upplestur_orgrmur_005small

Þorgrímur Þráinsson las upp fyrir nemendur

upplestur_orgrmur_005small
Rithöfundurinn, Þorgrímur Þráinsson, heimsótti okkur í dag og átti erindi við nemendur í 5. – 7. bekk. Eftir lestrarkeppnina sem lauk um miðjan nóvember sýndu krakkarnir á miðstiginu áhuga á að fá Þorgrím í heimsókn. Þorgrímur tók vel í það, kom og las upp fyrir nemendur úr nýjustu bókinni sinni „Krakkinn sem hvarf“ og sagði frá helstu aðalpersónunum í bókinni. Í lokin spurðu nemendur Þorgrím spurninga af ýmsu tagi t.d. hvenær hann hafi skrifað fyrstu bókina sína, hvað hann væri lengi að skrifa eina bók, hvernig hugmyndirnar kæmu í kollinn á honum og fleira í þeim dúr. Nemendurnir okkar voru sannarlega góðir hlutstendur, kurteisir í alla staði og tóku afar vel á móti gestinum okkar. Takk fyrir heimsóknina, Þorgrímur Þráinsson!

Birt í flokknum Fréttir og merkt .