Foreldraviðtalsdagur á fimmtudag, 10. október

Fimmtudaginn 10. október eiga nemendur að mæta með foreldrum sínum í viðtöl við umsjónarkennara. Upplýsingar um viðtalstíma hafa verið sendar út. Aðrir kennarar verða einnig til viðtals þennan dag. Engin kennsla er í skólanum en dægradvölin er opin frá kl. 8.

Lesa meira

Kertastubbar óskast

Á hverju ári fer 5. bekkur í kertagerð í smiðjum auk tilfallandi kertagerðatíma hjá öðrum árgöngum. En til þess að geta endurnýtt kertaafganga, þurfum við hráefni.  Við getum notað ÖLL kerti (nema sprittkerti) , bæði heil og hálf og smástubba, líka vaxið sem hefur lekið niður á diskinn  og kerti í glösum!  Endilega sendið […]

Lesa meira

Allir glaðir á fjölgreindaleikum

Seinni dagur fjölgreindaleikanna var í dag. Krakkarnir kepptust við að leysa hinar ýmsu þrautir sem fyrir þá voru lagðar og gaman var að sjá hversu samvinnan var góð. Þegar krakkarnir voru spurðir hver væri skemmtilegasta stöðin á leikunum fannst þeim erfitt að komast að ákveðinni niðurstöðu. Sumir byrjuðu kannski á að segja dansinn, en bættu þá við að smíðin væri líka skemmtileg, og… […]

Lesa meira

Fjölgreindirnar á dagskrá í 11. skipti

Þegar farið var að grennslast nánar fyrir um þessi furðudýr og skrítnu mannverur (sjá frétt hér á undan) kom í ljós að í dag er fyrri dagur fjölgreindaleika Salaskóla. Þá er öllum krökkum í skólanum skipt niður í hópa, u.þ.b. 12 krakkar í hóp, eldri sem yngri saman í hóp ásamt tveimur fyrirliðum er eiga að sjá um […]

Lesa meira

Hvaða dagur er eiginlega í dag?

Miðvikudagurinn 2. október rann upp, mildur en dálítið blautur. Krakkar og kennarar Salaskóla drifu sig á fætur og fóru að búa sig í skólann. En það var eitthvað öðruvísi við þennan dag en aðra daga. Krakkarnir voru að vísu mættir á réttum tíma með bros á vör og mjög eðlilegir á að líta. En það leit […]

Lesa meira

9. sept. – skemmtilegur dagur

Síðastliðinn föstudag var gríðarlega góð þátttaka í Göngum saman átakinu sem við sögðum frá fyrir helgi hér á heimasíðunni. Sumir nemendur voru afar duglegir og gengu mjög langa leið í skólann sem var mikill dugnaður svona í morgunsárið. Þegar komið var í skólann voru verkefni einkum tengd lestri því verið var að halda upp […]

Lesa meira

Skólaárið 2013 – 2014

  Ágúst Skólasetning 2013 SeptemberGöngum og lesum saman  OktóberFjölgreindaleikar – fyrri dagurFjölgreindaleikar – seinni dagur Stöðvarstjórar fjölgreindaleika  NóvemberLesum meira – lestrarkeppnin Desember Fimmtubekkingar láta gott af sér leiða Rithöfundur kemur í heimsóknGerð jólaþorpsinsJólaþorpið-þema í 7. og 8. bekk  JanúarFebrúar Hundraðdagahátiðin í 1. bekk         

Lesa meira

Göngum og lesum

Við hér í Salaskóla ætlum að taka þátt í átakinu Göngum í skólann 2013 og hvetjum alla, bæði nemendur og starfsfólk, til að vera með og byrja átakið okkar með því að ganga eða hjóla í skólann á næstkomandi mánudag, 9. september. Meðfylgjandi er góð ráð um daglega hreyfingu sem getur verið fróðlegt að kíkja aðeins […]

Lesa meira

Skólinn settur

Í dag, 21. ágúst, var Salaskóli settur í 13 sinn en þá mættu nemendur í andyri skólans og voru skipaðir í bekki af skólastjórnendum. Síðan fóru þeir með umsjónarkennara sínum í kennslustofu bekkjarins þar sem afhent var stundaskrá og spjallað saman. Margir foreldrar fylgdu börnum sínum til skóla í dag. Það er alltaf eftirvænting […]

Lesa meira

Skólasetning

Skólasetning Salaskóla verður fimmtudaginn 22. ágúst. Nemendur mæta sem hér segir: 2., 3. og 4. bekkur        kl.   9:00 5., 6. og 7. bekkur        kl. 10:00 8., 9. og 10. bekkur      kl. 11:00 Kennsla í 2. – 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst.  Nemendur sem eru að fara í 1. bekk […]

Lesa meira

Starfsáætlun Salaskóla 2013-2014

Nú er starfstáætlun Salaskóla 2013-2014 komin á heimasíðuna. Smellið hér til að skoða hana. 

Lesa meira

Skráning í dægradvöl

Þeir foreldrar sem eiga eftir að sækja um vist í dægradvöl fyrir veturinn eru beðnir um að gera það sem fyrst og eigi síðar en 20. ágúst. Hægt er að skrá hér.  Þeir sem eru búnir að skrá eiga ekki að gera það aftur. 

Lesa meira