líkamlegt ofbeldi og er samið og þróað með það fyrir augum að fræða börn um líkamlegt ofbeldi og gera þau meðvituð um […]
Lesa meiraFingrafimir krakkar
Krakkarnir í 3. bekk eru að læra fingrasetningu þessa dagana og sýna því mikinn áhuga. Þau æfa sig á verkefnum sem eru inni á vef sem heitir Fingrafimi (http://vefir.nams.is/fingrafimi/) og skrá niður árangur sinn eftir hvern tíma. Þetta læra krakkarnir í svokallaðri tölvusmiðju í 3. bekk en einnig fá þau að æfa sig í ensku […]
Lesa meiraHafragrautur í morgunsárið
Dagurinn er tekinn snemma í Salaskóla. Krakkarnir mæta kl. 7:30 suma morgna og fara í íþróttatíma, ýmist í vali eða skyldu. Á miðvikudögum og föstudögum er þeim svo boðið upp á meinhollan hafragraut sem fyllir þau orku áður en þau setjast inn í kennslustund. Allir sem vilja geta þá fengið graut meðan birgðir endast. […]
Lesa meiraLestrarkeppni á miðstigi
Í dag hófst formlegur undirbúningur fyrir lestrarkeppnina LESUM MEIRA sem nemendur á miðstigi taka þátt í síðar í vetur en þá munu bekkjardeildir miðstigs keppa sín á milli. Keppnin er samvinna skólasafns og kennara miðstigs en sex skólar í Kópavogi standa að slíkri keppni í ár innan síns skóla. Markmiðið með þessu er að nemendur verði víðlesnari, auki við orðaforða sinn og áhugi á bókalestri eflist.
Skólaárið 2012-2013
Skólaárið 2012-2013 SeptemberFjölgreindaleikar fyrri dagurStöðvarstjórarFjölgreindaleikar seinni dagur OktóberVerðlaunaafhending fjölgreindaleikaJól í kassaLESUM MEIRA lestrarkeppnin NóvemberUpplestur Hilmars Arnar Óskarssonar DesemberPiparkökur skreyttarJólaball 1. – 7. bekkur 2012 JanúarIpad-stund hjá glókollum og sólskríkjum7. bekkur á ReykjumHundraðdagahátíðin FebrúarVetrardrottningarnarÖskudagur 2013Meistaramót í skák 1.-4. b. og kínverskir gestir DÆGRADVÖLIN- ýmsar myndir Mars Meistaramót Salaskóla 1. mars 2013 Þemavikan 18.- 22. […]
Lesa meiraFyrstubekkingar óðum að læra á skólann
Nemendur í músarrindlum, sem eru fyrstubekkingar, komu á bókasafnið á dögunum til að læra á það og velja sér bók. Stefanía á bókasafninu kenndi þeim á útlánin og hvert þau ættu að skila bókum þegar þau kæmu með bækurnar aftur. Það voru áhugasamir nemendur sem fylgdust með þessum leiðbeiningum og vönduðu sig síðan við að skrá bækurnar út […]
Lesa meiraSkólasetning
Nemendur streymdu á skólasetningu í morgun til þess að hitta umsjónarkennarann sinn, skólafélagana og fá stundaskrána í hendur. Krakkarnir voru hressir og glaðlegir að sjá eftir gott sumarfrí, eftirvæntingin skein úr andlitunum en það bar á feimni hjá einstaka nemanda eins og ofureðlilegt er. Foreldrar koma gjarnan með krökkunum í skólann fyrsta daginn. Skólinn hefst […]
Lesa meira
