Skemmtilegur aðalfundur foreldrafélagsins
Foreldrafélagið hélt aðalfund sinn fimmtudagskvöldið 18. október. Á fundinum var stjórnakjör og nú eru í stjórn félagsins þau Kristinn Ingvarsson, Bjarni Ellertsson, Helgi Mar Bjarnason, Rósa Lárusdóttir og Sandra Ösp Gylfadóttir. Varamenn eru Hjörtur Gunnlaugsson og Helga Jónsdóttir. Helga og Bryndís Baldvinsdóttir eru fulltrúar foreldra í skólaráði Salaskóla. Að loknum venjulegum aðalfundastörfum mætti Ebba […]
Lesa meiraNiðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk
Í morgun fengu nemendur 10. bekkjar afhentar einkunnir úr samræmdu prófunum sem þeir þreyttu í september. Nemendur Salaskóla stóðu sig afar vel og voru langt yfir landsmeðaltali í íslensku og stærðfræði, en rétt undir því í ensku.Í stærðfræði er meðaltalið í Salaskóla 7,45 en landsmeðaltali er 6,5 og meðaltal skólanna í nágrenni Reykjavíkur er […]
Lesa meiraAðalfundur Foreldrafélags Salaskóla 25. október
Foreldrafélag Salaskóla mun halda aðalfund sinn 25. október n.k. í Salaskóla. Fundurinn hefst klukkan 20.00 Stefnt er að hafa fundinn stuttan og hnitmiðaðan. Kaffi og kleinur á boðstólunum. Efni fundar er: Skýrsla stjórnar starfsárið 2011 – 2012 Ársreikningar lagðir fram til samþykktar Lagabreytingar Kosning í stjórn Foreldrafélagsins og Skólaráðs Önnur mál Gestafyrirlestur Gestafyrirlesari að […]
Lesa meiraStjórnendur bjóða í morgunkaffi
Miðvikudaginn 17. október verður fyrsta morgunkaffi skólaársins. Þá er foreldrum 9. bekkinga boðið í kaffisopa með skólastjórnendum. Daginn eftir koma svo foreldrar 10. bekkinga og svo heldur þetta áfram fram í byrjun desember. Meðfygljandi er listi yfir kaffiboðin. Athugið að hann getur tekið breytingum. Við sendum boð á foreldra þegar nær dregur. En endilega taka morguninn frá. Við byrjum kl. 810 og hættum kl. 900.
Lesa meira
Starfsáætlun Salaskóla 2012
Starfsáætlun Salaskóla fyrir skólaárið 2012 – 2013 er komin út í pdf-formi. Hana er hægt að nálgast hér. Í starfsáætluninni er farið yfir fjölmarga þætti skólastarfsins og þeir skýrðir út. Við hvetjum foreldra til að skoða starfsáætlunina rækilega og kynna sér efni hennar.
Lesa meiraVöfflur, nammi namm …
Á fjölgreindaleikum í síðustu viku var á einni stöðinni boðið upp á vöfflur eftir að liðið hafði leyst úr ákveðinni þraut. Krakkarnir voru afar ánægðir með þetta framtak stöðvarstjórans og vöfflurnar runnu ljúflega niður. Sumir komu svo að máli við stöðvarstjórann, hana Fríðu, og báðu um uppskrift að vöfflunum góðu. Að sjálfsögðu varð Fríða […]
Lesa meiraHvað er þetta Kósý-herbergi sem allir eru að tala um?
Kósý-herbergi? Hvað er nú það, spurði einhver á fjölgreindaleikunum í gær? Þegar farið var á stúfana til að njósna fundust loksins dyr sem merktar voru Kósý-herbergi STÖÐ 11. Inni ríkti verulega notaleg stemning þar sem liðsmenn eins liðsins voru að sýsla, sumir voru í tölvuspili, aðrir að horfa á vídeó og loks voru nokkrir að […]
Lesa meiraLiðin standa sig vel
Seinni dagur fjölgreindaleikanna fór vel af stað og bakarinn, indíánastelpan, kötturinn og jólasveinninn voru mætt á sína stöðvar til þess að taka á móti liðunum í morgunsárið. Krakkarnir í liðunum eru farin að þekkjast vel og koma ennþá sterkari inn í þrautirnar fyrir bragðið. Fyrirliðarnir eru til mikillar fyrirmyndar, sýna ábyrgð og beita sína liðsmenn […]
Lesa meiraVið slógum metið!
Liðsmenn í liði númer 38 komu fagnandi út úr einni stöðinni á efri hæð í gula húsi og hrópuðu: „Við slógum metið“. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þrautin á þessari stöð fólst í því að þekkja eins marga fána og mögulegt var á 10 mínútum. Greinilegt var að nokkrir í þessu liði voru […]
Lesa meiraFjölgreindaleikar, það hlaut að vera!!
Þegar málið var rannsakað (sjá frétt fyrir neðan) kom í ljós að fjölgreindaleikar voru að byrja í Salaskóla þennan ágæta miðvikudagsmorgun. Það er orðin hefð að halda þá að hausti en þá er skólastarfið leyst upp í tvo daga og nemendum skipt upp í hópa. Í hvern hóp raðast nemendur þvert á árganga sem þýðir að í hópnum eru nemendur frá 1.- 10. bekk. Elstu krakkarnir eru liðsstjórar og þurfa að standa sig í að halda utan um hópinn sinn og styðja við þá sem yngri eru. Hóparnir fara á milli 40 stöðva sem reyna á ýmsa hæfileika manna t.d. gæti einhver í hópnum verið góður í að þekkja fána meðan annar slær met í að klifra upp kaðal eða finna orð. Þannig verða einstaklingarnir í hópnum ein sterk heild sem vinnur til stiga er reiknuð eru saman í lokin. Á hverri stöð er stöðvastjóri, oftast kennari, sem er klæddur í furðuföt. Hann tekur tímann, safnar stigum og gefur gjarnan aukastig ef hópurinn er til fyrirmyndar. Þar er komin skýringin á skurðlækninum, spæjaranum Bond, senjórítunni og kengúrunni sem voru á sveimi við skólann fyrr í morgun. Skoðið myndir af þessu stórfurðulega fólki hér.
Stórfurðulegur morgunn
„Heyrið mig nú, hvað er um að vera?“, spurðu vegfarendur sem áttu leið framhjá Salaskóla í morgun. Var ekki sjóræningi að ganga inn í skólann? Þarna kemur svo prumpublaðra labbandi, síðan spænsk senjóríta sem svífur í fína kjólnum sínum í áttina að skólanum og ófrýnilegur mótorhjólakappi ! Nei, nei, nei…. hvað er að sjá ….. skurðlæknir kemur út úr einum […]
Lesa meiraFjölgreindaleikar og Skólaþing
Hinir árlegu fjölgreindaleikar Salaskóla fara fram á miðvikudag og fimmtudag, 26. og 27. september. Þá er nemendum skipt í 10 manna lið sem keppa í margskonar greinum sem reyna á ólíkar greindir nemenda. Liðsstjórar koma úr 9. og 10. bekk og þeir sjá alveg um sinn hóp þessa daga. Báða daga eiga nemendur að […]
Lesa meira