Páskabingó foreldrafélagsins 19. mars
Páskabingó foreldrafélagsins verður haldið þriðjudaginn 19. mars. Bingóið verður með hefðbundnu sniði, yngri hópur (1. – 5. bekkur) verður með sitt bingó frá 17.00 – 19.00 og eldri hópurinn frá 20.00 – 22.00.Spjaldið kostar 500 krónur og MUNA að taka með reiðufé, engin posi á staðnum. Fjöldi vinninga, meðal annars frá Arionbanka, Reyni Bakara, Lemon, […]
Lesa meiraSkíðaferðir á fimmtudag og föstudag
Fimmtudaginn 14. mars er skíðaferð fyrir 8. – 10. bekk og föstudaginn 15. mars er skíða- og útivistadagur hjá 5. – 7. bekk. Við munum leggja af stað klukkan 9:00, það verður skíðað til klukkan 14:40 og lagt af stað heim klukkan 15:00. Þar sem þetta er ekki bara skíðaferð þá mega nemendur sem […]
Lesa meiraComeniusar-gestir í heimsókn
Þessa vikuna höfum við haft góða gesti í heimsókn frá Englandi, Þýskalandi, Spaní og Kýpur. Þetta eru 10 kennarar sem eru þátttakendur í Comeníusar-verkefni sem Salaskóli er einnig hluti af og heitir Europe- Ready, Steady, Go! Verkefnið hófst í haust og stendur yfir í tvö ár á miðstigi. Nemendur tóku vel á móti gestunum, sýndu þeim skólann […]
Lesa meiraMeistaramót Salaskóla
Meistaramót Salaskóla fór fram föstudaginn 1. mars og þangað mættu skáksnillingar á öllum aldri til þess að tefla. Skemmst er frá því að segja að meistari meistaranna í SALASKÓLA 2012- 2013 er Eyþór Trausti Jóhannsson í himbrimum sem var hæstur að stigum með 8 stig eftir allar sínar viðureignir. Ef horft er á aldsursstigin […]
Lesa meiraInnritun nýrra nemenda
Innritun nemenda sem eiga að byrja í Salaskóla í haust verður mánudaginn 4. mars og þriðjudaginn 5. mars. Skemmtilegast er að koma í skólann til innritunar en einnig er hægt að hringja á skrifstofuna. Athugið að her er bæði átt við innritun nemenda sem eru að byrja í 1. bekk og nemendur sem eru […]
Lesa meiraVetrarleyfi vorannar
Minnt er á að vetrarleyfi er dagana 22. og 25. febrúar. Þá daga fellur allt starf niður á vegum skólans, einnig í dægradvölinni. Skóli hefst aftur skv. stundaskrá þriðjudaginn 25. febrúar.
Lesa meiraMeistaramót Salaskóla í skák 1.-4. bekkur
Meistaramót Salaskóla yngsti flokkur 1.- 4. bekkur, 56 keppendur, fór fram í dag 14.02.2013 í Salaskóla. Þetta var úrtökumót þannig að efstu þrír úr hverjum árgangi halda síðan áfram og keppa um meistaratiltil Salaskóla 1.mars.2013 Við lok 7 umferðar birtust góðir gestir Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman með yngstu fulltrúana úr Kínverska landsliðinu í skák. Þessi heimsókn var í tilefni þess að vináttulandsleikur Kína og Íslands í skák fer fram um helgina sjá nánar: http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1282816/
Lesa meiraKrakkarnir í 9. bekk á Laugum
Í þessari viku, 11. – 15. febrúar, eru nemendur 9. bekkjar Salaskóla í skólabúðum að Laugum í Sælingsdal. Undanfarin ár hafa níundubekkingarnir okkar átt þess kost að dvelja í skólabúðunum við leik og störf eina viku í senn. Þær góðu fréttir bárust í dag frá Laugum að allir skemmtu sér hið besta enda margt […]
Lesa meiraTrúðar, vampýrur og fínar frúr á ferli
Það fór ekki framhjá neinum í Salaskóla í morgun að öskudagur væri runninn upp. Krakkarnir flyktust að í morgunsárið í afar skrautlegum og frumlegum búningum og það mátti m.a. koma auga á skrautlega indíana, snjókorn, gangandi Iphone, vampýrur, Harry Pottera, alls kyns álfa, flottar frúr, velklædda herramenn og prinsessur. Krakkarnir í unglingadeildinni hjálpuðu þeim […]
Lesa meiraÖskudagur í Salaskóla
Á öskudag verður öskudagsgleði í Salaskóla. Skóladagurinn verður svolítið óvenjulegur og alveg örugglega einstaklega skemmtilegur. Nemendur mæta í búningum, taka þátt í alls konar sprelli og foreldrafélagið gefur öllum nammipoka. Allir fá svo pylsur í matinn líka þeir sem ekki eru í mat að öllu jöfnu. Skólinn opnar á venjulegum tíma en við gefum […]
Lesa meiraInnritun
Innritun nýrra nemenda sem verða í Salaskóla næsta skólaár verður 4. og 5. mars nk.
Lesa meiraFlottu skákstelpurnar okkar
Stúlknalið Salaskóla stóð sig glæsilega á Íslandsmótinu stúlknaliða í skák síðastliðinn laugardag. Stelpurnar tóku silfrið af öryggi, unnu alla hina skólana nema ríkjandi Íslandsmeistara frá Rimaskóla. Í liði Salaskola voru 1. Hildur Berglind Jóhannsdóttir – 8. b. Kjóar2. Una Sól Jónmundsdóttir – 8. b. Kjóar3. Móey María Sigþórsdóttir – 6. b. Mávar4. Tinna Þrastardóttir […]
Lesa meira