ottarsbikarinn_005_small

Spilað um Óttarsbikarinn

ottarsbikarinn_005_small
Í dag, 19. desember, er spilað um  svokallaðan Óttarsbikar sem er árlegur viðburðum um þetta leyti árs haldinn í minningu Óttars heitins húsvarðar. Skipuð eru lið úr öllum bekkjum á unglingastigi  ásamt liði kennara og blásið til mikils körfuboltamóts í íþróttahúsinu. Mikil steming var í upphafi móts og ljóst að stefndi í mikið fjör og keppnisandinn var alveg í réttum gír, hjá yngri sem eldri. Í áhorfendastúkunni sást til nokkurra kennara sem létu illum látum er þeirra lið skoraði – og nemendur voru líka góðir að hvetja sín lið áfram. Jafnt var á komið með liðunum og ekki mátti sjá í upphafi hvaða lið myndi fara með sigur af hólmi. En eftir gífurlega mikla baráttu og æsispennandi úrslitaleik voru það tíndubekkingar sem báru sigur úr bítum og hlutu Óttarsbikarinn en níundubekkingar urðu í öðru sæti. Verðlaunafhending fer fram í kvöld á jólaskemmtun unglingastigs.  

Birt í flokknum Fréttir.